Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 43
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 2013 39 Landspítala til fé í svokallað jafnlaunaátak. Á sama tíma viðurkenndi ríkisstjórnin að talsverður launamunur væri milli ráðuneyta. Samningstilboðið Fram kom í fréttum að stjórnvöld voru tilbúin til að veita 370 milljónum króna í endurskoðun stofnanasamnings hjúkrunar f ræðinga á Landspítala. Ekki myndi þó allt fara í laun því launatengd gjöld eru um 25%. Eftir yrðu tæplega 300 milljónir að skipta milli þeirra um 1.350 hjúkrunar fræðinga sem starfa nú á Landspítala. Að kvöldi 4. febrúar sóttu nærri 600 hjúkrunar- fræðingar fund þar sem fjallað var um tilboð um endurskoðun stofnanasamnings á LSH. Tilboðið var nokkuð flókið og með mörgum skilyrðum um vinnuframlag en fól í sér meðaltalshækkun um 18.200 krónur á mánuði. Það samsvarar í grófum dráttum einum launaflokki. Líta mátti á tilboð Landspítalans sem úrslitakosti. Um frekari fjárveitingar væri ekki að ræða og ef tilboðinu yrði hafnað myndi Fagdeild taugahjúkrunarfræðinga stóð í nóvember sl. fyrir námskeiði um taugasjúkdóma. Undirbúningur fyrir námskeiðið „Hjúkrun og meðferð taugasjúklinga“, með Lundbeck sem styrktaraðila, hafði þá staðið yfir um nokkurt skeið. Hópurinn var stórhuga í byrjun og ætlaði að fara akandi með eigin rútu norður í land og halda námskeið bæði á Akureyri og Egilsstöðum. Leggja átti af stað til Akureyrar 2. nóvember sl. en þar sem veðrið var í verra lagi þann dag var ferðinni frestað til 23. nóvember. Þá hélt fríður flokkur af stað fljúgandi með fyrstu vél að morgni. Þátttakendur á námskeiðinu voru um 30 manns og var námskeiðið þeim að kostnaðarlausu. Í boði var 4 klukkustunda námskeið um helstu taugasjúkdóma, að þekkja einkenni frá taugakerfi, notkun viðeigandi gátlista og meðferð. Fyrirlesarar voru sex hjúkrunarfræðingar og einn taugalæknir. Námskeiðið tókst vel og þótti ná vel yfir hjúkrun sjúklinga með hina mismunandi taugasjúkdóma, heilaslag, innanskúmsblæðingu, MND og Parkinsonsveiki. Einnig var fjallað um lyfjameðferð og um næringarvandamál þessara skjólstæðinga. Þátttakendur sýndu efninu mikinn áhuga og ljóst þykir að þörf er fyrir námskeið af þessu tagi til að samræma meðferð og hvetja menn til að nota gátlista. Markmið fagdeildarinnar með ferðinni voru að efla samvinnu á milli hjúkrunarfræðinga, koma nýrri þekkingu á framfæri og kynna fagdeildina. Þetta þótti takast og því er á stefnuskrá fagdeildarinnar að halda „Taugarútunni“ gangandi og stefna að fleiri ferðum um landið – það er að segja ef veður leyfir. Fr ét ta pu nk tu r Fagdeild taugahjúkrunarfræðinga fyllir tankinn á „Taugarútunni“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.