Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 28
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 200924 Leiðsögumaðurinn. Síðustu árin hefur Ásta farið víða um landið með sveppaáhugafólk og segir hún ferðirnar hafa verið sér mjög lærdómsríkar. árum sem ég fór fyrst að leggja mig eftir því að tína sveppi og þekkja tegundirnar,“ segir Ása um íslensku sveppina. Þeir finnast einkum og helst í skóglendi, til að mynda þjóðskógunum svonefndu sem öllum eru opnir. Margir fara til dæmis í sveppaferðir í Heiðmörkina þar sem meðal annars má finna furusvepp en á Austurlandi og nyrðra er lerkisveppur hvað algengastur. Á þessu er samt engin algild regla enda finnast sveppir líka sunnan­ og vestanlands, svo sem í skóglendinu við Mógilsá í Kollafjarðarbotni, í Borgarfirði og fyrir austan fjall svo nokkrir staðir séu nefndir. Á ferð um landið Í ferðaþjónustunni spretta sífellt upp ný svið þar sem fólk leggur land undir fót til að rækja áhugamál sín. Fuglaskoðunarferðir njóta sífellt meiri vinsælda rétt eins og leiðangrar þar sem fólk smakkar bjór, kynnir sér jarðfræði, gengur á fjöll og þannig mætti áfram telja. Þessu hefur Ása kynnst en hún var nokkrum sinnum í sumar og haust leiðsögumaður hópa sem áhuga höfðu á að skoða og tína sveppi sér til matar. „Undanfarið hefur verið talsvert að gera hjá mér sem leiðsögumaður sveppa áhuga­ fólks. Í ágúst fór ég afar skemmtilega fimm daga ferð um Vesturland og Vestfirði með hóp Svía sem allir hafa lengi stundað sveppatínslu og lærði ég ekki síður af þeim. Þá fór ég fyrir skipulagðri gönguferð um sveppaslóðir í Heiðmörk nú í september sem Skógræktarfélag Reykjavíkur stóð fyrir og heppnaðist hún vel og var fjölmenn.“ Fleiri bækur bíða Ása Margrét Ásgrímsdóttir er svæfingar­ hjúkrunarfræðingur og hefur starfað lengi sem slík. Fyrst var hún á Landa­ kots spítala allt þar til honum var breytt í öldrunar stofnun. Um tíu ára skeið eða allt fram til síðustu áramóta vann hún á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði við svæfingarhjúkrun en hefur einnig meðal annars unnið á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. „Í fyrra var ég komin á þann tímapunkt í lífinu að mig langaði til að snúa mér að öðrum viðfangsefnum. Hafði líka svigrúm til þess og ákvað að nýta mér það. Þá var efst á blaði að ljúka við bókina góðu auk þess sem fjölmörg önnur viðfangsefni bíða. Ég er að vísu ekki alveg hætt störfum sem hjúkrunarfræðingur því ég vinn við svæfingar hjá barnatannlækni nokkra daga í mánuði. Það er ekki útilokað að ég skrifi fleiri bækur um íslenska sveppi, til dæmis hvernig megi úr þeim lita garn, auk þess sem ég hef áhuga á að skrifa matreiðslubók þar sem sveppir koma við sögu. Hvort af þessu verður mun tíminn leiða í ljós.“ Fréttapunktur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga styrkir ár hvert verðugt verkefni í stað þess að senda jólakort til vina og velunnara. Í ár styrkir félagið Rauða kross Íslands um 200.000 kr. með þeim tilmælum að styrkurinn verði nýttur fyrir bágstödd börn hér á landi. Jólastyrkur FÍH 2009 veittur Rauða krossi Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.