Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Page 22
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 201218
Elsa B. Friðfinnsdóttir, elsa@hjukrun.is
Til umhugsunar
AUKINN EINKAREKSTUR Í HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNI
Heilbrigðisþjónustan hér á landi hefur tekið umtalsverðum breytingum á undan
förnum misserum. Þessar breytingar verða ekki einungis vegna áherslna
stjórnvalda heldur er stundum eins og þær bara komi fram, án umræðu,
án stýringar, bara einhvern veginn af sjálfu sér. Ein slík breyting er aukinn
einkarekstur lækna.
Hagstofa Íslands gefur reglulega út afar
yfirgripsmikið rit sem kallast Hagtíðindi.
Í þessu ágæta riti er meðal annars
fjallað um fjöldamarga þætti er lúta
að heilbrigðisþjónustu, fjárveitingum,
einstökum rekstrarliðum, mannafla,
launum, lyfjakostnaði og fleiru. Í sjötta
tölublaði Hagtíðinda 2011 er fjallað um
heilbrigðisútgjöld á Íslandi 19982010.
Það er full ástæða til að vekja athygli
hjúkrunarfræðinga og annarra á þeim
breytingum á heilbrigðiskerfinu sem
þessi greining Hagstofunnar sýnir.
Heildarútgjöld til heilbrigðismála árið
2010 námu 143,5 milljörðum króna
eða 9,3% af landsframleiðslu og hafa
þau lækkað frá árinu 2003 þegar þau
námu 10,4% af landsframleiðslu. Árið
2008 voru heildarútgjöld OECDríkjanna
til heilbrigðismála að meðaltali 9% af
landsframleiðslu. Hlutur sjúklinga í
kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu hér á
landi hefur vaxið hægt og hægt á síðustu
árum og er nú rétt tæp 20%.
Á árinu 2009 greiddi hið opinbera 5,2
milljarða króna fyrir læknisverk sér
fræðilækna. þessi þáttur heilbrigðis
útgjalda jókst um 79,5% frá árinu 1998