Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Page 36
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 201232
Cecilie B.H. Björgvinsdóttir, cissy@hjukrun.is
KJARAKÖNNUN 2011
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur
nú í þriðja sinn gert kjarakönnun meðal
félagsmanna sinna. Í ljós komu áhuga
verðar upplýsingar um laun, starfshlutfall
og menntun hjúkrunarfræðinga.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga stóð fyrir kjarakönnun
á meðal félagsmanna sinna í desember 2011. Stærð
úrtaksins var 3.268 hjúkrunarfræðingar, heildarfjöldi
svarenda var 544 eða 16,6%.
Markmið könnunarinnar var að kanna launakjör hjúkrunar
fræðinga. Könnunin var lokuð vefkönnun þar sem þátt
Ríflega helmingur svarenda starfar nú í
dagvinnu en 48% svarenda eru í vakta-
vinnu. Starfsumhverfi hjúkrunar fræðinga
hefur samkvæmt þessu tekið verulegum
breytingum á undanförnum árum.
53,5% svarenda hafa lokið formlegu
fram haldsnámi og þar af 33,6% í hjúkrun.
Meðalstarfshlutfall hjúkrunarfræðinga er
samkvæmt könnuninni 84% og helst
það óbreytt á milli ára. Þeir sem starfa
einvörðungu í dagvinnu eru í hærra
starfshlutfalli, eða 87%, heldur en þeir
sem eru í vaktavinnu sem eru að meðaltali
í 81,8% starfshlutfalli. Starfshlutfallið
eykst með aukinni ábyrgð og er að
meðaltali 95% hjá stjórnendum í hjúkrun.
Þegar spurt var „á hversu mörgum
vinnustöðum vinnur þú?“ svöruðu
83,7% að þeir störfuðu á einum
vinnustað, 13,7% að þeir störfuðu á
tveimur vinnustöðum, 1,9% að þeir
störfuðu á þremur vinnustöðum.
Þegar spurt var „hefur þú unnið erlendis
á síðustu 12 mánuðum?“ þá svöruðu
7% spurningunni játandi en 93%
svöruðu neitandi. Af þeim sem svöruðu
játandi höfðu flestir, eða 83,3%, farið til
Noregs til starfa.
39,9% svarenda telja sig ekki hafa
fengið launahækkun á sl. 12 mánuðum
og er það óneitanlega áhyggjuefni þar
sem allir hjúkrunarfræðingar starfandi
á okkar kjarasamningum áttu að fá
4,25% launahækkun 1. júlí 2011. 2,3%
svarenda segja grunnlaun sín hafa
lækkað.
17,1% hjúkrunarfræðinga eru í
launaflokki 6 sem er algengasti launa-
flokkurinn. Flestir hjúkrunar fræðingar
eru í launaflokkum 5-8 eða 48,4%.
Þegar spurt var um álagsflokk kom í
ljós að 16,1% voru í álagsflokki 5 sem
er jafnframt algengasti álags flokkurinn
en stærsti hópurinn er í álagsflokkum
3-6 eða 55,7% svarenda.
Meðalgrunnlaun hjúkrunarfræðinga eru
samkvæmt könnuninni 422.785 kr. fyrir
fullt starf. Meðalgrunnlaun almennra
Kjör félagsmanna