Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 33
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 2009 29
Frú Vigdís Finnbogadóttir, heiðursfélagi FÍH,
ávarpar þinggesti.
Dagskráin skoðuð af athygli. Erfitt var að velja
á milli fyrirlestra.
Stund á milli stríða.
öll spjót, þurfum við að starfa saman
og standa saman líkt og kollegar okkar
forðum. Við þurfum að standa vörð um
hjúkrunina og skjólstæðinga okkar.“
Frú Vigdís Finnbogadóttir, heiðursfélagi
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,
og fyrrverandi forseti Íslands var
heiðursgestur afmælisþingsins. Hún
ávarpaði þinggesti í upphafi þings
og sagði m.a. frá æskuminningum
sínum og uppvexti, sem var samofinn
formennsku móður hennar, frú Sigríðar
Eiríksdóttur, sem var formaður Félags
íslenskra hjúkrunarkvenna í 36 ár, og frá
kynnum sínum af hjúkrunarkonum og
hjúkrunarfélaginu, af einstakri hlýju og
léttleika sem henni einni er lagið. Sagðist
hún meðal annars hafa verið „sendill fyrir
hjúkrunarfélagið“ og hafi það verið henni
mikill og góður skóli fyrir lífið.
Sigþrúður Ingimundardóttir, heiðursfélagi
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og
fyrrverandi formaður Hjúkrunarfélags
Íslands, ávarpaði einnig þingheim og rakti
sögu hjúkrunar út frá sinni eigin sögu
sem hjúkrunarfræðings á skemmtilegan
og fræðandi hátt, og ungliðadeild FÍH sá
um spurningarkeppni á léttu nótunum þar
sem þekking þinggesta á sögu hjúkrunar
var könnuð og kallaðist sá liður Logar
lampinn?
Þar sem afmælisþingið var byggt upp
á framlagi fagdeilda FÍH kom upp sú
hugmynd í undirbúningsnefndinni að
fylgja eftir sjúklingi frá innlögn til útskriftar
á sjúkrahús og skoða á þann hátt hvar
og hvernig hjúkrunarfræðingar eiga
þátt í umönnun sjúklingsins. Þorsteinn
Jónsson hjúkrunarfræðingur tók að sér
að gera þessari hugmynd skil og gerði
hann það á ógleymanlegan hátt þar sem
tæknin var nýtt til hins ýtrasta. Þorsteinn
fylgdi eftir í máli og myndum ungri stúlku
sem lenti í bílslysi og slasaðist alvarlega,
hjúkrun hennar inni á spítalanum og eftir
útskrift. Í stuttu máli má segja að alls hafi
sinnt hjúkrun hennar hjúkrunarfræðingar
sem tilheyrðu um 10 fagdeildum.
Félagið hefur allt frá upphafi lagt mikla
áherslu á að vera virkur þátttakandi í
alþjóðlegu samstarfi. Árið 1923 gerist
Félag íslenskra hjúkrunarkvenna aðili að
Samvinnu hjúkrunarfræðinga á Norður
löndum (SSN) og 1933 meðlimur í
Alþjóðaráði hjúkrunarfræðinga (ICN).
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga þáði
boð Evrópusamtaka hjúkrunarfræðinga
(EFN) um aukaaðild að samtökunum
árið 1998 þar sem Ísland var ekki aðili
að ESB, en frá árinu 2003 hefur félagið
verið með sem fullgildur aðili. Jón
Aðalbjörn Jónsson, aðþjóðafulltrúi Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga, sagði frá
alþjóðasamstarfi félagsins og greindi
sérstaklega frá nýjasta samstarfsverkefni
SSN sem er þróun hjúkrunarnæmra
gæðavísa. Þessi vinna hefur verið tekin
upp hjá norrænu ráðherranefndinni og
víðar.
Vinnugleði og jákvæðni í starfi var titill
á fyrirlestri Steinunnar I. Stefánsdóttur,
sérfræðings í streitufræðum og viðskipta
sálfræði. Þessi titill og umræðu efnið
var í anda afmælisþingsins og fjallaði
Steinunn í erindi sínu um hvernig hver
og einn einstaklingur getur haft áhrif á
líðan sína í lífi og starfi með því að taka
ábyrgð á aðstæðum og taka ákvörðun
um það að skapa jákvætt andrúmsloft á
vinnustaðnum sjálfum sér, samstarfsfólki
og skjólstæðingum til góða. Benti hún á
að jákvæðni væri smitandi en neikvæðni
væri bráðsmitandi og því þyrftu allir að
sameinast um það að láta jákvæðnina ná
yfirhöndinni.
Fagdeildarþing í framtíðinni?
Mikil aðsókn var að afmælisþinginu.
Rúmlega 400 þátttakendur voru skráðir
og komust því miður færri að en vildu.
Þar sem þetta fyrirkomulag féll í góðan
jarðveg hjá þinggestum er trúlegt að
svipað fyrirkomulag verði endurtekið í
framtíðinni. Munu þá vonandi allir komast
að sem vilja.