Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 37
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 2009 33
til rangfærslu. Þar segir: „Ávextir og
grænmeti eru eina fæðan sem getur
bæði veitt okkur öll vítamín og steinefni
sem líkaminn þarfnast og um leið þau
plöntuefnasambönd sem veita okkur
vörn gegn myndun krabbameins.“ Þó
svo að heilnæmi ávaxta og grænmetis
sé ótvírætt er þessi fullyrðing ekki rétt.
Sem dæmi má nefna B12vítamín sem
eingöngu fæst úr fæðu úr dýraríkinu sem
og Dvítamín sem ekki fæst úr þessum
fæðuflokki. Í ensku útgáfunni segir að
fæðuflokkurinn ávextir og grænmeti
sé sá eini sem getur bæði veitt okkur
lífsnauðsynleg vítamín og steinefni og
um leið plöntuefnasambönd sem gætu
hindrað myndun krabbameins. Mikill
munur er á þessum tveimur setningum og
bendir til þess að þýðingin hafi ekki verið
lesin af sérfræðingi á sviði næringarfræði.
Það sem þó vakti helst undrun
mína þegar ég las íslensku útgáfu
bókarinnar voru inngangsorð formanns
Krabbameinsfélagsins Framfarar sem
rituð eru fremst í bókina. Þar eru ákveðnar
uppskriftir í bókinni gagnrýndar á
grundvelli þess að þær innihalda kúamjólk
eða jógúrt. Vitnað er í Jane Plant málinu til
stuðnings en hún hefur ályktað að neysla
kúamjólkurafurða kyndi undir brjósta og
blöðruhálskirtilskrabbameinum. Í fyrsta
lagi tel ég ekki við hæfi að gagnrýna vinnu
höfunda bókarinnar, sem eru fræðimenn á
sviði krabbameinsrannsókna, með tilvísun
í Jane Plant. Hugmyndir hennar hafa ekki
verið studdar á vettvangi ritrýndra fræði
rita. Í upphafi formála formannsins er þó
vitnað í skýrslu World Cancer Research
Fund og American Institute for Cancer
Research en í þeirri skýrslu kemur fram að
jákvæð tengsl milli neyslu á mjólkurvörum
og blöðruhálskirtilskrabbmeins séu ekki
ýkja sterk („probable increased risk“) og
ekkert sem bendir til þess að mjólkurneysla
hafi áhrif á tíðni brjóstakrabbameins. Því er
ekki að neita að ýmsar nýlegar rannsóknir
benda til tengsla milli neyslu kúamjólkur
og krabbameins í blöðruhálskirtli. Við
túlkun þessara rannsókna er hins
vegar mikilvægt að skoða hlutina í
samhengi áður en ályktanir eru dregnar
og ráðleggingar gefnar almenningi og
sjúklingum. Mikilvægt er að taka tillit
til magns og innbyrðis tengsla milli
neyslu ýmissa fæðutegunda. Í flestum
faraldursfræðilegum rannsóknum er
verið að bera saman áhættu á að fá
blöðruhálskirtilskrabbamein hjá hópum
sem nota mikla mjólk við hópa sem
neyta lítillar sem engrar mjólkur. Ekki
er í öllum tilfellum gerð nægjanlega vel
grein fyrir annarri neyslu og þá helst
fæðutegunda sem gætu verndað gegn
krabbameini. Mjög líklegt er að ef neysla
mjólkur og mjólkurvara er stór hluti af
heildarneyslu einstaklings þá sé neysla
annarra fæðutegunda, svo sem ávaxta
og grænmetis og jafnvel grófs kornmetis,
takmörkuð. Að jafnaði gefa þær uppskriftir,
sem innihalda kúamjólk eða jógúrt í bók
dr. Béliveau og dr. Gingras, um það bil
50 millilítra af mjólk í hverjum skammti.
Það má því segja að langt sé gengið
af hálfu formanns Krabbameinsfélagsins
Framfarar að vara við því að nota
kúamjólk í þessum uppskriftum vegna
þess hve sú viðvörun er grundvölluð á
veikum tengslum mjólkurneyslu við eina
tegund krabbameins. Rétt er að geta
þess að neysla kalks og mjólkurvara
getur hugsanlega verndað gegn myndun
krabbameins í meltingarfærum og ristli
(„probable decreased risk“, samanber
framangreinda skýrslu World Cancer
Research Fund og American Institute
for Cancer Research). Í bókinni má finna
áhugaverðan kafla um hugsanlegt gildi
gerjaðra mjólkurafurða í báráttunni gegn
krabbameini.
Í formála er einnig sett út á notkun á
hvítum sykri í uppskriftum bókarinnar og
bent á að nota skuli önnur sætuefni á
borð við agave eða hlynsíróp, döðlur eða
púðursykur. Unnt er að styðja það með
vísindalegum rökum að mikil neysla á
hvítum sykri geti stuðlað að ofþyngd eða
offitu og það tengist aftur aukinni hættu á
ýmsum tegundum krabbameina. Í þessu
samhengi er þó enginn munur á því hvort
notaður er hvítur sykur, púðursykur eða
agavesíróp. Magnið, sem um ræðir í
uppskriftum bókarinnar, er mjög lítið og
skammtastærðir hæfilegar og ábendingin
að því leyti fráleit.
Bragð í baráttunni er falleg og jákvæð bók.
Mér þykir miður að ritrýni mín á bókinni
snúist að mestu leyti um inngangsorð
íslensku þýðingar bókarinnar enda hefði
mátt hrósa bæði höfundum og þýðanda
bókarinnar meira en hér hefur verið gert.
Ljóst er að mikið og þarft verk hefur hér
verið unnið. Með gagnreynda þekkingu
að leiðarljósi taldi ég mig þó knúna til
þess að gagnrýna þau orð sem fylgja
íslensku þýðingu bókarinnar.
Ingibjörg Gunnarsdóttir er doktor og
dósent í næringarfræði við Háskóla Íslands.