Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Qupperneq 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Qupperneq 54
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 200950 Meðalaldur karla var 60,9 ár (sf=13,8; spönnun 24­90 ár), meðalhæð 179,7 cm (sf=6,0; spönnun163­199 cm), meðalþyngd 90,0 kg (sf=15,7; spönnun 53­145 kg) og meðallíkamsþyngdarstuðull 27,8 (sf=4,3; spönnun 17­42,1). Hjá konum var meðalaldur 56,4 ár (sf=14,8; spönnun 19­86 ár), meðalhæð 166,7 cm (sf=5,9; spönnun 136­182 cm), meðalþyngd 79,5 kg (sf=16,1; spönnun 49­149 kg) og meðallíkamsþyngdarstuðull 28,6 (sf=5,7; spönnun 16,1­51). Mikill meirihluti sjúklinga, eða 78,6%, (n=327), hafði ekki börn undir 18 ára aldri á heimili, 78,2% (n=325) sjúklinga voru gift eða í sambúð, 16,8% (n=70) bjuggu ein og 72,4% (n=301) voru af höfuðborgarsvæðinu. Á heimilum 26,2% sjúklinga (n=109) átti einhver annar við veikindi að stríða og hjá 12,5% (n=52) þurfti einhver á heimilinu á aðstoð að halda við daglegar athafnir. Rannsóknarspurning 1: Hversu algeng eru, hver er meðal­ styrkur og hvert er samband kvíða­ og þunglyndiseinkenna hjá skurðsjúklingum á Landspítala og heima þegar að lágmarki fjórar vikur eru liðnar frá aðgerð? Meðalstigafjöldi á HADS­kvíðakvarða heima var 3,2 (sf=2,9; spönnun 0­15; N=392) og á spítala 3,5 (sf=3,0; spönnun 0­14; N=381). Á þunglyndishluta matstækisins var meðalstigafjöldi heima 3,2 (sf=2,8; spönnun 0­16; N=386) og á spítala 3,6 (sf=2,9; spönnun 0­14; N=379). Tafla 1 sýnir sterka jákvæða fylgni á milli kvíða og þunglyndis á spítala (r=0,76) og heima (r=0,78). Tafla 2 sýnir fjölda sjúklinga sem fara yfir viðmið um hugsanlegan eða líklegan kvíða eða þunglyndi á spítala og heima, 25 sjúklingar fóru yfir viðmiðin fyrir bæði kvíða og þunglyndi á spítalanum og 21 sjúklingur heima. Sjö sjúklingar voru yfir viðmiðunum bæði á spítalanum og heima (sést ekki í töflu). Rannsóknarspurning 2: Hvert er samband einkenna kvíða og þunglyndis skurðsjúklinga á LSH við verki, almenn einkenni, þætti tengda heilsu og spítaladvöl og bakgrunnsbreytur, á spítalanum og heima þegar að lágmarki fjórar vikur eru liðnar frá aðgerð? Verkir Flestir sjúklinganna (74,8%) voru með verki fyrir skurðaðgerð og 50,1% með verkina oftast eða stöðugt. Meðaltalsstyrkur verkja á Spítalasársauka var 3,9 (sf=1,9; spönnun 0,5­9,0; N=304). Heima sögðust 273 sjúklingar (65,6%) hafa fundið fyrir verkjum vegna aðgerðarinnar frá því þeir útskrifuðust af spítalanum og voru 25,5% þeirra oft eða stöðugt með verki. Meðaltalsstyrkur verkja á Heimasársauka var 3,2 (sf=1,7: spönnun 0,5­8,0; N=133). Tafla 1 sýnir almennt veik tengsl verkja við einkenni kvíða og þunglyndis jafnt heima og á spítala, hins vegar eru miðlungstengsl á milli verkja heima og verkja á spítala. Almenn einkenni Tafla 3 sýnir fjölda og hlutfall sjúklinga sem sögðu almenn einkenni hafa valdið talsverðri til mikilli vanlíðan viku fyrir innlögn á spítala og vikuna áður en spurningalista var svarað heima. Hæst hlutfall sjúklinga sagði erfiðleika við hreyfingu valda vanlíðan bæði á spítala (49,4%) og heima (21,2%). Tafla 4 sýnir að tengsl almennra einkenna við einkenni kvíða og þunglyndis eru almennt veik. Miðlungssterk tengsl eru þó á milli þess að finna fyrir mæði eða minnisskerðingu heima og hafa einkenni kvíða og þunglyndis heima. Miðlungssterk tengsl eru á milli þess að finna talsvert eða mikið fyrir mörgum einkennum á spítala (Heildareinkenni á spítala) og hafa einkenni kvíða og þunglyndis á spítala og veik tengsl við að hafa einkenni kvíða og þunglyndis heima. Tafla 2. Fjöldi sjúklinga sem greindust með hugsanlegan eða líklegan kvíða eða þunglyndi samkvæmt svargildum HADS. Kvíði á spítala Kvíði heima Þunglyndi á spítala Þunglyndi heima Kvíði á spítala 59 ­ ­ ­ Kvíði heima 15 50 ­ ­ Þunglyndi á spítala 35 12 58 ­ Þunglyndi heima 11 25 14 45 Tafla 1. Tengsl verkja, heildareinkenna, kvíða­ og þunglyndiseinkenna heima og á spítala Heima Á spítala Einkenni kvíða Einkenni þunglyndis Einkenni kvíða Einkenni þunglyndis Spítala- sársauki Heima- sársauki Heildareinkenni spítala Einkenni kvíða heima 1 Einkenni þunglyndis heima 0,78** 1 Einkenni kvíða á spítala 0,56** 0,53** 1 Einkenni þunglyndis á spítala 0,53** 0,63** 0,76** 1 Spítalasársauki 0,12* 0,15** 0,17** 0,19** 1 Heimasársauki 0,10 0,05 0,23** 0,27** 0,35** 1 Heildareinkenni á spítala 0,19** 0,22** 0,35** 0,28** 0,27** 0,13 1 Heildareinkenni heima 0,32** 0,35** 0,35** 0,24** 0,18* 0,30** 0,36** **Marktækt við p<0,01 *Marktækt við p<0,05

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.