Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 30
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 200926 Bókin skiptist í 13 kafla sem ritaðir eru af 7 hjúkrunarfræðingum sem allir hafa mikla þekkingu og reynslu af öldrunarmálum. Þeir eru Anna Birna Jensdóttir, Dagmar Huld Matthíasdóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hjaltadóttir, Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir, Margrét Gústafsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir. Fjallað er um starfsemi hjúkrunarheimila á greinargóðan hátt og gefin góð mynd af þeirri þjónustu sem heimilin hafa upp á að bjóða. Umfjöllun höfunda er á faglegum nótum og bókin er skrifuð á góðu máli og er auðveld aflestrar. Innihald og efnistök kaflanna eru mismunandi, í sumum þeirra eru dregnar saman almennar staðreyndir um efnið en aðrir byggjast á sögu þeirra sem lifa og hrærast á hjúkrunarheimilum. Í byrjun bókar er fróðleg samantekt um sögu öldrunarstofnana á Íslandi. Höfundar leggja áherslu á að búseta á eigin heimili með viðeigandi þjónustu teljist alltaf besti kosturinn til að viðhalda mannlegri reisn. Gerð er góð grein fyrir því hvaða þjónusta er í boði fyrir aldraða áður en til stofnanavistar kemur, sagt frá uppbyggingu og rekstrarformi hjúkrunarheimila á Íslandi og hvernig staðið er að fjármögnun og hver greiðsluþátttaka einstaklinga er. Greinargóðar upplýsingar eru um vistunarmatsferlið og hvert fólk á að snúa sér ef það vill sækja um búsetu á hjúkrunarheimili. Tíundaðir eru ýmsir þættir sem hafa þarf í huga við flutning á hjúkrunarheimili og góður kafli er um undirbúning og aðlögun að stofnanavistun. Í bókinni er dregin upp sannfærandi mynd af daglegu lífi á hjúkrunarheimilum. Lýst er með dæmisögum hvernig dagleg umönnun einstaklinga á hjúkrunarheimilum fer fram og einnig hvað það þýðir að vera vistaður á lokaðri deild fyrir einstaklinga með heilabilun. Einnig er bent á hvernig fjölskyldan getur aðstoðað ástvin sinn og hvernig best sé að haga heimsóknum. Sumir kaflar í bókinni byggjast á rannsóknarverkefnum um hjúkrunarheimili sem höfundar hafa átt þátt í við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Þar er fjallað um gæði lífs á hjúkrunarheimilum og gerð grein fyrir rannsóknarniðurstöðum. Þetta er mjög áhugaverð lesning sem á erindi til allra hjúkrunarfræðinga. Að lokum er fjallað um mannauð og gæði í þjónustu á hjúkrunarheimilum. Í lok bókarinnar er kynning á nokkrum hjúkrunar­ og dvalarheimilum á Íslandi og er þeim raðað eftir póstnúmerum. Fólki gefst þannig kostur á að skoða og bera saman kynningar á þessum heimilum og gefa þau flest upp heimasíðu sína. Ákvörðun um varanlega vistun á hjúkrunar heimili getur oft verið kvíðvæn­ leg fyrir einstaklinga og aðstandendur þeirra. Dóttir aldraðs manns, sem var skjól stæðingur minn, fannst tilhugsunin um að pabbi sinn færi á hjúkrunarheimili erfið. Hann var orðinn lasburða og gat ekki búið lengur heima. Hún var mjög óörugg þar sem hún hafði litla vitneskju um hvaða hjúkrunarheimili stæðu honum til boða og hvernig umsóknarferlið væri. Eftir lestur bókarinnar var hún orðin mun öruggari með að taka þessa ákvörðun með honum. Í lokin skal áréttað að mikill fengur er að þessari bók fyrir alla þá sem þurfa að leita sér upplýsinga um hjúkrunarheimili og fyrir þá sem hafa áhuga á málefnum aldraðra. Bókin á erindi til allra heilbrigðisstarfsmanna. Erla Einarsdóttir er hjúkrunarfræðingur með diplómu í öldrunarhjúkrun og forstöðu ­ maður dagþjálfunar fyrir einstaklinga með heilabilun í Drafnarhúsi. Hjúkrunarheimili: Leiðbeiningar og fróð leikur fyrir fjölskyldur á tímamótum. Höfundur: Margrét Gústafsdóttir (ritstj.) o.fl. Útgefandi: Háskólaútgáfan, Reykjavík, 2008. ISBN: 978­9979­54­ 804­1. Bókin er 142 bls. Á síðasta ári kom út bókin Hjúkrunarheimili, leið­ beiningar og fróðleikur fyrir fjölskyldur á tímamótum. Ritstjóri er dr. Margrét Gústafsdóttir og Háskóla útgáfan gefur bókina út. Markmiðið með þessari útgáfu er að gera grein fyrir þeim úrræðum sem öldruðum og fjölskyldum þeirra standa til boða á þeim tímamótum þegar þörf er á flutningi á hjúkrunarheimili. Erla Einarsdóttir, erlaei@isl.is BÓKARKYNNING LEIÐBEININGAR OG FRÓÐLEIKUR UM HJÚKRUNARHEIMILI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.