Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 9
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 2013 5 Ef hjúkrunarfræðingar, geislafræðingar, læknar og hugsanlega fleiri stéttir yfirgefa spítalann í stórum hópum, eins og lítur nú út fyrir, má gera ráð fyrir að það muni taka mörg ár að koma honum í gott horf aftur þó að stjórnvöld breyti forgangsröðun sinni og leggi til marga milljarða í haust. Uppsagnir hafa margföldunaráhrif því enginn vill verða fyrir því álagi sem skapast þegar hann er einn eftir á vinnustaðnum. Þá er traustið milli stjórnar spítalans og starfsmanna hrunið og það tekur mörg ár að byggja það upp aftur. Stjórnvöldum finnst eflaust hjúkrunarfræðingar vera óþægir og óþakklátir. Ef skoðuð er saga hjúkrunar á Íslandi má sjá að hjúkrunarfræðingar hafa verið til skiptis bæði mjög þægir og mjög óþægir. Oft hafa þeir verið til friðs og látið nægja að sinna sjúklingum sínum þrátt fyrir erfið skilyrði en þeir hafa líka farið í verkfall og gengið út úr heildarsamtökum launþega. Það er staðreynd að ef mönnum finnst vera komið illa fram við þá verða þeir gjarnan óþægir og uppreisnargjarnir. Nú blasir við að Landspítali verður óstarfhæfur í vor og í sumar ef ekkert verður að gert. Hvert eiga sjúklingar að fara? Hingað til hefur lítið heyrst frá sjúklingasamtökum og líklega trúir því enginn að þetta fari svona langt. Það er von mín að þessi pistill sé orðinn úreltur þegar þetta tölublað kemur úr prentsmiðjunni en ég er mjög áhyggjufullur. Í október sl. var undirritað samkomulag milli velferðarráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins annars vegar og nokkurra stéttarfélaga og heildarsamtaka hins vegar um samstarfs- og samráðsvettvang um launajafnrétti kynjanna. FÍH var fyrst boðið að taka þátt en svo var það dregið til baka á hæpnum forsendum. Skipað var svo í aðgerðahóp 20. desember sl. þannig að hann hefur væntanlega lítið gert hingað til. Það er dálítið fyndið að eini starfshópurinn, sem ríkisstjórnin hefur hingað til boðið einhverja leiðréttingu á kynjabundnum launamismun, komi úr stéttinni sem velferðarráðuneytið útilokaði frá samkomulaginu. FÍH hefur reyndar lagt sig fram um að þoka þessu máli áfram. Á sama tíma og menn veltu fyrir sér hverjir ættu að taka sæti í aðgerðarhópi um launajafnrétti gengu fulltrúar FÍH á fund velferðarráðherra, embættismanna fjármálaráðuneytisins og flestra þingflokka Alþingis og lögðu fram tölfræði um launamismun innan ríkisins. Málið er nú komið rækilega á dagskrá í samfélagsumræðunni og verður áhugavert að fylgjast með framvindunni. 2019 verður hjúkrunarfélagið 100 ára. Skyldi þá loksins vera hægt að segja að baráttunni fyrir launajafnrétti kynjanna sé lokið? Tímarit hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 6405 Bréfsími 540 6401 Netfang christer@hjukrun.is Vefsíða www.hjukrun.is Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sími skrifstofu 540 6400 Ritstjóri og ábyrgðarmaður Christer Magnusson Ritstjórnarfulltrúi Sunna K. Símonardóttir Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu christer@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu- og fræðigreina er að finna á vefsíðu tímaritsins. Ritnefnd: Árún K. Sigurðardóttir Ásta Thoroddsen Brynja Örlygsdóttir Dóróthea Bergs Kolbrún Albertsdóttir Oddný S. Gunnarsdóttir Þorsteinn Jónsson Fréttaefni: Aðalbjörg Finnbogadóttir, Christer Magnusson o.fl. Ljósmyndir: Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, Christer Magnusson o.fl. Próförk og yfirlestur: Ragnar Hauksson Auglýsingar: Þórdís Gunnarsdóttir, sími 866 3855 Hönnun: Þór Ingólfsson, grafískur hönnuður FÍT Prentvinnsla: Litróf Upplag 4000 eintök Pökkun og dreifing: Póstdreifing LANDSPÍTALI Í ORRAHRÍÐ Undanfarið hafa æ fleiri starfsmenn Landspítalans lýst því yfir að ekki verði við unað að vinna þar lengur. Þetta er mjög alvarleg staða sem stjórnvöld verða að takast á við af krafti. Christer Magnusson. Ritstjóraspjall
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.