Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 40
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 200936 „Markþjálfun er skilvirk leið til þess að efla sig í starfi og hún gæti hentað mörgum. Hægt er að ná markmiðum sínum hraðar og með auðveldari hætti en með öðrum aðferðum,“ segja Björg Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Baldursdóttir en þær hafa báðar verið stjórnendur á Landspítala um margra ára skeið. Hrafnhildur hefur verið deildarstjóri á 13D síðastliðið 21 ár. Deildin hefur verið skurðdeild, æðaskurðdeild, þvag­ færa skurðdeild og er nú dagdeild skurð­ lækningasviðs. Hrafnhildur las um mark­ þjálfun í grein og sá strax að aðferðirnar, sem þar var lýst, myndu henta henni mjög vel til þess að efla sig sem stjórnandi. Fyrir þremur árum var boðið upp á nám­ skeið í markþjálfun á Íslandi og ákvað hún lengi verið þekkt aðferð í íþróttum og er hún nú orðin vinsæl meðal stjórnenda, sérstaklega vestanhafs. Aðferðin er oft umtalsefni í greinum og bókum um stjórnun. Íslensk þýðing hefur verið nokkuð á reiki en markþjálfun virðist nú hafa fest sig í sessi. Fyrirbærið fékk fyrst slæmt orð á sig þar sem það tíðkaðist að stjórnendur, sem höfðu staðið sig illa, voru sendir í markþjálfun. Smám saman gerðu menn sér þó grein fyrir að það voru íþróttamennirnir sem voru með einkaþjálfara sem náðu besta árangrinum. Það sama á við um stjórnendur. Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) gaf nýlega út vinnubók um markþjálfun og hefur með því staðfest að markþjálfun er eitthvað sem kemur hjúkrunarfræðingum við. Bókin var kynnt í síðasta tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga. „Hugmyndin með markþjálfun er sú að það er fyrst og fremst einstaklingurinn sem er að vinna. Markþjálfinn skapar aðstæður þannig að einstaklingurinn sjái sjálfur lausnirnar og finni þær,“ segir Hrafnhildur. „Markþjálfinn er hvorki ráðgjafi, lærimeistari né meðferðaraðili.“ Að námi loknu bauð hún yfirmanni sínum að sinna markþjálfun og gerði samning um að nota tvær klukkustundir í viku í að þjálfa deildarstjóra á Landspítala. Björg hefur nálgast markþjálfun frá aðeins öðru sjónarmiði. „Ég hef sinnt handleiðslu að fara. Björg hefur verið deildarstjóri og framkvæmdastjóri á geðsviði í mörg ár og hefur sinnt handleiðslu síðan 1987. Hún starfar nú sem þróunarráðgjafi í hjúkrun. Björg tók námskeið hjá sömu aðilum og Hrafnhildur, frétti af henni þar og ákvað að hafa samband. Það eru því tveir af reyndustu stjórnendum Landspítala sem nú stunda markþjálfun. Þær hittast reglulega og bera saman bækur sína. Tímarit hjúkrunarfræðinga fékk að vera með á fundi þeirra og heyra meira um hvað markþjálfun er. Hvað er markþjálfun? Á ensku heitir markþjálfun coaching og kannast örugglega margir lesendur frekar við þetta orð. Coaching hefur MARKÞJÁLFUN Í HJÚKRUN Markþjálfun er nýyrði í íslensku og einnig ný hug­ mynd í hjúkrun. Hún byggist þó á hugsunarhætti sem er að mörgu leyti hjúkrunarfræðingum tamur. Nokkrir hjúkrunarfræðingar hafa lært markþjálfun og segja tveir þeirra hér frá kynnum sínum af þessari aðferð til þess að aðstoða menn við að ná sínum markmiðum. Christer Magnusson, christer@hjukrun.is Hrafnhildur Baldursdóttir, deildarstjóri á deild 13D, og Björg Guðmundsdóttir, þróunarráðgjafi í hjúkrun á Landspítala. „Hlutverk markþjálfans er ekkert ósvipað handleiðarans en aðferðirnar og tæknin eru öðruvísi,“ segir Björg Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.