Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Page 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Page 32
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 201228 Sesselja Lind Magnúsdóttir, sesseljalind@hotmail.com Á hjúkrunarheimilinu vann ég á almennri deild, fólk var nokkuð sjálfbjarga eða þurfti takmarkaða aðhlynningu. Starf mitt fólst helst í lyfjagjöf, sáraskiptingum og að sinna tilfallandi veikindum vistmanna. Þar var mikill hraði en einnig mikil samskipti. Ég hafði áhuga á líknandi hjúkrun og einnig nokkra reynslu. Mér er það minnsstætt hvernig þeir skjólstæðingar, sem ég kynntist fyrstu dagana á líknardeildinni, voru á allt öðrum stað og þurfti að nálgast á annan hátt en ég hafði vanist síðustu árin á hjúkrunaheimilinu. Ég þurfti að skipta algerlega um gír og finna nýjan takt við hjúkrunina, ég fann að ég var orðin ansi „verkhæfður“ hjúkrunarfræðingur. Ég stóð mig líka að því að bíða eftir því að aðstandendur færu svo ég gæti sinnt skjólstæðingunum en komst fljótt að því að viðvera þeirra var mikil. Þeir tóku einnig oft þátt í umönnuninni og þurftu oft mikinn stuðning. Það var mjög mismunandi hversu mikla umönnun hver og einn þurfti. Margir voru rúmliggjandi og þurftu mikla hjúkrun eða höfðu erfið einkenni, svo sem verki, ógleði, kvíða og fleira, sem tók stundum alla vaktina að koma í jafnvægi. Sem betur fer tókst oftast að lina einkenni skjólstæðinga eða að meira jafnvægi komst á sjúkdómsástand þeirra þannig að sumir gátu útskrifast heim aftur eða á hjúkrunarheimili. Hjá skjólstæðingum, sem vel tókst að ráða við einkenni hjá og líðan var í nokkuð góðu jafnvægi, fannst mér að umönnunin mætti ekki verða of vanabundin og ósveigjanleg. Ég reyndi að skipuleggja hjúkrunina með það að markmiði að hafa ekki alla daga eins. Fyrst í stað fannst mér ekki gerlegt að skjólstæðingar færu heim yfir nótt eða út af deildinni, fannst þeir of veikburða til þess. Ég áttaði mig þó fljótt á því að ég sá oft stórlega bætta andlega líðan þeirra ef þeir komust heim þótt það væri ekki nema dagspart. Ég reyndi því að láta skjólstæðingana ráða ferðinni eins og hægt var og hvatti þá óspart til að fara út af deildinni, heim til sín eða í heimsókn til sinna nánustu ef Sesselja Lind Magnúsdóttir er hjúkrunar­ fræðingur á líknardeild aldraðra á Landakoti en er í fæðingarorlofi eins og stendur. ástand leyfði. Það var líka tvennt ólíkt að hjúkra skjólstæðingum um sjötugt eða fólki sem komið var yfir nírætt. Á hjúkrunarheimilinu var lítið um sjötugt fólk. Stundum hafði sjúkdómurinn lagst svo þungt á skjólstæðingana að ég hélt að þeir væru eldri en þeir raunverulega voru. Ég leit því oft á fæðingarárið og bar saman við þá sem ég þekkti á svipuðum aldri. Ég sá hvernig skjólstæðingarnir drógu sig smám saman í hlé þegar sjúkdómurinn fór að ágerast, hættu að fylgjast með fréttum, höfðu meiri þörf fyrir ró og næði. Þeir fóru einhvern veginn meira inn í sig, vildu meiri nærveru en minna tal. Þessu fylgdi auk þess meiri stuðningur við aðstandendur, nánari samskipti og aukin viðvera þeirra hjá sínum nánasta. Mér fannst oft erfitt að fylgjast með þessu ferli hjá skjólstæðingum okkar og krefjandi að halda vel utan um hjúkrunina þegar ævilok nálguðust. En að sama skapi gaf það mér dýrmæta reynslu. Nú á að leggja niður líknardeild aldraðra á Landakoti og því skipti ég aftur um gír. Eitthvað allt annað bíður mín, ný reynsla á nýjum vettvangi. Ég skora á Bergþóru Reynisdóttur geð hjúkrunarf ræðing að skrifa næsta þankastrik. ÞANKASTRIK REYNSLA AF STARFI Á LÍKNARDEILD Þegar ég hóf störf á líknardeild aldraðra haustið 2006 hafði ég starfað í tæp þrjú ár á hjúkrunarheimili og taldi mig hafa haldgóða reynslu í hjúkrun og samskiptum við aldrað fólk. Það kom mér á óvart hversu gerólík hjúkrunin var og ég fann að ég þurfti að skipta algerlega um gír. Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. Í þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.