Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 44
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 200940 verðlaunakjarnanum um 45 prósent og einstaklingurinn finnur fyrir vellíðan eða sælutilfinningu. Þar með aukast líkur á að hann endurtaki verknaðinn, með öðrum orðum svokölluð jákvæð styrking hegðunar á sér stað (Alþjóðaheilbrigðis­ málastofnunin, 2004). Vímuefni hafa gríðarleg áhrif á verðlauna­ braut heilans og til dæmis auka amfetamín og kókaín losun dópamíns í verðlaunakjarnanum um 500 prósent. Því er ljóst að vímuefni eru afar sterkir hvatar til jákvæðrar styrkingar og einstaklingurinn því líklegri til að neyta vímugjafans aftur til að reyna að fá sömu nautn og vellíðanartilfinningu. Öll vímuefni hafa þannig styrkingareiginleika sem skipta sköpum í þróun vímuefnafíknar. Vímuefni hafa þó ekki einungis áhrif á verðlaunabrautina heldur breytist lífeðlisfræðileg samsetning brautarinnar og þar með heilans vegna langvarandi neyslu. Rannsóknir sýna að við endurtekna notkun vímuefna verður næming (sensitization) í verðlaunabrautinni fyrir tilteknu vímuefni og verðlaunaáhrif vímuefnisins, sem einstaklingurinn finnur, aukast (Alþjóðaheilbrigðismálastofnun­ in, 2004). Við langvarandi notkun flestra vímuefna margfaldast magn dópamíns sem og fjöldi dópamínviðtaka á frumum verðlaunakjarnans. Fjölgun þessara viðtaka (up­regulation) verður til þess að neytandinn þarf stærri og stærri skammta af tilteknu vímuefni til að fá sömu áhrif og áður. Þegar neyslu vímuefna er hætt lækkar magn dópamíns hratt í verðlaunakjarnanum en fækkun dópamínviðtaka (down­ regulation) á frumum verðlaunakjarnans tekur miklu lengri tíma (Malliarakis og Lucey, 2007). Þannig veldur langvarandi vímuefnaneysla breytingum á byggingu frumna verðlaunakjarnans og þegar neyslu vímuefna er hætt er ekki nægjanlegt dópamín til staðar í frumunum til að tengjast þessum fjölmörgu viðtökum. Á þessum tíma er því töluverður dópamínskortur í verðlaunakjarnanum sem veldur neikvæðu tilfinningalegu ástandi er einkennist af vanlíðan, kvíða, pirringi og lélegri tilfinningastjórnun. Því er ljóst að lífeðlisfræðilegar breytingar í heila sökum langvarandi vímuefnaneyslu liggja til grundvallar þeim sálrænu fráhvarfseinkennum sem einstaklingar finna fyrir þegar þeir hætta notkun vímuefna (Koob, 2005). Vímuefnaneysla á Íslandi Í vestrænum samfélögum er áfengi aðalvímugjafinn og þar er Ísland engin undantekning. Heilarneysla áfengis á Íslandi hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 1993 og neysluvenjur þjóðarinnar breyst. Neysla bjórs og léttvíns hefur aukist á sama tíma og dregið hefur úr neyslu sterkra drykkja. Vaxandi áfengisneysla veldur almennt fleiri vandamálum fyrir einstaklinga og samfélagið. Hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin áætlað að í heiminum megi rekja yfir 9% af ótímabærri fötlun eða dauðsföllum beint til neyslu áfengis (Heilbrigðisráðuneytið, 2005; Landlæknisembættið, 2007b). Erlendar rannsóknir sýna að um 10­15 prósent karla og 5 prósent kvenna glíma við áfengisfíkn. Tíðni áfengisfíknar á Íslandi hefur mælst á bilinu 3,5­6,3 prósent í rannsóknum (Heilbrigðisráðuneytið, 2005) og í árslok 2005 höfðu 9,6 prósent þálifandi íslenskra karla eldri en 15 ára innritast í áfengis­ og vímuefnameðferð á Vog, sjúkrahús SÁÁ (SÁÁ, 2006). Hlutfall kvenna í áfengismeðferð á Íslandi hefur aukist jafnt og þétt í gegnum árin en samkvæmt árskýrslu SÁÁ (2007) var hlutfall kvenna það ár orðið rúm 30 prósent af öllum þeim sem innrituðust í áfengismeðferð hjá samtökunum. Á Íslandi hefur neysla ólöglegra vímuefna á borð við amfetamín, kókaín og maríjúana aukist gríðarlega frá árinu 1996. Árið 2005 greindist helmingur þeirra sem innrituðust í meðferð á Vog með fíkn í eitthvert ólöglegt vímuefni. Þannig hefur hlutfall fíkla, sem neyta ólöglegra vímuefna í sjúklingahópi SÁÁ, aukist úr 18,5 prósentum árið 1994 í 48,6 prósent árið 2005 (SÁÁ, 2007). Undanfarin ár hefur aukist til muna á Íslandi að lyfja, ætluðum til lækninga, sé neytt til að komast í vímu. Hér er um að ræða ópíumefni, amfetamínlík lyf og róandi ávanalyf. Í ársskýrslu SÁÁ (2007) kemur fram að vinsælustu lyfin á ólöglega vímuefnamarkaðnum eru rítalín og contalgintöflur. Því er ljóst að áfengis­ og vímuefnafíkn veldur gríðarlegum heilsufars­ og félags­ vanda í íslensku samfélagi. Mikil vægt er að greina vandann snemma og grípa inn í eins fljótt og hægt er og þar eru hjúkrunarfræðingar, sem starfa víðs vegar í heilbrigðisþjónustunni, í lykilhlutverki. Þannig starfa hjúkrunarfræðingar bæði inni á spítölum og úti í samfélaginu en talið er að að minnsta kosti 20 prósent þeirra sem hjúkrunarfræðingar sinna glími við vandamál er tengjast áfengisneyslu og annarri vímuefnaneyslu (Allen, 1996). Hjúkrunarfræðingar þurfa því að þekkja birtingarmyndir og líkamleg einkenni sem benda til vímuefnamisnotkunar og í samskiptum sínum við skjólstæðinga þurfa þeir að nýta vel þau tækifæri sem gefast til skimunar. Skimun og stutt íhlutun vegna áfengisvanda Í desember 2007 gaf landlæknisembættið út klínískar leiðbeiningar um greiningu og meðhöndlun áfengisvanda í heilsu­ gæslu. Finna má leiðbeiningarnar á vef landlæknisembættisins. Þar er fjallað um birtingarmynd áfengisvanda, greiningu, mat, stutta íhlutun, afeitrun, fjölskylduráðgjöf, tilvísanir og eftirfylgd (Landlæknisembættið, 2007b). Þó að leiðbeiningarnar séu gerðar fyrir Verðlaunabraut heilans. Heimild: National Institute of Drug Abuse (NIDA). „Talið er að að minnsta kosti 20 prósent þeirra sem hjúkrunarfræðingar sinna glími við vandamál er tengjast áfengisneyslu og annarri vímuefnaneyslu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.