Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Síða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Síða 15
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 2009 11 Níu tilfelli af sullaveiki hafa verið greind til þessa, flest úr gröfum miðaldra einstaklinga sem voru jarðaðir saman innan klausturgarðsins. Það að nánast allir sullaveiku einstaklingarnir hafi verið jarðaðir saman, kann að benda til ákveðinnar skilgreiningar á þessum tiltekna sjúkdómi og þá að þeir hafi fengið sams konar meðferð í lifanda lífi eða gagnvart Guði, ef dauðinn var álitin lækning (Steinunn Kristjánsdóttir og Cecilia Collins, í prentun). Eins og þekkt er flyst sullaormurinn frá hundum til manna. Hann kemur sér síðan venjulega fyrir í einhverju líffæri og myndar þar blöðru (Jón Ólafur Ísberg, 2005). Blaðra þessi kalkgerist með tímanum í jarðveginum. Líktust þær sem fundust á Skriðuklaustri mismunandi stórum fuglseggjum. Í sumum gröfum voru fleiri en eitt egg en það stærsta mældist um 17 cm í þvermál. Ekki hefur svo stór sullablaðra fundist nokkurs staðar við fornleifarannsóknir áður, en augljóst er að þessi einstaklingur, sem var kona, hefur gengið með sullaorminn í þó nokkurn tíma (mynd 3). Hann hafði í þessu tilviki sest að í lifur hennar en auk þess var konan með sárasótt (Steinunn Kristjánsdóttir og Cecilia Collins, í prentun). Leifar sullaveikiblaðra hafa aðeins einu sinni fundist áður við fornleifauppgröft hérlendis. Það var í gröf fullorðinnar konu í kirkjugarðinum í Viðey og er hún talin vera frá 18. eða 19. öld (Hildur Gestsdóttir, 2004). Eitt tilfelli berkla hefur verið staðfest á beinagrind eldri konu. Kalkgerðar leifar sjúkdómsins fundust á bringubeini hennar. Auk berklanna þjáðist konan af langvinnri lungnabólgu og sjá mátti skýr merki hennar á rifbeinunum. Eitt þeirra var brotið, sjálfsagt vegna álags við hóstaköst, en beinið hafði ekki náð að gróa aftur þrátt fyrir nýbeinsmyndun (Guðný Zoëga, 2007). Sömuleiðis hafa alvarlegar sýkingar af völdum tannslits greinst á höfuðkúpum þriggja beinagrinda. Þess konar sýkingar, líkt og lungnabólga, skilja ekki eftir sig merki á beinum nema um langvinn tilfelli sé að ræða. Í einu tilfellinu hafði sýkingin jafnvel dregið viðkomandi einstakling til dauða (mynd 4). Hvað varðar hörgulssjúkdóma þá hafa beinkröm og skyrbjúgur einkum verið áberandi. Einkenni um beinkröm, sem rakin eru til skorts á kalki og D­vítamíni, koma fram með þeim hætti að leggjarbein handa og fóta eru áberandi bogin. Einkenni skyrbjúgs, sem stafar af langvarandi skorti á C­vítamíni, birtast aftur á móti aðallega sem hrúður inni í augntóftum hauskúpa (Pacciani, 2006, 2007). Þær beinagrindur, sem báru einkenni um beinkröm, voru einkum af eldri fólki en þeir sem höfðu skyrbjúg dóu tiltölulega ungir. Höfðu þeir allir yfirleitt aðra sjúkdóma fyrir og því er ekki ljóst hvort skorturinn sjálfur dró þá til dauða (Cecilia Collins, munnleg heimild). Ein beinagrindanna, sem bar skýr einkenni skyrbjúgs, var einnig með skarð í góm og hefur fötlunin getað valdið vaneldinu. Það vekur engu að síður athygli að þessi einstaklingur hafði náð unglingsaldri en börn, sem fæðast með slíka fötlun, skortir getu til að sjúga og þar með til þess að nærast með eðlilegum hætti. Næringarskortur varð þeim því að líkindum oftast að aldurtila strax í bernsku nema mikið væri haft við (mynd 5). Mynd 3. Ríflega 17 cm stór sullablaðra fannst í kviðarholi einnar beinagrindarinnar. Hefur sullurinn hér sest að í lifrinni. Mynd 4. Einföld ígerð í góm vegna tannslits gat dregið fólk til dauða. Mynd 5. Einn einstaklingur hafði lifað til unglingsaldurs með skarð í góm.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.