Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 22
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 200918 Alþjóðasamfélagið hefur gefið margvísleg loforð um þróunaraðstoð og má þar nefna mikilvægar samþykktir eins og þúsaldaryfirlýsinguna þar sem markmiðið er að útrýma fátækt og stuðla að mann­ réttindum og félagslegu réttlæti. Eitt af átta þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er að lækka dánartíðni barna um 2/3 frá árinu 1990 til 2015. Á síðasta ári dóu 8,8 milljónir barna undir 5 ára aldri í heiminum samkvæmt tölum frá Barnahjálp Sameinuðu þjóð­ anna (UNICEF). Það sorglega er að flest þessara dauðsfalla eru af orsökum sem hægt að koma í veg fyrir með vel þekktum aðgerðum. Flest þeirra verða vegna vandamála tengdum barnsburði og sjúkdómum á nýburaskeiðinu en þar á eftir koma lungnabólga, niðurgangur, malaría og mislingar. Vannæring er líka undirrótin í rúmlega helmingi tilfella. Með einföldum aðgerðum eins og brjóstagjöf, notkun sykursaltlausnar við niðurgangi og viðeigandi lyfjameðferð við bakteríusýkingum og malaríu er áætlað að hægt sé að koma í veg fyrir um 63% þessara dauðsfalla, samkvæmt rannsókn Sigurðar Ragnarssonar og fleiri frá 2006. Allt eru þetta aðgerðir sem okkur á Vestur löndum finnst sjálfsagðar og þetta sýnir mikilvægi góðrar og aðgengilegrar heilbrigðisþjónustu og nauðsyn áfram­ haldandi uppbyggingar hennar með þróunaraðstoð. Eins og kemur fram í veftímariti Þróunar­ samvinnustofnunar Íslands 14. október síðastliðinn hefur það sýnt sig nú þegar, að þjóðir með mikinn fjárlagahalla eru farnar að skera niður framlög til þróunar­ mála og Ísland er eitt þeirra. Samkvæmt gögnum frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna er talið að fylgni sé á milli tekjusamdráttar og ung­ barna dauða og eftir því að dæma á efnahagskreppan í heiminum eftir að auka dánartíðni barna og leiða til þess að börnum fækkar í skólum Afríku. Að mati fulltrúa Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Afríku sýnir reynslan, meðal annars af þurrkatímabilum í Afríku og fjármálakreppunni í Asíu, að fátækt fólk sker niður kostnað við mat og læknishjálp og tekur börn úr skóla. Þessi áhrif kreppunnar eru nú þegar farin að sjást. Samkvæmt veftímariti Þróunarstofnunar Íslands 27. maí 2009 hétu leiðtogar fjármálaveldanna átta (G8) árið 2005 að tvöfalda framlög til þróunarmála en á þeim tíma var uppsveifla og samt gekk loforðið ekki eftir. Hvernig verður þetta þá núna, á tímum mikillar niðursveiflu? Getum við svikið þau loforð sem við höfum gefið þeim sem standa verst? Ég skora á Elmu Rún Ingvarsdóttur að skrifa næsta þankastrik. Góðu fréttirnar eru að dauðsföllum barna hefur fækkað um 28% á árabilinu 1990 til 2008, eða úr 12,5 milljónum árið 1990 í 8,8 milljónir árið 2008 samkvæmt mati UNICEF. Dauðsföllum barna undir 5 ára aldri hefur því snarfækkað, eða nánast 50% í Rómönsku­Ameríku, á eyjum Karíbahafsins, í Mið­ og Austur–Evrópu, löndum Sovétríkjanna fyrrverandi, í Austur­ Asíu og við Kyrrahaf. Samkvæmt UNICEF eiga um það bil 98­99% barnadauðsfalla sér stað í þróunarlöndunum. Þrátt fyrir að svo mikið hafi dregið úr barnadauða er hann þó enn mikill í sumum löndum, sérstaklega í Afríku sunnan Sahara þar sem flest fátækustu og vanþróuðustu ríki heims eru. Það sem veldur áhyggjum nú og ógnar framförum í baráttunni gegn barnadauða er efnahagskreppan sem nú gengur yfir. HÖFUM VIÐ EFNI Á ÞVÍ AÐ SKERA NIÐUR Í ÞRÓUNARMÁLUM? Við göngum þessa dagana í gegnum erfiða tíma og í öllum þessum um ræðum um niðurskurð hefur verið talað um að skera ætti niður í fram­ lögum okkar til þróunaraðstoðar. ÞANKASTRIK Ingibjörg Ösp Ingólfsdóttir, ingibjorg80@gmail.com Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. Í Þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess. Ingibjörg Ösp Ingólfsdóttir er hjúkrunarfræðingur á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri og meistaranemi í þróunarfræðum við Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.