Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 18
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 201214 skilning hjúkrunarfræðinga á niðurstöðum rannsókna út frá hjúkrun sjúklinga. Fram hefur komið að færni hjúkrunarfræðinga hafi aukist með notkun handtækja. Jafnframt hefur vitund hjúkrunarfræðinga gagnvart gangreyndum rannsóknum aukist með tilkomu tækjanna í klínísku starfi (Doran og félagar, 2010). Handtæki geta verið hjálpleg þegar verið er að veita meðferð, svo sem ytri öndunarvélarmeðferð. Hægt er að fletta upp gagnreyndum verkferlum með öllum þeim upplýsingum sem á þarf að halda og meira til. Hægt er að skoða myndir og myndbönd, til að mynda af tengingum og uppsetningu á ytri öndunarvélarmeðferð, ásamt því að lesa sér til í texta. Líkt og áður uppfærast nýjustu upplýsingar sjálfkrafa þegar þær eru tiltækar. Því má ætla að meðferð bráðveikra sjúklinga eflist með notun á handtækjum í hjúkrun. Þessu til viðbótar má nefna að til eru öflugar einskonar alfræðigagnaveitur í handtækjum. Gefum okkur að sjúklingur sé með sjaldgæf einkenni eða við séum búin að gleyma hvað „CPAP“ er eða hvernig það virkar. Þá er fljótlegt að slá inn orðið í handtækið og fá upplýsingar um leið, bæði í orðum og myndum. Hægt er að finna endalaus dæmi um hagnýtingu handtækja í klínísku starfi hjúkrunarfræðinga því í hverjum mánuði koma ný forrit, svokölluð „app“, sem sniðin eru að þörfum heilbrigðisstarfsfólks. Því getur það verið snúið að setja sig inn í hvaða forrit henta og henta ekki – að minnsta kosti fyrst um sinn. Öll þessi forrit aðstoða hjúkrunarfræðinga við ákvörðunartöku í klínísku starfi þar sem aldrei er nóg af tíma og álag að jafnaði mikið. Notkun handtækja samræmist aukinni áherslu á gagnreynda þekkingu í klínísku starfi. Á Landspítala hefur verið kastað fram þeirri hugmynd að búa til forrit utan um þá verkferla sem til eru innan Landspítala. Slíkt myndi án efa efla þjónustu og samræma vinnulag. Flest forrit og gagnagrunnar uppfærast sjálfkrafa þegar handtækið er nettengt. Það gerir notendanum kleift að vera alltaf með nýjustu upplýsingarnar tiltækar. Mörg fagtímarit hafa séð sér leik á borði við aukna notkun handtækja í heilbrigðisvísindum og hafa smíðað forrit sem sækja nýjustu greinar tímaritanna beint í handtækið. Þannig „sækja“ tímaritin notendann en ekki öfugt eins og verið hefur. Ókostir Helsti gallinn við snjallsíma og spjaldtölvur er kostnaðurinn. Tækin eru dýr og þau úreldast hratt sökum þess hve þróunin er ör en sífellt öflugri tæki koma á markaðinn og hugbúnaðurinn gerir samhliða meiri kröfur. Þá getur það tekið fólk tíma að læra á tækið og notkunarmöguleika þess og finna réttu forritin sem henta hverjum og einum. Hér hefur lítið verið fjallað um rafræna sjúkraskrá en öryggismál geta verið vandamál við skráningu heilsufarsupplýsinga í snjallsíma og spjaldtölvu. Á sinn hátt er það ókostur við handtækin að þau sækja og senda frá sér upplýsingar á þráðlausu neti. Slík net geta verið misörugg og margir veigra sér við að láta viðkvæmar upplýsingar fara þessa leið. Svo er ekki alls staðar nettenging og getur komið sér illa að geta ekki náð í upplýsingar. Þá skortir rannsóknir á notkun handtækja í klínísku starfi með það fyrir augum að sjá hvort gæði í meðferð sjúklinga aukist og hvort öryggi sjúklinga eflist. Kostir Kostirnir við notkun handtækja í hjúkrun eru margir. Þegar þráðlausa netið virkar gefur handtækið mikið frelsi. Með allar þær upplýsingar, sem hægt er að hafa í handtækinu, má ætla að þekking aukist. Þess utan eru nýjustu upplýsingarnar ávallt tiltækar og það getur eflt samfellu í meðferð sjúklinga (Lindquist o.fl., 2008). Hægt er að byggja ákvarðanatöku í klínísku starfi á aðgengilegum upp­ lýsingum og þannig stuðla að auknu öryggi sjúklinga (Johansson o.fl., 2011). Ætla má að meiri tími gefist til að vera við hlið sjúklingsins, í stað þess að leita uppi misaðgengi legar upplýsingar, svo ekki sé minnst á baráttuna við finna borðtölvu sem ekki er í notkun. Lyfjaskammtur í sprautu borinn saman við leiðbeiningar. Rætt um hjartalínurit sjúklings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.