Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 25
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 2009 21
Segulómun af eldra broti í völubeini. Þetta er áverki sem er erfitt að greina á venjulegri röntgenmynd.
for gangs flokkunar er að tryggja að allir
þjónustu þegar fái örugga og viðeigandi
meðferð um leið og þeir koma á deildina
og enginn þurfi að bíða lengur en öruggt
þykir.
Forgangsflokkunarkerfið byggist á
hugmyndum um neyðarflokkun og á rætur
sínar að rekja til hernaðar og var í fyrstu
notað til að flokka særða hermenn á
vígvöllum. Aukin aðsókn og breytingar í
bráðaþjónustu leiddu til þess að þörf var
á að leita nýrra leiða við móttöku sjúklinga
og þær bráðamóttökur, er hafa tekið upp
forgangsflokkunarkerfi, hafa náð árangri
og bætt þjónustu sína (Gilboy o.fl., 2005).
Grein Hrafnhildar Lilju og Herdísar er
hvatning fyrir hjúkrunarfræðinga á slysa
og bráðadeild til að halda áfram að
þjálfa sig til sérhæfðra verka. Næsta
skref í starfsþróun hjúkrunarfræðinga
gæti snúið að klínískri þjálfun, eins
og að meta þörf fyrir myndgreiningu
ökkla og fótaáverka með hjálp Ottawa
gátlistans. Fjölmargar rannsóknir styðja
að hæfni hjúkrunarfræðinga við mat
á ökklaáverkum með notkun Ottawa
gátlistans sé ekki síðri en lækna og
þær gefa jafnframt til kynna að þjálfun
sé það sem skiptir mestu máli.
Fyrrnefndar rannsóknarniðurstöður
Hrafnhildar Lilju og Herdísar, sem og
erlendar rannsóknir á viðfangsefninu,
styðja að ekki er dregið úr gæðum
þjónustunnar með því að færa þetta mat
í hendurnar á hjúkrunarfræðingum. Mat
á áframhaldandi meðferð er sem fyrr í
höndum lækna.
Það er álit mitt að við eigum að nýta
þessar niðurstöður, taka upp Ottawa
gát listann og breyta vinnureglunum.
Kostirnir eru margir. Þar má telja að
margir hjúkrunarfræðingar hafa lengri
starfs reynslu á bráðamóttöku en til dæmis
unglæknar sem oft sinna þessu mati.
Hjúkrunarfræðingar hafa því meiri mögu
leika á að ná þeirri færni sem þarf til að
framkvæma mat samkvæmt gát listanum.
Hjúkrunarfræðingarnir eru einnig þeir
fyrstu sem taka á móti skjól stæðingum á
slysa og bráðadeild og þeir forgangsraða
skjólstæðingum í skoðun og meðferð.
Ávinningur skjólstæðingsins er tvímæla
laust umtalsverður en hann felst í skilvirkari
þjónustu og styttri biðtíma eftir meðferð.
Einnig má ætla að með markvissari
greiningu vel þjálfaðs fagfólks þurfi færri
sjúklingar að fara í myndgreiningu.
Það er jafnframt mikilvægur þáttur í
starfsþróun hjúkrunarfræðinga að auka
hæfni þeirra og þekkingu til sérhæfðra
verka en tækifæri til faglegrar þróunar
auka starfsánægju og sjálfstraust er skila
sér síðan í betri og markvissari þjónustu
(Kingma, 2006).
Til að hægt sé að taka upp þetta verklag
þyrfti að forprófa gátlistann á slysa og
bráðadeild Landspítalans í Fossvogi og
hjúkrunarfræðingar deildarinnar þyrftu
að fá þjálfun í notkun hans. Skilgreina
þyrfti hvar í starfsþróunarferlinum á
deildinni hjúkrunarfræðingar ættu að vera
búnir að ná þessari hæfni og hvenær
heppilegt væri að byrja á að þjálfa reynda
hjúkrunarfræðinga.
Það er viðamikið verkefni fyrir hjúkrunar
fræðinga að taka upp nýtt vinnulag og
gera Ottawagátlistann hluta af starfi þeirra
á slysa og bráðadeild. En slíkt vinnulag
myndi styrkja þverfaglega samvinnu milli
hópa. Horfum fram á við og nýtum okkur
gagnreyndar rannsóknarniðurstöður sem
sýna fram á aukna skilvirkni, hagkvæmni
og bætta þjónustu skjólstæðinga. Við
þurfum ekki að finna upp hjólið til þess að
gera betur, heldur vera útsjónarsöm og
taka upp aðferðir sem hafa gefist vel.
Lilja H. Hannesdóttir er með meistara
gráðu í mannauðsstjórnun og er verk
efnastjóri á mennta og starfsþróunar
deild Landspítala.
Heimildir
Gilboy, N., Tanabe, P., Travers, D., Rosenau,
A., og Eitel, D. (2005 ). Emergency severity
index, version 4: Implementation handbook.
Rockville: AHRQ Publication.
Kingma, M. (2006). Nurse on the move: Migration
on the global health care economy. Ithaca:
Cornell University Press.
Stiell, I.G., McKnight, R.D., Greenberg, G.H.,
McDowell, I., Nair, R.C., Weels, G. A., o.fl.
(1994). Implementation of the Ottawa ankle
rules. Journal of the American Medical
Association, 271, 827832.