Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Page 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Page 48
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 200944 Með hreinlæti er hægt að hafa mikil áhrif á það hvort sjúkdómar dreifist milli fólks. DÚX hreinlætisvörurnar frá Mjöll Frigg eru áhrifaríkar en mildar og fara vel með húð og hendur. DÚX hreinlætisvörurnar hafa verið notaðar á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum árum saman og reynst vel. DÚX vörulínan fæst einnig í minni einingum sem henta vel til notkunar á heimilum. DÚX sótthreinsar, mýkir, verndar og græðir. GÖNGUM HREIN TIL VERKS Claire Bertschinger er breskur hjúkrunarfræðingur og vann hún í mörg ár fyrir alþjóðadeild Rauða krossins. Fyrsta starfið utan heimalandsins var reyndar í Panama og í Indónesíu sem hjúkrunarfræðingur fyrir breska vísindastofnun. Vinna hennar við að bjarga börnum í Eþíópíu 1984 komst í heimspressuna og varð kveikjan að Live Aid­söfnuninni sem Bob Geldorf stóð fyrir. Í Eþíópíu þurfti hún að taka ákvörðun um hvaða börn fengju mat og hver ekki og myndu í framhaldinu deyja og hafði þessi reynsla djúpstæð áhrif á hana. Vegna vinnuálags og einangrunar HJÚKRUNARHETJUR AÐ FLYTJA FJÖLL Í þessu tölublaði byrjar ný greinaröð í Tímariti hjúkrunarfræðinga. Á komandi ári mun blaðið fjalla um hjúkrunar fræðinga sem hafa unnið hjálpar­ og líknarstörf við erfiðar aðstæður og lagt sitt af mörkum til þess að lina þjáningar og bæta heiminn. Christer Magnusson, christer@hjukrun.is vissi hún reyndar ekki af umfjölluninni og fjaðrafokinu í fjölmiðlunum fyrr en löngu seinna. Hún hefur síðan starfað í fjölmörgum löndum, meðal annars í Líbanon, Afganistan og mörgum löndum í Afríku. Þá starfaði hún einnig um tíma við þjálfun í höfuðstöðvum alþjóðadeildar Rauða krossins í Genf. Störf hennar hafa verið margverðlaunuð, meðal annars hlaut hún Florence Nightingale­orðuna 1991. Hún hefur einnig fengið „The human rights and nursing award“ frá stofnuninni The International Centre for Nursing Ethics. Verðlaunin voru veitt í háskólanum í Surrey í Englandi 2007. Á alþjóðadegi hjúkrunar 12. maí sl. kom hún aftur í skólann í Surrey og hélt hátíðarræðu sem nefndist „Að flytja fjöll“. Fjallaði ræðan um reynslu hennar af því að veita neyðarhjálp á stríðshrjáðum svæðum heimsins. Erindi hennar byggðist á bókinni „Moving Mountains“ sem hún gaf út 2005. Claire býr nú í Bretlandi og stýrir diplómanámi í hitabeltishjúkrun við London School of Hygiene and Tropical Medicine. Hún er virk í góðgerðarsamtökum og flytur oft erindi um hjálparstarf í Afríku. Claire Bertschinger fær „The human rights and nursing award“ úr hendi John Hay, deildarforseta heilbrigðis­ og læknadeildar háskólans í Surrey í Englandi.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.