Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 29
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 2012 25
Nokkur ný ákvæði í kjarasamningum taka gildi 1. mars nk.
Kjarasamningsbundin launa hækkun. 1. mars 2012 hækka laun
sem nemur 3,5%. Félagsmenn eru beðnir um að fylgjast vel
með breytingum á launaseðlinum og fullvissa sig um að launin
hækka sem skyldi.
Matar- og kaffitímar vaktavinnumanna. Frá 1. mars 2012
hækkar greiðsla vegna matar og kaffitíma vaktavinnumanna
úr 15 mínútum fyrir hverja unna vakt í 25 mínútur fyrir hverja
unna vakt. Greitt verður fyrir þennan tíma með yfirvinnukaupi
en hlutavinnumenn fengu matar og kaffitíma til þess tíma
greidda á dagvinnutaxta. Ákvæðið á ekki við um starfsmenn á
kjarasamningi félagsins við sveitarfélögin þar sem þetta er greitt
með þessum hætti nú þegar.
Fæðisfé. Frá 1. mars 2012 skulu þeir starfsmenn, sem eru á
vakt þegar matstofa vinnustaðar er ekki opin, fá það bætt með
fæðispeningum sem nema 380 kr. fyrir þá vakt.
Ef spurningar vakna vegna þessa eru félagsmenn hvattir til
að hafa samband við trúnaðarmann eða skrifstofu Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga.
BREYTINGAR Á KJÖRUM FRÁ 1. MARS
Kjörnefnd auglýsir eftir eftirfarandi framboðum:
Þremur fulltrúum í ritnefnd.
Sjö fulltrúum fagdeilda í stjórn.
Þremur fulltrúum í stjórn (sem hvorki eru fulltrúar
fagdeilda né svæðisdeilda).
Framboð þurfa að berast kjörnefnd á skrifstofu
Félags íslenskra hjúkrunar fræðinga eða á
netfangið hjukrun@hjukrun.is fyrir 31. mars nk.
Framboð í stjórn og nefndir
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Lög félagsins er að finna á vefsvæði félagsins, www.hjukrun.is.
Aðalfundur Félags íslenskra hjúkunrar fræðinga verður
haldinn 24. maí nk. Þar verður kosið í stjórn og nefndir
samkvæmt lögum félagsins.
Nánari upplýsingar veitir kjörnefnd:
Sólveig J. Haraldsdóttir, solvhar@landspitali.is, s. 699-1106
Hildur Rakel Jóhannsdóttir, hildurjo@gmail.com, s. 699-7364
Ragna Dóra Rúnarsdóttir, ragnadr@landspitali.is, s. 866-6234
Sigríður Lóa Rúnarsdóttir, svalt@simnet.is, s. 861-2352