Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 52
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 200948 Hérlendis hefur meðalstig á kvíðakvarða HADS meðal almennings greinst á bilinu 4,34 til 4,48 og meðalstig á þunglyndiskvarðanum verið á bilinu 3,26 til 3,33 (Magnusson o.fl., 2000). Þeim sjúklingum virðist sérstaklega hætt við kvíða í tengslum við skurðaðgerðir sem eru yngri, kvenkyns, með börn á heimili, eiga við marga sjúkdóma að stríða, þurfa aðstoð við daglegar athafnir eða búa við erfiðar heimilisaðstæður, svo sem veikindi annarra heimilismanna (Karanci og Dirik, 2003; Kocaman o.fl., 2007). Þar sem kvíði er skilgreind hjúkrunargreining með tilgreindum greiningarþáttum og hjúkrunarmeðferð er skiljanlegt að rannsóknir hjúkrunarfræðinga hafi fremur beinst að kvíða en þunglyndi. Sú skilgreining, sem notuð er í hjúkrun hér á landi, er að kvíði sé „óljós tilfinning eða geigur sem ósjálfráð viðbrögð fylgja; orsökin er oft ósértæk eða ókunn einstaklingnum; hræðslutilfinning vegna yfirvofandi hættu: Þetta er breytilegt viðvörunarmerki um yfirvofandi hættu og gerir einstaklinginn hæfari til að bregðast við ógn“ (Ásta Thoroddsen, 2002, bls. 161). Þunglyndi fellur hins vegar ekki undir hjúkrunargreiningar og það hefur ef til vill leitt til færri rannsókna og hugsanlega minni áherslu á þunglyndi í klínísku starfi hjúkrunarfræðinga. Þó eru einkenni þunglyndis viðfangsefni hjúkrunarfræðinga sem endurspeglast í hjúkrunargreiningunum vonleysi og vanmáttarkennd. Í þessari rannsókn voru athuguð einkenni kvíða og þunglyndis sem vissulega eru viðfangsefni hjúkrunarfræðinga. Hér á landi hafa kvíða­ og þunglyndiseinkenni meðal skurð­ sjúklinga verið rannsökuð í tveimur meistaraprófs verkefnum. Í rannsókn á tilfinningalegri líðan og lífsgæðum sjúklinga með ristil­ og endaþarmskrabbamein eftir skurðaðgerð reyndust þrír af nítján þátttakendum með líkleg einkenni kvíða eða þunglyndis á HADS­kvarða (Þórdís K. Þorsteinsdóttir, 2006). Hin rannsóknin hafði þann tilgang að afla þekkingar á því hvernig skurðsjúklingar takast á við sinn afturbata heima án aðstoðar heilbrigðisstarfsfólks. Um var að ræða túlkandi, fyrirbærafræðilega rannsókn og var úrtakið tilgangsúrtak 14 skurðsjúklinga, frá þremur stofnunum, sem dvalið höfðu skemur en tvo sólarhringa á viðkomandi stofnun. Í niðurstöðunum komu fram fjögur meginþemu og tengjast tvö þeirra einkennum um sálræna vanlíðan. Annars vegar fannst sjúklingunum þeir vera einir á báti og hins vegar fundu þeir fyrir óöryggi (Erlín Óskarsdóttir, 2002). Nokkrar íslenskar rannsóknir hafa lýst einkennum sjúklinga eftir skurðaðgerðir, þá aðallega verkjum. Meginniðurstöður eru þær að stór hópur sjúklinga finnur til óþarflega mikilla verkja (Herdís Sveinsdóttir og Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, 1996; Lára Borg Ásmundsdóttir, 2007). Tilgangur Megintilgangur þessarar rannsóknar var að lýsa sálrænni líðan með því að mæla einkenni kvíða og þunglyndis meðal skurðsjúklinga á skurðdeildum Landspítala á meðan þeir liggja á spítalanum og heima að liðnum fjórum vikum eða síðar og athuga tengsl við verki, almenn einkenni og þætti tengda heilsu og spítaladvöl. Leitast er við að svara eftirfarandi rannsóknaspurningum: 1. Hversu algeng eru, hver er meðalstyrkur og hvert er samband kvíða­ og þunglyndiseinkenna hjá skurðsjúklingum á Landspítala og heima þegar að lágmarki fjórar vikur eru liðnar frá aðgerð? 