Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 56
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 200952
Þau sterku tengsl einkenna kvíða og þunglyndis á spítala, sem
fram koma við einkenni kvíða og þunglyndis heima, benda
þó sterklega til þess að fylgja beri vel eftir sjúklingum sem á
spítalanum sýna merki um kvíða eða þunglyndi. Nýleg rannsókn
á notkun HADS við að greina einkenni kvíða og þunglyndis hjá
hjartasjúklingum í endurhæfingu á Reykjalundi sýndi að notkun
matstækisins bætti engu við klínískt mat hjúkrunarfræðinga og
lækna við venjubundna innlögn (Karl Kristjánsson o.fl., 2007).
Venjubundin innritunar eða útskriftarviðtöl á skurðdeildum
Landspítala fela hins vegar ekki í sér kerfisbundið klínískt mat þar
sem sérstaklega er skoðuð sálræn líðan sjúklinga. Niðurstöður
þessarar rannsóknar sýna þó að einmitt beri að leggja meiri
áherslu á slíkt mat hjúkrunarfræðinga á líðan sjúklinga. Einnig
mætti leggja meiri áherslu á umönnun þar sem ánægja með
hana er tengd minni einkennum um kvíða og þunglyndi.
Hið sterka samband, sem kom í ljós á milli kvíða og
þunglyndiskvarðanna, getur bent til þess að kvarðarnir greini
ekki nægjanlega á milli einkenna kvíða og þunglyndis heldur
mæli í raun sama fyrirbærið sem mætti nefna „sálræna
vanlíðan“. Þetta þyrfti þó að skoða betur og leggja áherslu á
markmiðið með notkun kvarðans, en kvarðinn var settur fram
til skimunar en ekki til greiningar (Herrmann, 1997).
Í ljósi þess að u.þ.b. 50 sjúklingar sýna einkenni um sálræna
vanlíðan er full ástæða til að búa til greiningaraðferð á
skurðdeildum LSH, ekki síst í ljósi alvarlegra afleiðinga sem
ómeðhöndluð vanlíðan getur haft á sjúklinga (sjá umfjöllun
í inngangi). Slíkt greiningartæki gæti nýst bæði við að vísa
sjúklingum áfram til nákvæmara mats og viðeigandi meðferðar
hjá öðrum sérfræðingum og til markvissrar hjúkrunar.
Veik marktæk tengsl voru á milli hinna ýmsu almennu einkenna,
sem spurt var um, og einkenna kvíða og þunglyndis. Við túlkun
á þessum niðurstöðum þarf að hafa í huga að stærð úrtaka, eins
og í þessari rannsókn, getur haft áhrif á marktækni tengslanna
þannig að veik tengsl geta orðið marktæk. Saman fór að finna
fyrir einkennum kvíða og þunglyndis heima og að finna fyrir
mörgum líkamlegum einkennum heima og þá sérstaklega
mæði, minnisleysi og erfiðleikum með hreyfingu. Önnur leið til
að finna sjúklinga, sem hugsanlega þjást af sálrænni vanlíðan,
er að fylgja þeim eftir með símtölum þar sem spurt væri um
valin einkenni kvíða og þunglyndis, verki, hreyfingu, matarlyst
og fleiri atriði sem lúta að daglegu atferli (Ai o.fl., 2006; Baker
o.fl., 2001; BenZur o.fl., 2000; Connerney o.fl., 2001; Mitchell,
2005; PignayDemaria o.fl., 2003). Niðurstöður sýndu að það
að finna samtímis fyrir mörgum af þeim 12 einkennum, sem
spurt var um, tengdist einkennum kvíða og þunglyndis. Í ljósi
þessa teljum við ástæðu til að huga sérstaklega að sjúklingum
sem finna fyrir mörgum einkennum samtímis á spítalanum.
Það kemur tæpast á óvart að fleiri kvíða og þunglyndiseinkenni
fari saman við að afturbati og árangur aðgerðar sé ekki í
samræmi við batann. Niðurstöður okkar um að konur, yngri
sjúklingar og sjúklingar, þar sem aðrir heimilismenn eiga
við veikindi að stríða, finni frekar fyrir einkennum kvíða er í
samræmi við niðurstöður annarra (Karanci og Dirik, 2003;
Kocaman o.fl., 2007). Aukinn kvíða þessara einstaklinga má
ef til vill skýra með umönnunarálagi, að þeir kvíði því að geta
ekki sjálfir sinnt umönnun heimilismanna vegna endurbata eftir
aðgerð. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar á skurðdeildum
séu vel á verði um þessa áhættuhópa við hjúkrunarmeðferð
Tafla 4. Tengsl kvíða og þunglyndiseinkenna við vanlíðan vegna eftirtalinna einkenna 7 dögum fyrir innlögn á sjúkrahús (spurt á sjúkrahúsi)
og vanlíðan heima vikuna áður en spurningalista er svarað (heima).
Spurt um einkenni viku fyrir innlögn Spurt um einkenni sl. viku heima
Á spítala Heima Á spítala Heima
Einkenni
Einkenni
kvíða
Einkenni
þunglyndis
Einkenni
kvíða
Einkenni
þunglyndis
Einkenni
kvíða
Einkenni
þunglyndis
Einkenni
kvíða
Einkenni
þunglyndis
Niðurgangur 0,09 0,13* 0,17 0,05 0,11 0,13* 0,09 0,11
Ógleði 0,13** 0,15* 0,09 0,14* 0,14* 0,14* 0,20** 0,19**
Hægðatregða 0,19** 0,14* 0,11 0,11 0,07 0,03 0,14* 0,09
Uppköst 0,10 0,04 0,03 0,03 0,02 0,02 0,01 0,03
Þvagtregða 0,07 0,02 0,09 0,07 0,03 0,01 0,04 0,02
Þvagmissir 0,19** 0,16** 0,18** 0,11 0,14* 0,07 0,09 0,06
Minnisskerðing 0,29** 0,27** 0,21** 0,20** 0,28** 0,19** 0,29** 0,30**
Erfiðleikar í kynlífi 0,27** 0,26** 0,14* 0,20** 0,17* 0,12* 0,14* 0,22**
Erfiðleikar með hreyfingu 0,17** 0,16** 0,13* 0,14* 0,25** 0,19** 0,27** 0,29**
Lystarleysi 0,19** 0,17** 0,09 0,12** 0,17** 0,13** 0,20** 0,18**
Erfiðleikar við að borða 0,18** 0,11 0,01 0,00 0,10 0,05 0,12* 0,12
Mæði 0,24** 0,19** 0,17** 0,18** 0,2** 0,16** 0,32** 0,32**
**Marktækt við p<0,01
*Marktækt við p<0,05