Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 32
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 200928 Afmælisþing var haldið undir yfir skriftinni HJÚKRUN – þekking í þína þágu. Þingið var fyrsta formlega samvinnu­ verkefni fagsviðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fagdeilda þess og var boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Alls tóku 13 fagdeildir þátt í afmælisþinginu og sá hver fagdeild um 3 klst. dagskrá, en skipulagið var þannig að þinggestir gátu farið á milli sala og hlustað á þá fyrirlestra sem þeir höfðu áhuga á. Alls voru fluttir 67 fyrirlestrar á vegum fagdeilda auk ávarpa og fyrirlestra sem ætlaðir voru öllum þátttakendum við upphaf og lok þingsins. Auk þessa var boðið upp á vinnusmiðjur af mismunandi toga. AFMÆLISÞING Í TILEFNI 90 ÁRA AFMÆLIS FÉLAGS ÍSLENSKRA HJÚKRUNARFRÆÐINGA Þann 18. nóvember 1919 komu sex hjúkrunarkonur saman í Aðalstræti 8, í herbergi sem Lestrarfélag kvenna í Reykjavík leigði í þessu fræga húsi, og stofnuðu félag sem þær nefndu Félag íslenskra hjúkrunarkvenna. Í ár eru því liðin 90 ár frá stofnun þess félags og af því tilefni hélt Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga upp á tímamótin með ýmsum hætti. Má þar nefna að samið var við Mosfellsbakarí um að baka sérstaka afmælistertu sem hjúkrunarfræðingar gátu keypt á afmælisdaginn 18. nóvember, afmælisþing var haldið dagana 20.­21. nóvember og að lokum afmælisboð 20. nóvember þar sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga bauð félagsmönnum sínum til móttöku. Aðalbjörg Finnbogadóttir, adalbjorg@hjukrun.is Undirbúningsnefnd ákvað strax í upphafi að afmælisþingið skyldi vera hátíð hjúkrunarfræðinga þar sem lögð yrði áhersla á jákvæðni og gleði og öllu krepputali sleppt. Það er samdóma álit þeirra sem þingið sóttu að það hafi heppnast einstaklega vel og þingið hafi verið bæði skemmtilegt og fróðlegt. Afmælisþingið sýndi svo ekki verður um villst að þekking og fagmennska í hjúkrun er gífurlega verðmæt þessari þjóð og mikilvægt að hennar njóti við á heilbrigðisstofnunum um allt land. Ekki verða einstaka fyrirlestrum gerð skil hér en vonandi eiga eftir að birtast greinar í Tímariti hjúkrunarfræðinga byggðar á fyrirlestrum afmælisþingsins. Á vefsvæði afmælisþingsins á www.hjukrun.is er að finna dagskrár þingsins í heild svo og dagskrár allra fagdeilda. Sameiginleg dagskrá við setningu og slit afmælisþingsins Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, setti afmælisþingið. Í ávarpi sínu sagði hún meðal annars: „Það að stofna sjálfstætt fag­ og stéttarfélag kvennastéttar var síður en svo sjálfgefið fyrir 90 árum. En þessar sex kjarkmiklu konur gerðu sér grein fyrir mikilvægi þess að starfa saman og standa saman í því mikla umbótastarfi sem fram undan var í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Þær gerðu sér grein fyrir mikilvægi fjölgunar fullmenntaðra hjúkrunarkvenna og þess að efla skilning stjórnvalda og almennings á mikilvægi menntunar. Einnig var eitt meginmarkmiðið með stofnun félagsins að gæta hagsmuna hjúkrunarkvenna í hvívetna. Segja má að öll þessi markmið, þessi verkefni félagsins við stofnun þess, séu enn í fullu gildi. Nú þegar við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum í heilbrigðiskerfinu, verkefnum sem við höfum aldrei staðið frammi fyrir áður, þegar á okkar fjölmennu stétt standa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.