Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 52
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 201348 UMRÆÐA Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar gefa vísbendingar um að þeir sem eru með trausta tengslagerð greini frá meiri gæðum í sínum rómantísku samböndum. Hins vegar hafa þeir sem eru með óttablandnari tengslagerð eða haldnir eru kvíða í tengslum minni sjálfsvirðingu og rómantísk sambönd þeirra einkennast af lakari gæðum. Meginniðurstöðurnar eru því í samræmi við fyrri rannsóknir á þessu sviði og þá hugmyndafræði sem lögð var til grundvallar rannsókninni. Komið hefur í ljós að einstaklingar hafa yfirleitt mikla þörf fyrir sjálfsvirðingu (Leary o.fl., 1995) enda er hún talin hjálpa þeim í aðlögun þeirra að þeim breytingum sem verða í lífi þeirra (Greenberg o.fl., 1992). Samkvæmt mörgum erlendum rannsóknum er jákvætt samband á milli þeirra sem hafa trausta tengslagerð og mikillar sjálfsvirðingar (Bartholomew og Horowitz, 1991) og því kom nokkuð á óvart að ekki fengust þær niðurstöður í þessari rannsókn. Hins vegar kom í ljós neikvætt samband á milli þeirra sem hafa ýkta og óttablandna tengslagerð og sjálfsvirðingar, og samræmist það niðurstöðum erlendra rannsókna (Bartholomew og Horowitz, 1991). Samkvæmt líkani Bartholomew (1990) eru einstaklingar með ýkta eða óttablandna tengslagerð með lítið álit á sjálfum sér og þar af leiðandi litla sjálfsvirðingu. Því eru niðurstöður þessarar rannsóknar í samræmi við fræðilegan bakgrunn rannsóknarinnar. Þeir sem höfðu kvíða í tengslum höfðu minni sjálfsvirðingu og eru þessar niðurstöður í samræmi við niðurstöður margra rannsókna (Gentzler og Kerns, 2004; Schmitt og Allik, 2005). Þegar stofnað er til rómantískra sambanda er talið að þær félagslegu þarfir, sem einstaklingarnir fengu uppfylltar af fjölskyldu og vinum, flytjist yfir í þessi nýju sambönd þar sem áherslan er á það að einstaklingarnir veiti hvor öðrum öryggi og nánd (Galliher o.fl., 2004). Sýnt hefur verið fram á að stöðug og ánægjuleg rómantísk sambönd stuðli að heilbrigði og vellíðan hjá þeim sem í samböndunum eru (Baumeister og Leary, 1995). Í rómantískum samböndum reynir einmitt á það hvernig einstaklingum tekst að laga sig að þeim breytingum sem eiga sér stað og hvernig þeim síðan gengur að takast á við þær tilfinningar, bæði jákvæðar og neikvæðar, sem þar geta komið fram (Collins, 2003). Í þessari rannsókn voru gæðin í rómantískum samböndum könnuð út frá sjálfsvirðingu, tengslagerðum og tengslavíddum. Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar er marktækt jákvætt samband milli sjálfsvirðingar og gæða í rómantískum samböndum og eru þessar niðurstöður í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna (Jones og Cunningham, 1996; Orth o.fl., 2012). Niðurstöðurnar sýndu einnig að þeir sem voru með trausta tengslagerð bjuggu við meiri gæði í rómantískum samböndum og er þetta í samræmi við það sem margar niðurstöður erlendra rannsókna hafa sýnt (Hazan og Shaver, 1987; Monteoliva og García-Martínez, 2005; Welch og Houser, 2010). Allar framangreindar niðurstöður koma heim og saman við líkan Bartholomew (1990) þar sem segir að einstaklingar með trausta tengslagerð séu líklegri til að vera í traustu og ánægjulegu rómantísku sambandi. Sú tengslagerð, sem er andstæð traustri tengslagerð, er óttablandin tengslagerð og kemur það því ekki á óvart að þeir sem sögðust hafa slíka tengslagerð bjuggu við minni gæði í rómantískum samböndum. Þessar niðurstöður eru í samræmi við það sem Gentzler og Kerns (2004) fengu í sinni rannsókn. Það að einstaklingar með óttablandna tengslagerð greini frá litlum gæðum í rómantískum samböndum samræmist líkani Bartholomew (1990) en samkvæmt því eru þessir einstaklingar með neikvæða sýn á sjálfa sig og aðra og telja sig ekki vera þess virði að vera elskaðir. Þeir forðast því náin sambönd enda óttast þeir höfnun (Bartholomew og Horowitz, 1991). Að auki kom fram neikvætt samband á milli þeirra sem sögðust hafa kvíða eða hliðrun í tengslum við gæði í rómantískum samböndum og er það í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna (Meyers og Landsberger, 2002; Saavedra o.fl., 2010). Rannsóknin sýndi að sá sem er kvíðinn í tengslum finnur fyrir minni ánægju, nánd, trausti, ástríðu og ást í sínum rómantísku samböndum. Það kom hins vegar ekki fram neikvætt samband á milli kvíða í tengslum og skuldbindingar eins og hinna þáttanna enda leggja þessir einstaklingar mikla áherslu á að skuldbinda sig í rómantískum samböndum og óttast höfnun. Vegna alls þessa eiga þeir oft erfitt með að fá þörfum sínum í rómantískum samböndum fullnægt (Sibley og Liu, 2006). Þeir einstaklingar, sem greindu frá hliðrun í tengslum, bjuggu við minni gæði í rómantískum samböndum er lutu að ánægju, skuldbindingu, nánd, ástríðu og ást. Þessir einstaklingar eiga oft erfitt með að mynda traust í nánum samböndum enda vilja þeir halda tilfinningalegri Tafla 3. Fylgni tengslagerða og tengslavídda við sjálfsvirðingu og gæði í rómantískum samböndum. Sjálfsvirðing Heildargæði Ánægja Skuldbinding Nánd Traust Ástríða Ást Tengslagerðir Traust 0,05 0,17** 0,15* 0,06 0,01 0,06 0,25*** 0,12 Losaraleg 0,04 -0,08 -0,11 -0,07 -0,09 0,06 0,02 -0,12 Ýkt -0,18*** -0,05 -0,11 0,09 -0,02 -0,12 -0,12 0,04 Óttablandin -0,18*** -0,32*** -0,21** -0,27*** -0,27*** -0,28*** -0,17** -0,29*** Tengslavíddir Kvíði -0,22*** -0,23*** -0,17** 0,09 -0,15* -0,25*** -0,25*** -0,13* Hliðrun -0,02 -0,24*** -0,17** -0,22** -0,20** -0,09 -0,15* -0,26*** *p<0,05, **p<0,01, ***p<0,001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.