Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 47
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 2013 43 að skapa það umhverfi að konan sé sjálf við stjórnvölinn með stuðningi fagfólks þar sem áhersla er lögð á traust, virðingu og upplýsingagjöf í öllu ferlinu. Grundvallarhugmyndafræði hjúkrunar um að veita heildræna en jafnframt einstaklingshæfða umönnun á mjög vel við í umönnun kvenna í fæðingu. Í mínu starfi er bein snerting og nálægð við konurnar óhjákvæmileg til dæmis við að meta hríðar eða nudda bak til að lina hríðaverki. Þá eru ljósmæður og hjúkrunarfræðingar í mikilli nánd við fólk, oft á erfiðum tímum í lífi þess. Með nærveru okkar erum við mikilvægir þátttakendur í erfiðum ákvörðunum og á örlagastundum. Framkoma okkar, nærvera og snerting skiptir fólk máli. Einlægur áhugi á líðan fólks og velferð sýnir að við berum virðingu fyrir því og við sýnum því samhygð og veitum því athygli. Sem ljósmóðir er ég vitni að og þátttakandi í þeim gleðilega atburði þegar barn fæðist. Það geta þó verið tímar átaka þegar ekki gengur vel eða lífshættulegt ástand skapast. Með nærveru minni og snertingu tel ég að ég geti haft áhrif. Á sama hátt og snerting við skjólstæðinga okkar hefur áhrif á velferð þeirra hefur snerting okkar við samstarfsfólk og stjórnendur áhrif á velferð okkar. Forysta, sem hefur einlægan áhuga á högum og velferð samstarfsfólksins, endurspeglar virðingu og skapar traust. Hugmyndafræði þjónandi forystu felur í sér samskipti og forystu sem er grunduð á þjónustu og hafa rannsóknir sýnt jákvæð tengsl við starfsánægju og vellíðan starfsfólks. Dæmi um slíka forystu er áðurnefnd fyrirmynd mín, Vigdís Magnúsdóttir, sem hlustaði á hugmyndir annarra og sinnti þörfum samstarfsfólks síns með virkri hlustun, leiðsögn og tækifærum til að vaxa og þroskast í starfi. Ég tel slíka aðferð í stjórnun sérstaklega mikilvæga nú um stundir þegar erfiðlega gengur í rekstri og álag er mikið. Einmitt þá getur viðhorf og framkoma stjórnanda skipt sköpum um líðan starfsfólksins. Ég fylgi skjólstæðingum mínum áfram upp stigann og inn á fæðingardeildina. Þau eiga fyrir höndum eitt stærsta verkefni ævi sinnar. Saman mun þeim takast það og með snertingu minni, nærveru og sérþekkingu vil ég aðstoða þau við að gera þann atburð eins jákvæðan og hægt er. Ég skora á Aðalbjörgu Stefaníu Helgadóttur að skrifa næsta þankastrik. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.