Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 31
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 2013 27 Það leynast margar hættur í starfi hjúkrunarfræðinga. Þegar Þórunn Björg ekur um á leið í heimahjúkrun þarf hún sérstaklega að vara sig á hreindýrunum eins og sést á meðfylgjandi mynd. Hún er tekin fyrir botni Berufjarðar stutt frá Djúpavogi. Þórunn Björg er í 60% starfi og nær því ekki að sinna mjög mikilli heimahjúkrun en ekur samt milli 500 og 1000 kílómetra á mánuði. „Þetta eru nú engar óskaplegar vegalengdir,“ segir Þórunn Björg. „Það eru 50 kílómetrar á Fáskrúðsfjörð norðan við mig en þangað keyri ég vikulega. Lengst fer ég suður um 45 kílómetra í Berufjörð en þar var ég einmitt stödd þegar bóndinn benti mér á að það væri hreindýrahópur í nágrenninu.“ Þórunni Björgu líður vel á Breiðdalsvík. „Þetta er afskaplega þægilegt vinnuumhverfi þegar maður á lítil börn en ég á sex ára tvíbura. Það eru um hundrað metrar í skólann frá heimilinu, engin gata að fara yfir heldur bara brúaður lækur, og stutt rölt á leikskólann yfir einn hól,“ segir hún. Þórunn Björg Jóhannsdóttir er heilsu gæslu hjúkrunar fræðingur á Breið dals vík. Hún er einnig með móttöku á Stöðvarfirði og sér um skólaheilsugæslu á Fáskrúðs firði, Stöðvarfirði og Breið dals- vík. Þá sinnir hún heimahjúkrun alveg suður á Djúpavog. ÝMSAR HÆTTUR Í STARFSUMHVERFI HJÚKRUNARFRÆÐINGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.