Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 46
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 200942 heilbrigðisstarfsfólk í heilsugæslu geta þær vel nýst hjúkrunarfræðingum, hvar sem þeir starfa í heilbrigðisþjónustu landsins, til skimunar, mats og stuttrar íhlutunar vegna áfengisfíknar. Sambærilegar klínískar leiðbeiningar fyrir greiningu og meðhöndlun vímuefnavanda hafa ekki verið gerðar enn sem komið er. Óhófleg áfengisneysla hefur afar skaðleg áhrif á flest líffærakerfi mannsins sem og margar slæmar félagslegar afleiðingar. Einstaklingum með áfengisfíknisjúkdóm er hættara við háþrýstingi, magabólgum eða magablæðingum, hjartabilun, brisbólgu, heilablóðfalli, sýkingum, kvíða­ eða þunglyndisköstum, minnisleysi, sjálfsskaða, taugaskemmdum og svona mætti lengi telja. Þeir sem neyta áfengis í óhófi eru líklegri en aðrir til að koma oftar á bráðamóttöku sjúkrahúsa vegna slysa eða höfuðáverka, vera oftar fjarverandi frá vinnu, glíma við erfiðleika í sambúð og stunda ýmislegt ólöglegt athæfi (Landlæknisembættið, 2007a). Ef grunur vaknar um að einstaklingur eigi við áfengisvanda að stríða skal hjúkrunarfræðingur samkvæmt klínískum leiðbeiningum leggja skimunartæki fyrir viðkomandi (Landlæknisembættið, 2007b). CAGE­sjálfsprófið er einfalt skimunar tæki sem inniheldur eftirfarandi fjórar spurningar: 1. C: hefur þér einhvern tíma fundist að þú þyrftir að draga úr drykkjunni? 2. A: hefur fólk gert þér gramt í geði með því að setja út á drykkju þína? 3. G: hefur þér einhvern tíma liðið illa eða haft sektarkennd vegna drykkju þinnar? 4. E: hefur þú einhvern tíma fengið þér áfengi að morgni til að laga taugakerfið eða losa þig við timburmenn? Jákvætt svar við tveimur eða fleiri spurningum í sjálfsprófinu benda til áfengisvanda og að frekari greiningar sé þörf, samanber greiningarviðmið ICD­10 (Landlæknisembættið, 2007c). AUDIT (Alcohol Use Disorder Identification Test) er annað sjálfspróf gagnlegt til skimunar á áfengisvanda. Prófið var þróað af Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni og í því eru 10 spurningar sem skima vel eftir óhóflegri áfengisneyslu og hættu á líkamlegum fráhvarfseinkennum sé áfengisneyslu hætt (sjá textabox hér í greininni). Ef AUDIT­skimunarprófið er jákvætt samkvæmt leiðbeiningum bendir 1. Hversu oft færð þú þér áfengan drykk? a. Aldrei b. Einu sinni í mánuði eða sjaldnar c. 2­4 sinnum í mánuði d. 2­3 sinnum í viku e. 4 sinnum eða oftar í viku 2. Hversu marga drykki færð þú þér á venjulegum degi þegar þú drekkur? a. Engan b. 1­2 c. 3­4 d. 5­6 e. 7­9 f. 10 eða fleiri 3. Hversu oft færð þú þér meira en 6 drykki þegar þú neytir áfengis? a. Aldrei b. Sjaldnar en mánaðarlega c. Mánaðarlega d. Vikulega e. Daglega eða næstum daglega 4. Hversu oft á síðastliðnu ári áttaðir þú þig á því að þú gast ekki hætt að drekka þegar þú varst á annað borð byrjuð/ byrjaður? a. Aldrei b. Sjaldnar en mánaðarlega c. Mánaðarlega d. Vikulega e. Daglega eða næstum daglega AUDIT-sjálfspróf vegna áfengisneyslu Átta stig eða meira (hjá karlmönnum að 60 ára) eða fjögur stig eða meira (hjá konum, unglingum og karlmönnum eldri en 60 ára) benda til áfengisvanda og kalla á frekari greiningu. Stigagjöf: a = 0, b = 1, c = 2, d = 3, e = 4 5. Hversu oft á síðastliðnu ári gerðir þú ekki það sem venjulega er ætlast til af þér, vegna drykkju? a. Aldrei b. Sjaldnar en mánaðarlega c. Mánaðarlega d. Vikulega e. Daglega eða næstum daglega 6. Hversu oft á síðastliðnu ári hefur þú þurft að fá þér áfengi að morgni til að koma þér af stað eftir mikla drykkju? a. Aldrei b. Sjaldnar en mánaðarlega c. Mánaðarlega d. Vikulega e. Daglega eða næstum daglega 7. Hversu oft á síðastliðnu ári hefur þú fundið til eftirsjár eða sektarkenndar eftir drykkju? a. Aldrei b. Sjaldnar en mánaðarlega c. Mánaðarlega d. Vikulega e. Daglega eða næstum daglega 8. Hversu oft á síðastliðnu ári hefur þú ekki getað munað það sem gerðist kvöldið áður vegna þess að þú hafðir drukkið áfengi? a. Aldrei b. Sjaldnar en mánaðarlega c. Mánaðarlega d. Vikulega e. Daglega eða næstum daglega 9. Hefur þú eða einhver annar slasast eða meiðst vegna drykkju þinnar? a. Aldrei b. Sjaldnar en mánaðarlega c. Mánaðarlega d. Vikulega e. Daglega eða næstum daglega 10. Hefur ættingi, vinur, læknir eða annar heilsugæslustarfsmaður haft áhyggjur af drykkju þinni eða stungið upp á því að þú minnkaðir eða hættir neyslu áfengis? a. Aldrei b. Sjaldnar en mánaðarlega c. Mánaðarlega d. Vikulega e. Daglega eða næstum daglega Heimild: Klínískar leiðbeiningar um greiningu og meðhöndlun áfengisvanda í heilsugæslu. (Landlæknisembættið, 2007b).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.