Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Síða 7
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 2012 3
Síðustu mánuði hefur hjúkrunarfræðinám
verið til umfjöllunar innan Evrópu
sambandsins. Verið er að endurskoða
viðauka við þá tilskipun sambandsins sem
fjallar um gagnkvæma viður kenningu á
námi milli landa. Í þessum viðauka er kveðið
á um þá færni sem hjúkrunarfræðinemar
eiga að búa yfir við brautskráningu úr
námi og hvaða námsáfanga ber að kenna
til að tryggja þá færni. Markmiðið með
slíkri tilskipan og viðauka er að sjálfsögðu
að tryggja rétt bæði hjúkrunarfræðinga og
skjólstæðinga. Þegar hjúkrunarfræðingur
ræður sig til starfa utan heimalands á,
með slíkri samræmingu náms og krafna
um færni, að vera tryggt að viðkomandi
uppfylli lágmarkskröfur viðtökulandsins til
hjúkrunarfræðinga.
Nám í hjúkrunarfræði er afar ólíkt milli
Evrópulandanna. Lengd náms, áður en
hjúkrunarfræðinám er hafið, er einnig
mismunandi og nú berjast Evrópusamtök
hjúkrunarfélaga (EFN) fyrir því að gerð
verði krafa um 12 ára nám áður en
hjúkrunarfræðinám er hafið, en krafan
nú er 10 ár. Hjúkrunarfræðinámið
sjálft hefur tekið miklum breytingum á
undanförnum árum, sérstaklega í löndum
AusturEvrópu. Áhersla hefur verið lögð
á að hjúkrunarfræði sé að minnsta kosti
kennd á háskólastigi ef ekki í háskóla.
Lengd námsins er víðast þrjú heil ár
eða 3033 mánuðir. Við breytingar á
hjúkrunarfræðinámi er gjarnan horft til
Bolognayfirlýsingarinnar en þar er gerð
krafa um að grunnnám í hjúkrunarfræði
sé að lágmarki þrjú ár, meistaranám tvö
ár og síðan doktorsnám.
Í Háskóla Íslands hafa margar deildir
lagað nám sitt að þessu tveggja þrepa
námsfyrirkomulagi. Nám til BA eða
BSgráðu tekur þá þrjú ár og síðan
tekur við tveggja ára meistaranám.
Starfsréttindi fást þá fyrst eftir fimm
ára nám og meistaragráðu. Slíkar
breytingar voru síðast gerðar á námi
grunnskólakennara og leikskólakennara.
En hvað með hjúkrunarfræðina? Þar
er námið 4+2 ár og starfsréttindi fást
eftir fjögurra ára BS nám. Er ástæða
til að skoða þetta fyrirkomulag með
það fyrir augum að fimm ára nám til
meistaragráðu verði grundvöllur
starfsréttinda hjúkrunarfræðinga? Ljóst
má vera að slíkar breytingar hafa bæði
kosti og galla.
Fjöldi spurninga vaknar, meðal annars:
• Hvaða áhrif (ef einhver) mun það
hafa á ímynd hjúkrunarfræðinga
og starfskjör á næstu árum að
hjúkrunarfræðingar fá starfsréttindi
eftir fjögurra ára grunnnám en til
dæmis leikskólakennarar eftir fimm
ára meistaranám?
• Mun ólík lengd náms til starfs
réttinda og ólíkar námsgráður hafa
áhrif á samkeppnishæfni hjúkrunar
fræðideildanna um nemendur?
• Myndu fleiri hjúkrunarfræðingar fara í
doktorsnám ef náminu yrði breytt?
• Hvaða áhrif hefði lengra nám til
starfsréttinda á gæði þjónustunnar?
• Hvaða áhrif hefði krafan um meistara
gráðu á möguleika hjúkrunarfræðinga
til sérhæfingar?
• Er mögulegt að, þegar fram líða
stundir, yrði gerð krafa um að fyrsta
þrepið, þriggja ára BSnám, nægði til
starfsréttinda (á tímum manneklu og
niðurskurðar)?
