Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 23
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 2013 19 spennandi þessi hluti starfs heilbrigðis- starfsmanna er. Sótt er í smiðju félags- og heilbrigðisvísindanna til að útskýra hugarheim sjúklinga, hvað hvetur þá og letur og hvað getur skýrt viðhorf þeirra og viðbrögð. Val á heimildum er fjölbreytt og trúverðugt. Dæmisögur brjóta upp textann og virka vel til að útskýra og auðvelda skilning á flóknu umfjöllunarefni. Höfundur skrifar af mikilli þekkingu og á lifandi og sannfærandi hátt. Þetta á sérstaklega við í köflum um sálfélagslega þætti, áhrif menningar og samskipti sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna (þar á meðal kennslu sjúklinga) þar sem endurspeglast ríkur skilningur og virðing fyrir sjúklingum. Hins vegar er bókin ekkert sérstaklega árennileg til lestrar við fyrstu sýn. Mikill samfelldur texti einkennir hana og að ósekju hefði mátt nota myndefni ýmiss konar til að brjóta upp efnið og nota til útskýringa. Nokkrar töflur eru í bókinni en ekki fylgir heildaryfirlit yfir þær; hins vegar eru töflur merktar sérstaklega í orðaskrá þar sem það á við. Kaflinn um hjálpargögn í kennslu (e. instructional aids) hefði gjarnan mátt vera betur uppfærður. Heimildir þar eru allar utan ein frá árunum 1991 til 2000 og mikil þróun hefur orðið í fræðsluaðferðum síðan þá, ekki síst með tilkomu tölvutækni, netsins og félagslegra miðla sem tengjast því. Sama má segja um kaflann um viðbótarmeðferð þar sem flestar heimildir eru eldri en frá árinu 2000 en mikið hefur verið rannsakað og skrifað um notkun hennar á undanförnum árum. Það vekur einnig eftirtekt að ekki er minnst á skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (Sabaté, 2003) sem inniheldur vandaða samantekt um aðheldni í langvinnum sjúkdómum. Umfjöllun er fyrst og fremst um kennslu sjúklinga, eins og höfundur lagði upp með, en lítið er fjallað um nám þeirra, til dæmis út frá kenningum um nám fullorðinna sem hefði verið áhugaverð viðbót. Í heild má því segja að bókin sé yfirgripsmikil, vönduð og ágætlega uppfærð samantekt þekkingar á þeim mörgu þáttum sem hafa þarf í huga við skipulagningu fræðslu og í samskiptum við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Hún gefur yfirsýn yfir ferli sjúklinga frá greiningu til lífsloka og þá þekkingu og skilning sem sjúklingar þurfa á að halda á hverjum tíma. Bókin leiðbeinir og veitir ráðleggingar um samskipti við sjúklinga, hún vekur lesanda til umhugsunar og með því að nota dæmisögur fæst tenging við raunveruleikann og aðstæður sem heilbrigðisstarfsmenn ættu að kannast við og geta nýtt sér. Við endurútgáfu bókarinnar virðist mismikið hafa verið lagt í einstaka kafla en grunnurinn er nú sem fyrr vandaður og stendur vel fyrir sínu. Bókin endurspeglar nútímalegri viðhorf til sjúklinga og fjölskyldna þeirra en áður og býður upp á ný verkfæri í kennslu þeirra. Hún ætti því að koma öllu heilbrigðisstarfsfólki og nemendum í heilbrigðisfræðum, sem eiga samskipti við sjúklinga, að gagni og geta stutt þá í hlutverki sínu sem ráðgjafar og fræðarar. Heimild: Sabaté, E. (ritstj.) (2003). Adherence in long-term therapies: Evidence for action. Genf: The World Health Organisation. Brynja Ingadóttir er sérfræðingur í hjúkrun aðgerðasjúklinga á Landspítala og í doktors- námi við Linköpingháskóla í Svíþjóð þar sem rannsóknarefni hennar er sjúklingafræðsla. Vinun Ráðgjafar- & þjónustumiðstöð Heimaþjónusta fyrir alla Boðið er upp á fjölþætta heimaþjónustu og liðveislu sem er sérsniðin að þörfum hvers og eins. Almennt eftirlit, vöktun og sértæk umönnunarþjónusta sé þess óskað. Á vegum okkar eru sérþjálfaðir starfsmenn og hjúkrunarfræðingar sem sjá um eftirlit. Nánari upplýsingar á www.vinun.is og 578-9800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.