Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 34
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 201330 samfélaginu og skyldur hans við þá sem njóta þjónustu hans svo og þá sem hann á í samskiptum við. Siðareglur hjúkrunarfræðinga kveða á um skyldur hjúkrunarfræðinga gagnvart skjólstæðingum sínum, hjúkrunarstarfinu, samstarfsfólki og samfélaginu í heild. Siðareglurnar eru einn af þeim vegvísum sem hjúkrunarfræðingum ber að fara eftir í starfi sínu og samskiptum við skjólstæðinga og samstarfsfólk. Þær eiga að skerpa á hlutverkum og vera nokkurs konar leiðarvísir um hvar hin almennu siðferðislegu mörk liggja í málum sem geta við fyrstu sýn virkað einföld en reynast vera flókin og umdeilanleg í framkvæmd. Samskipti hjúkrunarfræðinga og skjólstæðinga eru þungamiðja hjúkrunar. Siðareglur eru því nauðsynlegar bæði fyrir hjúkrunarfræðinga og ekki síður þá sem þeir eru í samskiptum við. Í siðareglum hjúkrunarfræðinga er áhersla lögð á velferð og mannhelgi skjólstæðingsins, trúnað við hann og þagmælsku og að hjúkrunarfræðingar gæti að því að heilbrigði og öryggi skjólstæðingsins sé ekki stefnt í hættu. Þá ber hjúkrunarfræðingi að viðhalda og miðla þekkingu sinni, ráðfæra sig við samstarfsaðila með hagsmuni skjólstæðingsins í huga og taka ekki að sér verkefni sem hann ræður ekki við heldur vísa þeim til hæfari aðila. Þar segir enn fremur að hjúkrunarfræðingar skuli haga störfum sínum þannig að þeir séu stétt sinni til sóma og ástundi heiðarleg og holl samskipti við samstarfsfólk bæði innan og utan starfsvettvangs. Siðareglurnar kveða skýrt á um að hjúkrunarfræðingar eigi umfram allt skyldum að gegna við þá sem þarfnast hjúkrunar. Þeim ber skylda til að vekja athygli á því ef ráðstafanir stjórnvalda og annarra stjórnenda ganga gegn hagsmunum skjólstæðinga, svo og ef heilbrigði og öryggi þeirra er stefnt í hættu. Slíkt ber þeim að tilkynna viðeigandi aðilum. Hjúkrunarfræðingar bera faglega og lagalega ábyrgð á störfum sínum. Þeim er skylt að viðhalda þekkingu sinni og færni, taka þátt í þróun þekkingar í hjúkrun og byggja störf sín á rannsóknarniðurstöðum til hagsbóta fyrir skjólstæðinga. Þá ber þeim að hafa frumkvæði að og vera virkir þátttakendur í stefnumótun og eflingu heilbrigðisþjónustunnar. Virðing og traust Siða- og sáttanefnd FÍH telur að það sé öllum hjúkrunarfræðingum hollt og nauðsynlegt að hafa skoðanir og taka þátt í málefnalegum umræðum er snerta hagsmuni þeirra og skjólstæðinga þeirra. Allri umræðu fylgir ábyrgð og einn af leiðarvísunum í því, hvernig sú ábyrgð er uppfyllt, eru siðareglurnar. Því vill nefndin hvetja hjúkrunarfræðinga eindregið til að virða siðareglurnar í öllum sínum athöfnum og gera þá kröfu til sjálfra sín og annarra að þeir haldi umræðunni innan velsæmismarka, beri virðingu fyrir sjálfum sér og kollegum sínum og ástundi heiðarleg og holl samskipti, bæði innan og utan starfsvettvangs. Það er farsæl leið til að viðhalda trúverðugleika stéttarinnar og standa undir þeim trúnaði og trausti sem almenningur ber til hjúkrunarfræðinga. Nú er lag að huga að sumarfríinu en orlofsblað Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga kemur út bráðlega og orlofsvefurinn verður opnaður kl. 9 að morgni 11. mars 2013. Orlofskostirnir í sumar eru 24, þar af eru 5 nýir. Einn þeirra er Vörðuholt í Aðaldal. Þessi bústaður verður til leigu allt árið um kring og ætti að gagnast norðanmönnum sérstaklega vel. Mikið hefur verið kallað eftir bústað á því svæði yfir vetrartímann. Orlofsvefurinn hefur verið stilltur þannig að einungis þeir sjóðsfélagar, sem eiga tilskilinn fjölda orlofs punkta, komast inn á orlofstímabilið fyrir vikuleigu (júní, júlí og ágúst). Úthlutað er samkvæmt punktaeign sjóðsfélaga. Orlof sumarið 2013 Samningar hafa tekist við Wow air en gjafabréf frá þessu flugfélagi koma í stað gjafabréfa Iceland Express. Nýr kostur meðal gjafabréfa er golfkort fyrir einstaklinga og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.