Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 54
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 200950 Meðalaldur karla var 60,9 ár (sf=13,8; spönnun 24­90 ár), meðalhæð 179,7 cm (sf=6,0; spönnun163­199 cm), meðalþyngd 90,0 kg (sf=15,7; spönnun 53­145 kg) og meðallíkamsþyngdarstuðull 27,8 (sf=4,3; spönnun 17­42,1). Hjá konum var meðalaldur 56,4 ár (sf=14,8; spönnun 19­86 ár), meðalhæð 166,7 cm (sf=5,9; spönnun 136­182 cm), meðalþyngd 79,5 kg (sf=16,1; spönnun 49­149 kg) og meðallíkamsþyngdarstuðull 28,6 (sf=5,7; spönnun 16,1­51). Mikill meirihluti sjúklinga, eða 78,6%, (n=327), hafði ekki börn undir 18 ára aldri á heimili, 78,2% (n=325) sjúklinga voru gift eða í sambúð, 16,8% (n=70) bjuggu ein og 72,4% (n=301) voru af höfuðborgarsvæðinu. Á heimilum 26,2% sjúklinga (n=109) átti einhver annar við veikindi að stríða og hjá 12,5% (n=52) þurfti einhver á heimilinu á aðstoð að halda við daglegar athafnir. Rannsóknarspurning 1: Hversu algeng eru, hver er meðal­ styrkur og hvert er samband kvíða­ og þunglyndiseinkenna hjá skurðsjúklingum á Landspítala og heima þegar að lágmarki fjórar vikur eru liðnar frá aðgerð? Meðalstigafjöldi á HADS­kvíðakvarða heima var 3,2 (sf=2,9; spönnun 0­15; N=392) og á spítala 3,5 (sf=3,0; spönnun 0­14; N=381). Á þunglyndishluta matstækisins var meðalstigafjöldi heima 3,2 (sf=2,8; spönnun 0­16; N=386) og á spítala 3,6 (sf=2,9; spönnun 0­14; N=379). Tafla 1 sýnir sterka jákvæða fylgni á milli kvíða og þunglyndis á spítala (r=0,76) og heima (r=0,78). Tafla 2 sýnir fjölda sjúklinga sem fara yfir viðmið um hugsanlegan eða líklegan kvíða eða þunglyndi á spítala og heima, 25 sjúklingar fóru yfir viðmiðin fyrir bæði kvíða og þunglyndi á spítalanum og 21 sjúklingur heima. Sjö sjúklingar voru yfir viðmiðunum bæði á spítalanum og heima (sést ekki í töflu). Rannsóknarspurning 2: Hvert er samband einkenna kvíða og þunglyndis skurðsjúklinga á LSH við verki, almenn einkenni, þætti tengda heilsu og spítaladvöl og bakgrunnsbreytur, á spítalanum og heima þegar að lágmarki fjórar vikur eru liðnar frá aðgerð? Verkir Flestir sjúklinganna (74,8%) voru með verki fyrir skurðaðgerð og 50,1% með verkina oftast eða stöðugt. Meðaltalsstyrkur verkja á Spítalasársauka var 3,9 (sf=1,9; spönnun 0,5­9,0; N=304). Heima sögðust 273 sjúklingar (65,6%) hafa fundið fyrir verkjum vegna aðgerðarinnar frá því þeir útskrifuðust af spítalanum og voru 25,5% þeirra oft eða stöðugt með verki. Meðaltalsstyrkur verkja á Heimasársauka var 3,2 (sf=1,7: spönnun 0,5­8,0; N=133). Tafla 1 sýnir almennt veik tengsl verkja við einkenni kvíða og þunglyndis jafnt heima og á spítala, hins vegar eru miðlungstengsl á milli verkja heima og verkja á spítala. Almenn einkenni Tafla 3 sýnir fjölda og hlutfall sjúklinga sem sögðu almenn einkenni hafa valdið talsverðri til mikilli vanlíðan viku fyrir innlögn á spítala og vikuna áður en spurningalista var svarað heima. Hæst hlutfall sjúklinga sagði erfiðleika við hreyfingu valda vanlíðan bæði á spítala (49,4%) og heima (21,2%). Tafla 4 sýnir að tengsl almennra einkenna við einkenni kvíða og þunglyndis eru almennt veik. Miðlungssterk tengsl eru þó á milli þess að finna fyrir mæði eða minnisskerðingu heima og hafa einkenni kvíða og þunglyndis heima. Miðlungssterk tengsl eru á milli þess að finna talsvert eða mikið fyrir mörgum einkennum á spítala (Heildareinkenni á spítala) og hafa einkenni kvíða og þunglyndis á spítala og veik tengsl við að hafa einkenni kvíða og þunglyndis heima. Tafla 2. Fjöldi sjúklinga sem greindust með hugsanlegan eða líklegan kvíða eða þunglyndi samkvæmt svargildum HADS. Kvíði á spítala Kvíði heima Þunglyndi á spítala Þunglyndi heima Kvíði á spítala 59 ­ ­ ­ Kvíði heima 15 50 ­ ­ Þunglyndi á spítala 35 12 58 ­ Þunglyndi heima 11 25 14 45 Tafla 1. Tengsl verkja, heildareinkenna, kvíða­ og þunglyndiseinkenna heima og á spítala Heima Á spítala Einkenni kvíða Einkenni þunglyndis Einkenni kvíða Einkenni þunglyndis Spítala- sársauki Heima- sársauki Heildareinkenni spítala Einkenni kvíða heima 1 Einkenni þunglyndis heima 0,78** 1 Einkenni kvíða á spítala 0,56** 0,53** 1 Einkenni þunglyndis á spítala 0,53** 0,63** 0,76** 1 Spítalasársauki 0,12* 0,15** 0,17** 0,19** 1 Heimasársauki 0,10 0,05 0,23** 0,27** 0,35** 1 Heildareinkenni á spítala 0,19** 0,22** 0,35** 0,28** 0,27** 0,13 1 Heildareinkenni heima 0,32** 0,35** 0,35** 0,24** 0,18* 0,30** 0,36** **Marktækt við p<0,01 *Marktækt við p<0,05
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.