Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 10
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 20096 Skemmst er að minnast rómaðrar heimsóknar 23 félaga öldungadeildarinnar íslensku til danska félagsins í ágúst í fyrra og á danska hjúkrunarminjasafnið. Heimsóknin hefur greinilega vakið áhuga dönsku félaganna á Íslandi því að í julí sl. sóttu sjö félagar frá „Senjórítunum“ okkur heim. Þær dönsku höfðu ekki langa viðdvöl, komu fimmtudaginn 23. júlí og fóru sunnudaginn 26. júlí. Þær nýttu tímann vel, fóru í hefðbundnar skoðunarferðir, meðal annars Gullna hringinn og í Bláa lónið. Föstudaginn 24. júlí tókum við í stjórn öldungadeildarinnar á móti gestunum í Turninum í Kópavogi þar sem þeim var boðið til hádegisverðar. Við merktum þær allar með nafnspjöldum með risaletri sem María ritarinn okkar hafði útbúið. Þær bjuggu á Hótel Cabin við Borgartún og sóttum við Bergljót formaður og Ríkey varaformaður gestina þangað. Það var fallegt veður, glampandi sól og útsýnið stórkostlegt. Heldur hafði kólnað frá því sem verið hafði en óvenjuheitt hafði verið í veðri á íslenskan mælikvarða. Enn fremur buðum við Pálínu Sigurjónsdóttur, fyrrverandi formanni deildarinnar, en hún hefur verið hvað skeleggust í því að koma á og halda tengslum við danska félagið og átti hún nokkrar vinkonur í hópnum. Eftir að formaður hafði boðið gestina velkomna beið okkar glæsilegt hlaðborð, úrval margvíslegra ljúffengra rétta. Að hádegisverðinum loknum var þeim boðið í heimsókn á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Skrifstofan var að vísu lokuð vegna sumarleyfa og flestir starfsmenn fjarverandi, þar á meðal formaðurinn sem gat því ekki tekið á móti gestunum. En málum var bjargað. Félagar úr Seniorsammenslutningen, sem er danskt systurfélag öldungadeildar FÍH, sóttu Ísland heim í júlí 2009. Eins og félögum í öldungadeild Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er kunnugt er deildin í nánu og góðu sambandi við systurfélagið danska. DANSKIR GESTIR ÚR ÖLDUNGADEILD Steinunn Friðriksdóttir, sem sér um veitingar fyrir félagið, kom og undirbjó móttökuna og kunni meðal annars að opna hið mjög svo flókna öryggiskerfi sem notað er á skrifstofunni. Þegar þangað kom buðum við upp á okkar einkennisdrykk, það er sérrí – afgang úr sumarferðinni – kaffi, konfekt og ljúffengar marengskökur sem María ritari bakaði. Undir borðum fræddi Pálína gestina um öldungadeildina og sagði jafnframt í stuttu máli frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Við diska okkar Íslendinganna voru litlir svartir pakkar með danska félagsmerkinu, gjafir til okkar í stjórninni. Formaður dönsku Senjórítanna, Hanne Christiansen, hafði orð fyrir gestunum og afhenti formanni, varaformanni og Pálínu fallegt hefti, „Kvæsthuset“, en eins og mörgum hjúkrunarfræðingum er kunnugt eru þar bækistöðvar danska hjúkrunarfélagsins. Kvæsthuset er ævagömul bygging frá seinni hluta 17. aldar með merkilega sögu sem fróðlegt var að lesa um, upphaflega byggð sem sjúkrahús fyrir slasaða sjómenn eða „for flådens kvæstede søfolk“. Þaðan er nafnið komið og var sjúkrahús rekið þar í tæp 100 ár. Síðan var þar ýmiss konar starfsemi þar til danska hjúkrunarfélagið fékk þar inni árið 2005. Enn fremur afhenti hún Pálínu glæsilegt tveggja binda rit, „Sögu danska hjúkrunarfélagsins“. Ríkey varaformaður afhenti dönsku gestunum einnig gjafir frá okkur, skjalamöppur og penna merkta Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Eftir að hafa setið góða stund og rabbað saman fóru gestirnir í bæinn að skoða sig um, ýmist í miðbæinn eða Kringluna, og hvöttum við þær óspart til að versla sem mest enda afar hagstætt fyrir þær. Vonandi hafa þær orðið við því. Stjórnin vann í sameiningu að undirbúningi og hélt tvo formlega fundi auk símtala. Ríkey var tengiliður við danska hópinn. Ekki var annað að heyra en dönsku gestirnir væru ánægðir með móttökuna svo og ferðina alla. Bergljót Líndal er formaður öldungadeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Bergljót Líndal, bl@internet.is Betri apotekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is Betri apotekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.