2. Hvert er samband kvíða­ og þunglyndiseinkenna meðal skurð­ sjúklinga á Landspítala við verki, almenn einkenni, þætti tengda heilsu og spítaladvöl og bakgrunnsbreytur á spítalanum og heima þegar að lágmarki fjórar vikur eru liðnar frá aðgerð? AÐFERÐ Þýði og úrtak Þýðið var sjúklingar innkallaðir á skurðdeildir Landspítala á tímabilinu 15. janúar til 15. júlí 2007 til aðgerðar á hjarta, lungum, þvagfærum, ristli, gallblöðru, blöðruhálskirtli, brjóstum, nýrum, vegna brjóskloss, þindarslits eða til hné­ eða mjaðma­ skipta. Úrtakið var takmarkað við þá sem gátu lesið og skilið íslensku, dvöldu á spítalanum að minnsta kosti sólarhring eftir aðgerð, útskrifuðust heim, svöruðu heimalista fjórum vikum eftir heimkomu eða síðar og voru metnir andlega hæfir til þátttöku af hjúkrunarfræðingi. Á rannsóknartímanum fóru 845 sjúklingar í aðgerð. Af þeim náðist ekki í 50 sjúklinga og 62 uppfylltu ekki skilyrði rannsóknarinnar. Ástæða þess, að hjúkrunarfræðingar á deildinni mátu sjúklingana ekki hæfa til þátttöku, var oftast aldur þeirra eða sjúkdómsástand. Í mörgum tilvikum var um að ræða mjög fullorðið fólk sem heyrði eða sá mjög illa eða var svo lasið að ekki var talið ráðlegt að biðja það um að taka þátt. Endanlegt úrtak var því 733 sjúklingar. Þátttöku höfnuðu 118 sjúklingar og 43 sjúklingar samþykktu þátttöku en skiluðu ekki spurningalistum; 572 sjúklingar (78%) skiluðu að minnsta kosti einum spurningalista, 561 (76,5%) spítalalistanum, 481 (68,6%) heimalistanum og 470 sjúklingar (64,1%) báðum listunum en einungis 416 (56,8%) heimalistanum fjórum vikum eða síðar (M=50,27 dagar; sf=13,3 dagar). Mælitæki Gagna var aflað með tveim spurningalistum, annar var lagður fyrir á spítalanum og hinn heima. Spurt var um einkenni kvíða og þunglyndis (HADS), almenn einkenni, svefn, sjúklingafræðslu, stuðning, ánægju með umönnun, þætti tengda sjúkdómi og aðgerðarferli, ástand heima fyrir og bakgrunn. Listarnir voru frábrugðnir að því leyti að á spítalanum var spurt um þætti tengda sjúkdómi og aðgerðarferli, ástand heima fyrir og bakgrunn og heima var ítarlega spurt um þætti tengda spítaladvöl, árangur aðgerðar, svefn og svefnvenjur. Ekki er greint frá niðurstöðum um svefn og sjúklingafræðslu hér. Forprófun fór fram á 5 deildum og tóku 12 sjúklingar þátt í henni. Nokkrar athugasemdir komu fram og voru spurningalistarnnir endurskoðaðir með tilliti til þeirra. Það tekur u.þ.b. 20 mínútur að svara hvorum lista. Kvíði og þunglyndi. HADS­kvarðinn skiptist í sjö fullyrðingar sem lýsa einkennum kvíða (kvíðakvarði) og sjö fullyrðingar sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.