Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Side 30

Tölvumál - 01.11.2009, Side 30
Notkun sýndarveruleika í kennslu Hér verður fjallað um MUVE - Multi-User Virtual Environment[1]. eða fjölspilunar sýndarveruleika í kennslu og sjónum beint að kennsluefninu River City Project. Staðan á notkun MUVE á Íslandi er skoðuð og horft til framtíðarmöguleika. MUVE er sýndarveruleiki þar sem margir nemendur geta tekið þátt í gagnvirkum samskiptum í gegnum myndræna persónu sína eða AVATAR. Hægt er að skapa AVATAR í eigin mynd eða sem ímyndaða persónu. Sýndarveruleiki bíður upp á marga möguleika varðandi gagnvirk samskipti í rauntíma enda eru leikir vel til þess fallnir að kenna sambandið milli orsakar og afleiðingar og frá kennslufræðilegu sjónarmiði henta þeir til þess að kenna nánast hvaða fag sem er. Það sem nemendur læra í gegnum leik er líklegt til þess að varðveitast í minni þeirra vegna gagnvirkninnar sem leikir bjóða upp á í náminu. MUVE leikir krefjast færni í rökhugsun og lausnaleit ásamt því að bjóða upp á æfingu í ákveðinni færni og skilningi á námsefninu. Rannsóknir á gildi MUVE í námi hafa sýnt að kennsla í sýndarveruleika er áhugahvetjandi og árangursrík. Það að geta blandað saman leik og námi og tengt nám í skóla og heimavinnu í gegnum MUVE er spennandi kostur. Það má búast við því að MUVE eflist sem kennslutæki og taki meira pláss í lífi nemenda í framtíðinni en það er mikilvægt að rannsaka áhrif leikjanna í breiðara samhengi en nú er gert s.s. hvaða áhrif leikirnir hafa á sjálfsmynd nemenda og þroska (Tüzün o.fl., 2009). Það er ekki einfalt mál að hanna, þróa og innleiða notkun flókinna leikja í kennslustofum. Kostnaður er einn þáttur, það er tímafrekt að hanna og prófa nýjan leik og ef það er gert þá þarf að fá kennara til að nota leikinn og þar geta hindranir eins og lengd kennslustunda (Prensky, 2008) og tæknihræðsla kennara haft áhrif. Einnig má nefna skort á tækjakosti og háhraða tenginum við Netið sem hugsanlegar hindranir ásamt slæmu aðgengi að tölvum á skólatíma. Allir þessir þættir og góður faglegur og tæknilegur stuðningur við kennara verður að vera í góðu lagi ef vel á að takast við að innleiða og nota nýja möguleika í gagnvirkri kennslu (Wheeler og John, 2008). Notkun nýrrar tækni í kennslu kallar á nýjar áskoranir og hafa ungir kennarar í ríkara mæli reynt að nota MUVE leiki sem stuðningsefni í kennslu sinni. Hér verður að skoða hlutverk nemenda, kennara og upplýsingatækninnar frá nýju sjónarhorni með það í huga að samhæfa hlutverk þeirra í kennslumhverfinu (Rappa, Yip og Baey, 2009). Þetta reyndu hönnuðir River City Project að gera með því að setja námsefni í MUVE. River City verkefnið River City er gagnvirkt námsefni í sýndarveruleika sem lítur út eins og tölvuleikur og er leikurinn afhentur skólum í Bandaríkjunum án endurgjalds þar sem verkefnið er styrkt af The National Science Foundation.[2] Leikurinn er hannaður fyrir 12 til 14 ára nemendur og ætlaður til að kenna þeim að gera vísindalegar rannsóknir. Fjölspilun í kennslu sýndarveruleika Signý Óskarsdóttir, verkefnastjóri kennslu í sýndarveruleika á Bifröst og Sóley Birgisdóttir, lýðheilsufræðingur MPH Rannsóknir á gildi MUVE í námi hafa sýnt að kennsla í sýndarveruleika er áhugahvetjandi og árangursrík Það er mikilvægt að rannsaka áhrif leikjanna í breiðara samhengi en nú er gert s.s.hvaða áhrif leikirnir hafa á sjálfsmynd nemenda og þroska. Rannsóknir á gildi sýndarveruleika, (MUVE, Multi-User Virtual Environment) í námi hafa sýnt að kennsla í sýndarveruleika er áhugahvetjandi og árangursrík. Það má búast við því að sýndarveruleiki eflist sem kennslutæki og taki meira pláss í lífi nemenda í framtíðinni en mikilvægt er að rannsaka áhrif leikjanna í breiðara samhengi en nú er gert, s.s. hvaða áhrif leikirnir hafa á sjálfsmynd nemenda og þroska þeirra. 3 0 | T Ö L V U M Á L

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.