Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Síða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Síða 41
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 2012 37 Fundur í Evrópuþinginu. til að vernda heilbrigðisstarfsmenn gegn skaða af völdum beittra og oddhvassra áhalda. Einkum var horft til hættu á alvarlegum blóðbornum sýkingum á borð við B­ og C­lifrarbólgu og HIV. Ári síðar eða í júlí 2006 samþykkti Evrópuþingið ályktun þar sem farið var fram á að framkvæmdastjórn ESB legði fram tillögu um hvernig verndun heilbrigðis­ starfsmanna gegn slíkum sýkingum skyldi háttað. Framkvæmda stjórnin leitaði til Félags vinnuveitenda á sjúkrahúsum og í heilbrigðisgeiranum í Evrópu (HOSPEEM) og Evrópusambands starfsfólks í almannaþjónustu (EPSU). Þessir tveir aðilar voru árið 2006 skil greindir sem aðilar vinnumarkaðarins eða „European Social Partners“ af fram kvæmda stjórninni. Óskað var eftir áliti þeirra á því hvort lagasetning til verndar heilbrigðisstarfsmönnum gegn blóð bornum sýkingum væri nauðsynleg eða hvort sameiginlegar ráðstafanir aðila vinnu markaðar væru réttara úrræði. Í framhaldi af þessu var aðilum vinnu­ markaðarins boðið að vinna að ramma­ samkomulagi til að koma í veg fyrir stungu­ óhöpp af völdum nála innan heilbrigðis­ þjónustunnar. Eftir samráð og málþing um tæknilega þætti málsins upplýstu aðilarnir framkvæmdastjórnina um ætlan sína um að semja ekki eingöngu um varnir gegn stunguóhöppum af völdum nála heldur í víðara samhengi um alla áverka af völdum beittra áhalda. Samningaviðræður hófust í janúar 2009 og í júlí sama ár var rammasamningurinn undirritaður af aðilum vinnumarkaðarins. Í október 2009 gaf framkvæmdastjórn ESB út tillögu að tilskipun um að innleiða ákvæði rammasamningsins og úrræðin sem í honum felast. Tilskipun ESB 2010/32 tók gildi 10. maí 2010 en hún færir þennan rammasamning í lagabúning. Markmið tilskipunarinnar er að koma í veg fyrir slys og blóðbornar sýkingar af völdum beittra áhalda, eins og nála, inni á sjúkrastofnunum og meðal heilbrigðisstarfsmanna. Með innleiðingu úrræða er ætlunin að ná fram eins öruggu starfsumhverfi og kostur er, koma í veg fyrir slys sem hljótast af völdum beittra áhalda í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið nálum, og vernda starfsmenn sem eru í áhættuhópi. Hægt er að ná þessu fram með því að innleiða eftirfarandi forvarnar­ og verndunarúrræði: • Eyða óþarfa notkun beittra áhalda • Bjóða upp á bætt tæki og áhöld • Innleiða sérhannaðan öryggisbúnað • Innleiða örugga verkferla • Innleiða örugga ferla fyrir notkun og losun beittra áhalda • Banna að setja lok aftur á nálar • Nota hlífðarfatnað og búnað • Bólusetja • Veita upplýsingar og þjálfun. Hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn innan heilbrigðisþjónustunnar þurfa að takast á við fjölmörg verkefni og margs konar starfsumhverfi sem er ógn við heilsu þeirra. Þeir eiga á hættu að fá starfstengda sjúkdóma og verða fyrir vinnutengdum slysum. Innan heilbrigðisþjónustunnar starfa um 10% allra opinberra starfsmanna Evrópusambandsins og meira en 75% þeirra eru konur. Eðli starfsins, hvort sem um er að ræða hátækniþjónustu á bráðadeildum, vinnu á skurðstofum og gjörgæsludeildum, þjónustu við þá sem eru líkamlega eða andlega skertir eða almenna umgengni við sjúklinga, veldur því að nauðsynlegt er að setja heilsu og öryggi þeirra í forgang. Evrópsk gögn sýna að hærra hlutfall heilbrigðisstarfsmanna telur að heilbrigði þeirra og öryggi sé í hættu vegna starfs þeirra en starfsmenn annarra stétta innan ESB. Tilskipunin var tekin inn í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) 1. apríl 2011. Stjórnvöld aðildarríkja EES og þar með Ísland eiga að hafa innleitt ákvæði tilskipunarinnar fyrir 11. maí 2013. Ekki hafa fengist svör frá stjórnvöldum um hvort unnið sé að innleiðingu tilskipunarinnar hér á landi. Sú ógn, sem heilbrigðisstarfsmönnum stafar af óhöppum af völdum beittra áhalda, ætti að vera íslenskum stjórn­ völdum hvatning til að tryggja eins og kostur er öryggi heilbrigðisstarfsmanna á íslenskum vinnustöðum. Það verður best gert með því að innleiða ákvæði tilskipunar 2010/32 og tryggja að þau úrræði, sem rammasamningur aðila vinnumarkaðarins fjallar um, komi til framkvæmda hér á landi. Fari svo að íslensk stjórnvöld fullnægi skyldu sinni um lagasetningu sem tryggir ákvæði tilskipunarinnar er full ástæða fyrir hjúkrunarfræðinga til að halda upp á það á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga 12. maí 2013. Jón Aðalbjörn Jónsson er alþjóðafulltrúi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. http://www.efn.be/version1/EN/pos_stat_Devices.html http://osha.europa.eu/is/sector/healthcare/prevention­sharp­injuries­workplace http://www.europeanbiosafetynetwork.eu/resources http://www.saferneedles.org.uk/ http://www.europeanbiosafetynetwork.eu/EU%20Sharps%20Injuries%20Implementation%20Guidance.pdf http://osha.europa.eu/data/case­studies/needlestick­2014­how­to­prevent­needlestick­injuries­effectively/needlestick.pdf http://www.efta.int/~/media/Documents/legal­texts/eea/other­legal­documents/list­of­adopted­joint­committee­decisions­jcds/2011­ list­adopted­jcd.pdf Tenglar með frekari upplýsingum

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.