Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Side 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Side 31
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 2013 27 Það leynast margar hættur í starfi hjúkrunarfræðinga. Þegar Þórunn Björg ekur um á leið í heimahjúkrun þarf hún sérstaklega að vara sig á hreindýrunum eins og sést á meðfylgjandi mynd. Hún er tekin fyrir botni Berufjarðar stutt frá Djúpavogi. Þórunn Björg er í 60% starfi og nær því ekki að sinna mjög mikilli heimahjúkrun en ekur samt milli 500 og 1000 kílómetra á mánuði. „Þetta eru nú engar óskaplegar vegalengdir,“ segir Þórunn Björg. „Það eru 50 kílómetrar á Fáskrúðsfjörð norðan við mig en þangað keyri ég vikulega. Lengst fer ég suður um 45 kílómetra í Berufjörð en þar var ég einmitt stödd þegar bóndinn benti mér á að það væri hreindýrahópur í nágrenninu.“ Þórunni Björgu líður vel á Breiðdalsvík. „Þetta er afskaplega þægilegt vinnuumhverfi þegar maður á lítil börn en ég á sex ára tvíbura. Það eru um hundrað metrar í skólann frá heimilinu, engin gata að fara yfir heldur bara brúaður lækur, og stutt rölt á leikskólann yfir einn hól,“ segir hún. Þórunn Björg Jóhannsdóttir er heilsu gæslu hjúkrunar fræðingur á Breið dals vík. Hún er einnig með móttöku á Stöðvarfirði og sér um skólaheilsugæslu á Fáskrúðs firði, Stöðvarfirði og Breið dals- vík. Þá sinnir hún heimahjúkrun alveg suður á Djúpavog. ÝMSAR HÆTTUR Í STARFSUMHVERFI HJÚKRUNARFRÆÐINGA

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.