Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 54
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 201350 ÚTDRÁTTUR Til að tryggja þau gæði, sem eru grundvallaratriði fyrir vellíðan heimilismanna á hjúkrunarheimilum, er nauðsynlegt að greina framlag hjúkrunarfræðinga til hjúkrunar aldraðra. Tilgangur þessarar eigindlegu rannsóknar var að varpa ljósi á viðfangsefni hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum og lýsa því í hverju störf þeirra eru fólgin. Tekin voru fjögur rýnihópaviðtöl við samtals 22 hjúkrunarfræðinga frá fimm hjúkrunarheimilum. Notaður var hálfstaðlaður viðtalsrammi. Viðtölin voru þemagreind. Niðurstöður sýndu fjölþætt og flókin viðfangsefni hjúkrunarfræðinga. Yfirþemað var að hafa alla þræði starfseminnar í hendi sér. Undirþemun voru árvekni, að hafa yfirsýn og vera vakandi yfir öllu og að vera greinandi og sjá hlutina í öðru ljósi. Á grundvelli þess fjárhagslega umhverfis, sem hjúkrunarfræðingar starfa nú í, eru þeir hins vegar í ákveðnu öngstræti við að tryggja gæði hjúkrunarinnar. Markviss stjórnun og fagleg forysta skiptir þá sköpum fyrir gæði hjúkrunar á hjúkrunarheimilum. Styrkur hjúkrunarfræðinga liggur í þekkingu þeirra og hinni heildrænu nálgun sem þeir beita. Niðurstöður þessarar rannsóknar geta nýst sem grunnur fyrir frekari rannsóknir á viðfangsefninu auk þess að vera mikilvægt framlag þekkingar til hjúkrunarfræðinga, hjúkrunarstjórnenda og ráðamanna öldrunarmála. Lykilorð: hjúkrunarfræðingar, hjúkrunarheimili, rýnihópar, öldrunarhjúkrun. INNGANGUR Hjúkrunarfræðingar bera ábyrgð á að veitt sé fullnægjandi hjúkrun á heilbrigðisstofnunum landsins. Markmið hjúkrunar á hjúkrunarheimilum er að tryggja vellíðan heimilismanna með því að viðhalda færni þeirra til athafna daglegs lífs, draga úr áhrifum sjúkdóma og tryggja friðsælan dauðdaga. Heildræn nálgun í umönnun heimilismanna, sem byggð er á þekkingu og faglegri færni, er forsenda þess að þessu markmiði sé náð. Það verður ekki gert nema tryggður sé viðeigandi mannafli fagfólks. Á síðustu árum hefur mönnun á hjúkrunarheimilum verið talsvert til umfjöllunar. Í fyrstu var það vegna þess að erfiðlega gekk að manna heimilin fagfólki, þ.e. hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum, og stærsti hluti starfsfólksins var ófaglærður. Síðar jókst þessi vandi vegna niðurskurðar í heilbrigðisþjónustunni þar sem rekstrarfé skorti til að ráða nægilega margt fagfólk. Árið 2001 lagði gæðaráð Landlæknisembættisins í öldrunarhjúkrun fram ábendingar um hjúkrunarmönnun á öldrunarstofnunum (Landlæknisembættið, 2001) byggðar á lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999. Þar eru sett fram mönnunarlíkön sem gera ráð fyrir að eingöngu hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sinni umönnun á hjúkrunarheimilum. Þegar þessi mönnunarlíkön eru skoðuð 10 árum síðar er ljóst að þeim hefur ekki verið fylgt. Hjúkrunarþyngd á hjúkrunarheimilum hefur aukist töluvert á síðustu árum. Árið 2005 var þyngdarstuðull fyrir hjúkrunarrými 0,98 en hafði hækkað í 1,03 fyrir árið 2011 (Sigríður Egilsdóttir, munnleg heimild 16. desember 2011). Í ábendingum gæðaráðsins kemur fram ákveðinn vendipunktur. Fari þyngdarstuðull yfir 1 þarf að fjölga fagmenntuðu starfsfólki vegna aukins umfangs og eðlis hjúkrunarvandamálanna sem fengist er við. Í reynd er það svo að mönnunarlíkön hjúkrunarheimila eru ekki í samræmi við mönnunarlíkön gæðaráðs í öldrunarhjúkrun og ef eitthvað er þá hefur fagfólki fækkað hlutfallslega og semsetning mannaflans því frekar færst fjær en nær æskilegri mönnun síðustu árin. Þessi neikvæða þróun í samsetningu mannaflans á hjúkrunarheimilum ógnar gæðum þjónustunnar og þar með velferð og öryggi heimilismanna. Á þetta var bent í ályktun félagsráðsfundar Félags íslenskra Jónbjörg Sigurjónsdóttir, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ og hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Helga Jónsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala Birna G. Flygenring, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Helga Bragadóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala VIÐFANGSEFNI HJÚKRUNARFRÆÐINGA Á HJÚKRUNARHEIMILUM – AÐ HAFA ALLA ÞRÆÐI Í HENDI SÉR ENGLISH SUMMARY Sigurjónsdóttir, J., Jónsdóttir, H., Flygenring, B.G., Bragadóttir, H. The Icelandic Journal of Nursing, 89 (1), 50­56 THE CONTRIBUTION OF NURSES TO THE CARE OF RESIDENTS OF NURSING HOMES – KEEPING ALL STRINGS IN ONE’S HAND To ensure quality care in nursing homes for the elderly there is a need to identify what registered nurses contribute to the quality of long-term care. The purpose of this qualitative study was to shed light on the undertakings of registered nurses in nursing homes and what their work entails. Four focus group interviews were done with a total of 22 nurses from five nursing homes. A semi-structured interview framework was used. Data were analyzed into themes. Findings reveal manifold and complex undertakings of registered nurses in nursing homes. The main theme identified was keeping all strings in one’s hand. The subthemes identified were vigilance, overview and constant surveillance and being analytical and seeing things from a new perspective. However, with the current tight economic situation in which nurses are now bound to carry out their work, they are so to speak located in a dead end street in seeking ways to ensure quality nursing care. Purposeful management and professional leadership in nursing is thus crucial for quality care in nursing homes. The strength of the work of registered nurses in nursing homes lies in their knowledge and their holistic work approach. Study findings may be used as ground for further studying the matter besides being valuable knowledge for nurse clinicians, managers, and policy makers who are in charge of the care of the elderly. Key words: registered nurses, nursing home, focus groups, geriatric nursing. Correspondance: helgabra@hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.