Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Síða 55
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 2012 51
Ritrýnd fræðigrein
SCIENTIFIC PAPER
Meirihluti mældra vinnuathafna fór fram á morgunvöktum. Tíðni
nokkurra athafna frá morgni til kvölds var nokkuð há bæði
hjá hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum, svo sem að meta
líðan sjúklings, að svara bjöllu sjúklings, þrífa og ganga frá á
deild og undirbúa rúmstæði. Hins vegar var sú vinnuathöfn
að færa sjúklingi vatn helst framkvæmd fyrir hádegi af
hjúkrunarfræðingum en á kvöldin af sjúkraliðum.
Nokkrar vinnuathafnir mældust sjaldnar en einu sinni á vakt
að meðaltali en tóku nokkurn tíma. Leitar að eigum sjúklings
mældist eingöngu einu sinni hjá sjúkraliða en tók nokkuð
af tíma hans. Innskrift sjúklings mældist sjaldnar en einu
sinni á vakt að meðaltali en tók að meðaltali a.m.k. 1% tíma
hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á vakt.
Áhrifaþættir vinnunnar
Áhrifaþættir vinnunnar, sem mældust oftast hjá
hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum, eru sýndir í töflu 3
og á mynd 2 má sjá áhrifaþætti sem mældust sjaldnar en
einu sinni á vakt að meðaltali. Þeir þættir, sem mældust
oftast hjá hjúkrunarfræðingum, voru: Óvænt samskipti annars
starfsmanns við þátttakanda, að aðstoða annan starfsmann og
óvænt samskipti aðstandenda við þátttakanda. Af einstökum
mældum áhrifaþáttum fór mestur tími hjá hjúkrunarfræðingum
í óvænt samskipti annars starfsmanns við þátttakanda og að
aðstoða annan starfsmann.
Áhrifaþátturinn, sem mældist oftast hjá sjúkraliðum, var óvænt
samskipti annars starfsmanns við þátttakanda. Af einstökum
mældum áhrifaþáttum fór mestur tími hjá sjúkraliðum á
morgunvöktum í þrif eða frágang á skoli og á kvöldvöktum í að
ganga frá líni og að leita að samstarfsmanni.
Tíðni áhrifaþátta var í flestum tilvikum hærri á morgunvöktum og
fram eftir degi en lægri á kvöldin bæði hjá hjúkrunarfræðingum
og sjúkraliðum. Þó má greina þætti þar sem tíðnin er nokkuð
jöfn frá morgni til kvölds, svo sem leit að samstarfsmanni,
óvænt samskipti aðstandenda við þátttakendur og skort
á lyfjum, líni og vörum. Ástand sjúklings breytt umtalsvert
mældist sjaldan en tók nokkuð af tíma hjúkrunarfræðinga
Atferli og athygli
Í töflu 4 sést hversu oft hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar
fóru á milli staða og hvert þeir fóru oftast. Að meðaltali
fóru hjúkrunarfræðingar á milli staða 127 sinnum á vakt og
sjúkraliðar 139 sinnum. Algengast var að hjúkrunarfræðingar
færu á sjúkrastofur og setustofu sjúklinga, vaktherbergi og
lyfjaherbergi. Sjúkraliðar fóru oftast á sjúkrastofur og setustofu
sjúklinga, vaktherbergi, býtibúr og óhreint skol. Hreyfingar
á milli staða voru nokkuð stöðugar alla vaktina og gengu
þátttakendur að meðaltali um 4 km á vakt. Mynd 3 sýnir
hreyfingar eins hjúkrunarfræðings á einni morgunvakt á milli
staða á deild og mynd 4 sýnir hreyfingar eins sjúkraliða á
annarri morgunvakt á milli staða á deild. Þykkari línur benda til
tíðari ferða. Númerin á myndunum vísa til sjúkrastofa.
Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar breyttu títt atferli sínu og
beindu athyglinni iðulega að nýju viðfangsefni. Mælingar
sýna tíð skipti milli vinnuflokka og vinnuathafna, tíð rof á
vinnu og tíðar hreyfingar milli staða. Að meðaltali beindu
hjúkrunarfræðingar athyglinni að nýju viðfangsefni 175 sinnum
á vakt og sjúkraliðar 143 sinnum. Myndir 5 og 6 sýna
mælingar á vinnuflokkum, áhrifaþáttum og staðsetningu í eina
klukkustund annars vegar hjá hjúkrunarfræðingi og hins vegar
eina klukkustund hjá sjúkraliða. Um er að ræða sýnishorn af
mælingum á virkum degi í báðum tilvikum og á sama tíma dags
í báðum tilvikum. Hins vegar er ekki um að ræða sömu deild né
sama dag hjá hjúkrunarfræðingnum og sjúkraliðanum í þessum
dæmum. Niðurstöðurnar lýsa flókinni vinnu hjúkrunarfræðinga
og sjúkraliða með fjölverkavinnslu þar sem vinna þeirra er títt
rofin.
Bein umönnun
Súrefnisgjöf í nef/vit
Vökvadæla stillt/fylgst með
Húðhirða, athugun, krem, nudd
Sjúklingur settur í hjartasírita
Bláæðaleggur tekinn niður
Þvagblöðruómun
Andlegur stuðningur við sjúklingb
Sýnataka þvags, hægða, hrákaa
Sjúklingur vigtaður
Blóðsykursmæling
Sjúklingur fluttur út fyrir deildb
Sjúklingur fluttur innan deildara
Aðstoð við úthreinsunb
Óbein umönnun
Pappírar sjúklings – frágangur
Rannsóknarbeiðni fyllt út
Tæki fyrir sjúkling útvegað
Aðstandendur aðstoðaðir
Rannsóknarniðurstöður sjúklings prentaðar úta
Leitað að eigum sjúklingsbd
Deildarvinna
Pappírsvinna – almenn fyrir deild
Pantar vörurb
Býtibúr – Þrif/frágangurb
Bað – Þrif/frágangurb
Gengur frá lyfjuma
Gengur frá vörumb
Sækir rúmb
Leitar fyrir aðra deilda
Þrífur tæki/áhöldb
Pantar lyfb
Mynd 1. Vinnuathafnir sem mældust sjaldnar en einu sinni á
vakt að meðaltali hjá þátttakendum (n=8 hjúkrunarfræðingar,
n=10 sjúkraliðar)
aAthöfn sem mældist eingöngu hjá hjúkrunarfræðingum
bAthöfn sem mældist eingöngu hjá sjúkraliðum
dAthöfn sem a.m.k. 1% af tíma sjúkraliða fór í