• Er hugsanlegt að þeir nemendur,
sem kynnu að hætta námi eftir fyrsta
stig, yrðu gerðir að einhvers konar
aðstoðarhjúkrunarfræðingum?
Þessar spurningar og margar fleiri þarf að
ræða og leita svara við á næstu mánuðum
og misserum. Hjúkrunarfræðinámið hér
á landi hefur verið metið mjög gott
hjá þeim aðilum sem fengnir hafa verið
til slíks námsmats á undanförnum
árum. Það er vissulega ánægjulegt og
hjúkrunarfræðideildunum til sóma en
þýðir þó ekki að sífelldrar endurskoðunar
á náminu sé ekki þörf. Lengd náms er
eitt, innihald annað. Í umræðunni um
hjúkrunarfræðinám þarf einnig að ræða
til dæmis:
• Hvað ræður áherslum og innihaldi
námsins, það er þarfir samfélagsins
fyrir hjúkrun á hverjum tíma, þarfir
stofnana fyrir vinnuafl eða fræðasvið
kennara?
• Hvaða áhrif á áhersla stjórnvalda á
heilsugæslu og þjónustu við aldraða að
hafa á skipulag hjúkrunarfræðináms?
• Er rétt að hefja hér „nurse practitioner“
nám í ljósi áherslna á heilsugæsluna?
• Hvaða áhrif á áhersla stjórnenda
sjúkrahúsa á aukna þjónustu á dag
og göngudeildum að hafa á skipulag
hjúkrunarfræðináms?
• Þarf að auka sveigjanleika og val í
námi, til dæmis að nemendur geti tekið
einhverja áfanga úr öðrum deildum
háskólanna, eins og víða tíðkast?
Miklar breytingar hafa orðið og munu
verða á háskólanámi hér á landi.
Hjúkrunarfræðingar þurfa að taka þátt í
þeirri umræðu og vera tilbúnir að gera
þær breytingar á námi sem taldar eru
nauðsynlegar og til bóta til framtíðar litið.
Breytingar á hjúkrunarfræðinámi í Evrópu
hljóta líka að hvetja hjúkrunarfræðinga
og stjórnendur hjúkrunarfræðideildanna
til að horfa til framtíðar og ræða innihald,
skipulag og lengd hjúkrunarfræðinámsins
hér á landi.
Orð eru til alls fyrst. Ég hvet hjúkrunar
fræðinga til að láta sig menntunarmálin
varða og velta fyrir sér þeim spurningum
sem ég hef varpað hér fram. Það á að vera
metnaðarmál okkar hjúkrunarfræðinga að
á hverjum tíma sé nám okkar eins og best
verður á kosið, að það skapi þá þekkingu
og færni sem hjúkrunarfræðingum er
nauðsynleg til að veita bestu mögulegu
þjónustu, skjólstæðingum okkar og
samfélaginu til heilla.
ERU BREYTINGAR Á HJÚKRUNARFRÆÐINÁMI TÍMABÆRAR?
Formannspistill
Elsa B. Friðfinnsdóttir.
Opið virka daga kl. 9 -18 og laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Skurðstofu- og skoðunarhanskar
Steriking pökkunarvörur frá WIPAK
Hágæða hanskar af öllum gerðum til notkunar á heilbrigðisstofnunum.
Fyrir sjúkrahús, heilsugæslu, hjúkrunarheimili og læknastofur.
Framúrskarandi framleiðslutækni tryggir áreiðanleika og öryggi.
Mýkt og þægindi. Vörn gegn sýkingum.
Sempermed byggir á yfir 90 ára reynslu í vöruþróun
Allt sem til þarf fyrir dauðhreinsun í autoklava.
Sótthreinsipokar og rúllur.
Pappírsarkir til pökkunar.
Gæða vara og rétt notkun tryggir áhrifaríka dauðhreinsun
og örugga meðhöndlun áhalda.
Örugg pökkun í þínum höndum