Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Side 13

Tölvumál - 01.11.2009, Side 13
Flestir í sprotasetrinu eru að ganga í gegnum svipaða hluti, þ.e. útfæra viðskiptahugmynd, stofna fyrirtæki, leita að fjármagni og markaði fyrir vörur sínar og þjónustu. Fólk getur því borið saman bækur sínar eða leitað að samlegð T Ö L V U M Á L | 1 3 sækja um styrki og reyndum að vanda til umsóknanna. Við fengum styrk úr ákveðnum sjóði til að útfæra hluta af viðskiptahugmyndinni, og erum þessa dagana að vinna við það“ segja þau og eru þakklát fyrir stuðninginn. Í töflu 1 eru taldar upp nokkrar af þeim fjármögnunarleiðum sem sprotafyrirtæki geta nýtt sér en mjög er mikilvægt að kynna sér þau mál vel og vanda styrkumsóknir. Möguleikar sprota á að sækja Evrópustyrki eða Norðurlandastyrki eru oftast nær ekki í boði því til þess verða fyrirtæki að geta sýnt fram á stöðugan rekstur. Þó eru undanteknar þar á og eru viðmælendur okkar þátttakendur í einu verkefni sem styrkt er af norrænu fé. Nú svo er það markaðsmálin sem eru gífurlega mikilvæg hverju sprota- fyrirtæki og þar skiptir þekking miklu máli eða eins og þau segja: „Markaðssetning hefur reynst okkur fjötur um fót því við höfum einfaldlega ekki nægjanlega þekkingu til þess að sinna henni af einhverju viti. Við höfum því helst leitað aðstoðar varðandi þennan þátt og reyndar komist að raun um það að markaðssetning er örugglega sá hluti sem hefur mest um það að segja hvort fyrirtæki lifir eða deyr.“ Þegar peningar eru af skornum skammti þá kemur það líka niður á kynningu á fyrirtækinu, það þarf alltaf að velja og hafna þegar verið er að ákveða hvað gera skal við þá fjármuni sem eru til skiptanna. „Við teljum okkur samt hafa náð vel til markhóps okkar. Einnig hafa margir aðilar úr þeirra röðum haft samband við okkur og óskað eftir samstarfi á einn eða annan hátt svo við erum vissulega að vekja athygli“. Framtíðin Það kostar mikla vinnu og þrautseigju að koma á fót sprotafyrirtæki, það er ekki bara nóg að hafa góða hugmynd eins og reynsla þeirra sýnir: „Þennan tíma sem við höfum verið í aðstöðu Nýsköpunarsjóðs hafa margir sprotar flutt bæði inn og út af svæðinu. Sumir staldra stutt við, finna hugmyndum sínum ekki farveg, fá vinnu við annað, fara í skóla eða flytja úr landi og sumir gefast hreinlega upp. Aðrir taka þessu eins og hverri annarri vinnu, mæta vel og vinna hörðum höndum að framgangi hugmynda sinna. Það þarf mikið sjálfsöryggi og bjartsýni til þess að fleyta sprotafyrirtækjum áfram og svo auðvitað þol og úthald“. Þau vinna ótrauð áfram og hlúa að sínum sprota en viðskiptaumhverfið skiptir auðvitað miklu máli. Svo er bara að vona að það birti fljótlega yfir íslensku atvinnulífi. Ef fyrirtæki halda að sér höndum og nýta sér ekki það sem nýsköpunarfyrirtækin hafa upp á að bjóða þá verður þetta ekkert annað en dýr dagvistun fyrir hæfileikaríkt fólk.“ segja þau að lokum. Tafla 1: Fjármögnunarleiðir og styrkir sem eru í boði fyrir sprota. Flokkur Ísland Erlendir sjóðir/aðilar Hlutafé Frumtak Nýsköpunarsjóður Englar Fjárfestingafélög Fjárfestingafélög FirstNorth Styrkir Átak til atvinnusköpunar Atvinnumál kvenna Tækniþróunarsjóður Rannsóknasjóður Norðurlandaráð Sjöunda rammaáætlun Evrópusambandsins Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (NPP) Menntaáætlun Evrópusambandsins Lánsfé Fjölskylda og vinir, bankar Önnur úrræði Starfsorka (Atvinnuleysistryggingasjóður)

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.