Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 56
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 201352 AÐFERÐ Lýsandi eigindlegt rannsóknarsnið var notað til að öðlast skilning á viðhorfum og reynslu hjúkrunarfræðinga af störfum þeirra á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða. Rýnihópaviðtöl voru valin en með þeim er hægt að afla mikilla gagna á stuttum tíma þar sem kafað er ofan í ákveðið viðfangsefni og reynt að draga fram sem flestar hliðar á því máli sem rýnt er í (Sóley S. Bender, 2003). Þátttakendur voru 22 kvenkynshjúkrunarfræðingar á aldrinum 31 til 65 ára frá fimm hjúkrunarheimilum í Reykjavík og nágrenni sem hafa öll svipaðan fjölda heimilismanna. Haft var samband við forsvarsmenn hjúkrunarheimilanna og gáfu þeir upp nöfn hjúkrunarfræðinga sem uppfylltu valviðmiðin og er því um tilgangsúrtak að ræða. Valviðmiðin voru: að vera hjúkrunarfræðingur og hafa starfað á hjúkrunarheimili við öldrunarhjúkrun í að minnsta kosti tvö ár, vera í að minnsta kosti 60% vinnu þegar rannsóknin væri framkvæmd, vera ekki eingöngu á næturvöktum og tala íslensku. Þrjátíu og tveir þátttakendur voru valdir og var haft samband við þá símleiðis og þeim boðin þátttaka. Tuttugu og tveir tóku þátt og var þeim skipt í fjóra hópa, fimm og sex manna. Fengu þeir kynningarbréf um tilgang rannsóknar og framkvæmd hennar ásamt upplýstu samþykki. Hvorki þurfti leyfi Vísindasiðanefndar né Persónuverndar fyrir þessari rannsókn. Eitt 50-70 mínútna viðtal var tekið við hvern rýnihóp í júní 2011. Einn rannsakenda (JS) gegndi hlutverki stjórnanda og stýrði umræðunum. Aðstoðarmaður sá um hljóðritun og skráði minnispunkta úr viðtölunum. Notaður var hálfstaðlaður spurningarammi sem útbúinn var fyrir þessa rannsókn. Spurningaramminn byggist á rannsóknarspurningunni „Hver eru viðfangsefni hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum?“ og þeim rannsóknum sem rýndar voru um gæði hjúkrunar. Hann inniheldur sex spurningar um viðfangsefni hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum: hvernig þau skarast við vinnu annarra svo sem sjúkraliða, hvaða viðfangsefni eru eingöngu á hendi hjúkrunarfræðinga, hvaða þættir hafa áhrif á störf hjúkrunarfræðinga og hver verða viðfangsefni hjúkrunarfræðinga í framtíðinni. Yfirborðsréttmæti spurningarammans var prófað með hópviðtali við fjóra hjúkrunarfræðinga sem bæði mátu hann og svöruðu honum eins og um rýnihóp væri að ræða. Allir sögðust skilja spurningarammann vel og lögðu til að hann yrði lagður fyrir óbreyttur. Viðtalið var hljóðritað og innihaldsgreint og spurningaramminn síðan metinn með tilliti til niðurstaðna. Engin breyting var gerð á spurningarammanum í kjölfarið. Í hverju viðtali skoðuðu rannsakandi og aðstoðarmaður yrt og óyrt skilaboð og hvort eitthvað hefði verið sett fram á yfirborðslegan eða óljósan hátt. Til þess að ná fram sem skýrustum svörum ítrekaði stjórnandi hvort hann hefði skilið rétt það sem sagt var. Viðtölin voru hljóðrituð og færð í letur orðrétt. Úrvinnsla gagna er byggð á fyrri rannsóknum og fræðilegum forsendum. Gögnin voru lesin yfir með gagnrýnu hugarfari til að skilja og finna hvað væri sameiginlegt í reynslu og kunnáttu þátttakenda. Leitað var að sameiginlegum þemum og þess gætt að það sem í ljós kom væri ekki slitið úr sínu rétta samhengi (Graneheim og Lundman, 2004; Sóley S. Bender, 2003). NIÐURSTÖÐUR Þátttakendur rannsóknarinnar sögðu viðfangsefni hjúkrunarfræðinga, sem starfa á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða, fjölþætt og flókin. Í krafti hjúkrunarfræðilegrar þekkingar, reynslu og lagalegrar ábyrgðar hafa hjúkrunarfræðingarnir alla þræði starfseminnar í hendi sér og var það greint sem yfirþema. Forsendur þessa voru settar fram sem undirþemun að sýna árvekni, hafa yfirsýn og vera vakandi yfir öllu, ásamt því að vera greinandi og sjá hlutina í öðru ljósi. Mynd 1 sýnir þemun og hvað þau fela í sér. Að hafa alla þræði starfseminnar í hendi sér Árvekni, að hafa yfirsýn og vera vakandi yfir öllu Felur í sér: Að koma auga á alla þá þætti sem þarf að huga að til þess að viðhalda og bæta gæði hjúkrunar og lífsgæði heimilisfólks. Að standa vörð um velferð heimilisfólks. Að samþætta þekkingu og færni starfsfólks því sem þarf að huga að og gera. Að vera greinandi og sjá hlutina í öðru ljósi Felur í sér: Fagþekkingu, reynslu og færni hjúkrunarfræðinga. Víðsýni og innsæi í viðfangsefni hjúkrunar. Að greina þarfir heimilismanna og aðstandenda. Að koma auga á það sem er ekki augljóst og bregðast við því á árangursríkan hátt. Mynd 1. Yfirþema og undirþemu og hvað þau fela í sér. Að hafa alla þræði starfseminnar í hendi sér Hjúkrunarfræðingarnir hafa alla þræði starfseminnar í höndum sér og mikilvægar ákvarðanir eru teknar með þátttöku hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunin og samþætting þjónustunnar er að öllu eða mestu leyti í höndum hjúkrunarfræðinga. Stjórnun sjúkraliða og aðstoðarfólks í umönnun er stöðugt viðfangsefni en samskipti við lækna og aðrar samstarfsstéttir er meira bundið við ákveðna tíma sólarhringsins. Samskipti við fjölskyldur eru veigamikil, einkum þegar um erfið veikindi er að ræða. Þau ættu alltaf að vera á hendi hjúkrunarfræðinga. Stuttar og skýrar boðleiðir eru mikilvægar. Það gildir ekki síst varðandi læknisfræðilega meðferð og sérstaklega þegar um breytingar á henni er að ræða en þá búa hjúkrunarfræðingar yfir mikilvægum upplýsingum og eru til ráðgjafar fyrir lækna. Meginþunginn í starfsmannastjórnuninni felst í að skipuleggja, fræða og stýra vinnu sjúkraliða (fagfólks) og mikils fjölda aðstoðarfólks í hjúkrun. Mikill munur er á stjórnuninni eftir því um hvorn hópinn er að ræða: „Það þarf ekki eins marga til að vinna verkin ef maður er með fagfólk; við vinnum öðruvísi.“ „Það er rosalega mikil teymisvinna hérna og unnið mjög náið með sjúkraliðunum ... Að vinna með sjúkraliðum, þá ganga hlutirnir miklu auðveldar fyrir sig. Þú getur komið í veg fyrir þennan óróa og kvíða á allt annan hátt en ófaglærðir gera þegar þeir vinna verkin. Ég finn óskaplegan mun þegar ég vinn með þeim [sjúkraliðunum].“ Mikill tími fer í viðfangsefni tengd skipulagningu á daglegri mönnun. Einnig er tímafrekt að hafa eftirlit með því sem þarf að gera og fylgja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.