Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Síða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Síða 30
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 201226 Anna Harðardóttir og Kristín Katla Swan, kristisw@landspitali.is GJÖRGÆSLURÁÐSTEFNA Í KAUPMANNAHÖFN Nokkrir ungir hjúkrunarfræðingar segja hér frá fyrstu kynnum sínum af erlendum hjúkrunarráðstefnum. Mikilvægt er fyrir unga hjúkrunarfræðinga ekki síður en reynda að fá faglegan innblástur á erlendum vettvangi. Dagana 24.­26. mars 2011 var haldin gjörgæsluráðstefna á vegum European federation of Critical Care Nursing associations (EfCCNa) og Fagligt Selskab for Anæstesi­, Intensiv­ og Opvågningssygeplejersker (FSAIO) í Kaupmannahöfn. Ráðstefnan var kynnt starfsfólki gjörgæsludeildarinnar í Fossvogi á deildarfundi haustið 2010 og hjúkrunarfræðingar hvattir til að sækja um leyfi til þátttöku. Að fundi loknum hófust á leið niður í lyftunni hressar og skemmtilegar umræður milli fjögurra ungra hjúkrunarfræðinga um áhuga sinn á ráðstefnunni og á svipstundu var rokið inn í lyftuna á ný, farið upp á sjöttu hæð og umsókn lögð fyrir deildarstjóra. Við tók þó nokkur undirbúningsvinna þar sem sækja þurfti um styrki frá þremur aðilum, fá leyfi frá deildarstjóra og fá námsleyfi frá sjúkrahúsinu. Að lokum gekk þó allt eftir og á svipstundu var komið að ferðinni. Eftir misheppnaða tilraun til að fljúga út með Iceland Express pöntuðum við nýjan flugmiða með Icelandair og héldum út degi fyrr en áætlað var eða 22. mars. Við komum til Kaupmannahafnar að kvöldi til og þrömmuðum um götur borgarinnar með töskurnar í eftirdragi í leit að íbúðinni sem við gistum í. Daginn eftir var ákveðið að þar sem við komum út degi fyrr en áætlað var skyldi fyrsti dagurinn nýttur í verslunarferð til Malmö. Eftir stutta og góða lestarferð frá Hovedbanegården, aðalbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn, til Malmö eltum við mannfjöldann í von um að finna miðbæinn þar sem við höfðum mælt okkur mót við afganginn af Fossvogs­hópnum. Við tók langur og afkastamikill verslunardagur sem lauk með því að sjö ánægðir hjúkrunarfræðingar klyfjaðir pokum héldu aftur í átt að Kaupmannahöfn. Ráðstefnan stóð í þrjá daga og var haldin á Tivoli Hotel sem stendur við Árna Magnússonar­götu rétt utan við miðbæ Kaupmannahafnar. Í upphafi ráðstefnunnar voru gestir boðnir velkomnir en þar sem dagskráin var mjög þétt allan tímann byrjuðu sjálfir fyrirlestrarnir mjög fljótt. Þeir voru í fjórum misstórum sölum en hver dagur hófst þó með ítarlegum fyrirlestri í stærsta salnum þar sem tekin voru fyrir efni sem talin voru eiga við alla ráðstefnugesti, t.d. nýjustu rannsóknarniðurstöður og leiðbeiningar í endurlífgun. Yfirþema ráðstefnunnar var „Working together for a better tomorrow“ eða „Að vinna saman að betri framtíð“ og á hverjum degi voru ný undirþemu í hverjum sal fyrir sig. Margt var tekið fyrir á þessum þremur dögum, til að mynda dagbókarskrif á gjörgæslu, lífslokameðferð gjörgæslusjúklinga, „delirium“ á gjörgæslu, streitustjórnun, forvarnir gegn svefnvandamálum, hjúkrun mismunandi menningarheima, öryggi sjúklinga og upplifun sjúklinga og aðstandenda á gjörgæsludvöl. Fyrirlestrarnir um dagbókarskrif fyrir gjörgæslusjúklinga vöktu áhuga okkar þar sem þetta er fyrirkomulag sem við höfum sjálfar ekki unnið eftir en mikið virðist vera farið að nota í nágrannalöndum okkar, til að mynda kom fram í einum fyrirlestrinum að 76% gjörgæsludeilda í Svíþjóð og 40% Á Ráðhústorginu.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.