Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 58
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 201354 og sjá til þess að verkin séu unnin. Að passa upp á allar varnir eins og legusáravarnir, yfirumsjón með lyfjagjöfum og aukaverkunum lyfja, að sjá til þess að fólkinu líði vel, auka færni og lífsgæði [þess].“ Þrátt fyrir að fjölþættir sjúkdómar og kvillar hrjái aldrað heimilis- fólk á hjúkrunarheimilum og að það þurfi flókna meðferð, þá þarf fyrst og fremst að leggja áherslu á að viðhalda og auka lífsgæði og vellíðan heimilisfólks. Þannig þarf að skapa hinum aldraða heimili og það þarf að gera hjúkrunarheimilið og umhverfi þess heimilislegt. Það krefst öðruvísi hugsunar en umönnun aldraðra á spítala þó svo að heimilismenn séu oft mjög veikburða og mikið veikir. Þannig er um útvíkkaða sjúkrahjúkrun að ræða þar sem félagsleg hlið tilverunnar fær meira vægi. Hjúkrunarheimilið er því hvoru tveggja í senn, heimili og sjúkradeild þar sem heimilisfólki er fylgt síðasta spölinn á lífsleiðinni. Eitt af því sem nýlega hefur breyst á hjúkrunarheimilum er að samskipti við aðstandendur hafa aukist verulega. Aðstandendur gera miklar kröfur um aðbúnað og umönnun sinna nánustu og oft er erfitt að koma til móts við óskir þeirra um það sem betur má fara. Þetta er ekki síst bagalegt þar sem mönnun og fjármagn fylgir ekki þessum auknu kröfum. Þvert á móti eru uppi kröfur um enn meiri sparnað. Einn þátttakandi sagði: „Það á bara að segja fólki satt: Þjónustustigið hefur lækkað, það er bara þannig.“ Reynsla og innsæi hjálpar hjúkrunarfræðingum að lesa á milli línanna og oft er því hægt að koma í veg fyrir misskilning og reiði aðstandenda. Þannig sinna hjúkrunarfræðingar mikilli fjölskylduhjúkrun bæði við upphaf og ekki síður við lok dvalarinnar. Sýna þarf aðstandendum mikinn skilning og stuðning því þeir eiga oft mjög erfitt þegar aldrað foreldri er ósátt og jafnvel grátandi yfir því að þurfa að flytja á hjúkrunarheimili. Sorg og eftirsjá fylgir því bæði fyrir einstaklinginn og fjölskylduna að hann þurfi að flytja á hjúkrunarheimili: „Þetta er ekki síður erfitt fyrir aðstandandann. Þannig að maður er bæði að hjálpa viðkomandi að aðlagast nýju umhverfi og styðja við bakið á aðstandendum.“ „Þetta eru erfið spor. Það er ekki talað um þetta, bara talað um það hvað þeir eru duglegir sem eru heima enn þá, ekki talað um að þú getir verið duglegur þrátt fyrir að þurfa að þiggja aðstoð.“ Þegar dauðinn nálgast hafa hjúkrunarfræðingarnir oftast frumkvæði að líknarmeðferð. Í samráði við lækni er boðað til fjölskyldufundar og í tengslum við slíkan fund er líknarmeðferð útfærð og ákvarðanir teknar sem hjúkrunarfræðingar framfylgja síðan. Að vera greinandi og sjá hlutina í öðru ljósi Að vera greinandi og sjá hlutina í öðru ljósi byggist á fagþekkingu, reynslu og færni hjúkrunarfræðinga og felur í sér víðsýni og innsæi í viðfangsefni hjúkrunar. Víðsýni hjúkrunarfræðinga byggist meðal annars á faglegri þekkingu, reynslu og tilfinningu fyrir manneskjunni og umhverfinu sem þeir starfa í. Innsæi felur meðal annars í sér leikni og reynslu í að skilja óyrt skilaboð og lesa milli línanna. Þátttakendur sögðu hjúkrunarfræðinga fljótari en annað starfsfólk að átta sig á og greina vandamál. Þeir þurfa að vera góðir að greina það sem ekki er sagt með orðum. Einn þátttakandi sagði: „Við þurfum að vera ofboðslega vakandi fyrir alls konar svona þáttum í hjúkrun, í því að sinna fólki sem ekki getur tjáð sig.“ Þátttakendur töldu að heildræn og greinandi nálgun hjúkrunarfræðinga gerði þeim kleift að átta sig á þörfum heimilisfólks og ákveða hver á að sinna hverju viðfangsefni. Þau viðfangsefni, sem þátttakendur töldu eingöngu vera á hendi hjúkrunarfræðinga, eru að skipuleggja hjúkrunarmeðferð, skipuleggja fjölskyldufundi, meta árangur hjúkrunarmeðferðar og læknisfræðilegrar meðferðar, meðhöndla lyf og lyfjagjafir, mat á og eftirlit með aukaverkunum lyfja, stjórnun starfsfólks, samskipti við aðrar fagstéttir, sérstaklega lækna, og að framfylgja fyrirmælum lækna. Hvað varðar hjúkrunarmeðferð þá lögðu þeir áherslu á sárameðferð, líknarmeðferð, samskipti við fjölskyldur, lyfjatiltekt, gjöf stungu- og eftirritunarskyldra lyfja og mat á hvenær kalla eigi á lækni þegar heimilismaður veiktist en það ætti eingöngu að vera á hendi hjúkrunarfræðinga. Sumir þátttakenda töldu að hægt væri að úthluta ákvörðunum um hjúkrunarmeðferð til sjúkraliða þegar um væri að ræða ósérhæfða meðferð. Slík hjúkrunarmeðferð tengdist athöfnum daglegs lífs og hreyfingu. Reyndin er sú að stundum er lyfjagjöf á höndum sjúkraliða. Engu að síður er ábyrgðin hjúkrunarfræðinganna og þeir sjá um lyfjabreytingar og mat á því hvort þörf er á lyfjagjöf. Góð fyrirmynd er mikilvæg fyrir starfsfólk á hjúkrunarheimilum. Það skiptir miklu máli hvernig talað er og komið fram við heimilisfólk og þurfa hjúkrunarfræðingar að sýna gott fordæmi. Makar heimilismanna dvelja margir hverjir lengi dags hjá sínum nánustu og þiggja ýmsa persónulega þjónustu af hjúkrunarfræðingum. Hjúkrunarfræðingar geta þurft að vera túlkar fyrir erlenda starfsmenn til að tryggja að skilaboð komist til skila og fyrirbyggja misskilning þrátt fyrir að starfsmennirnir tali nokkuð góða íslensku: „En það er ekki nóg að vera nokkuð fær í íslenskunni því menningarheimarnir eru svo ólíkir, svona gjörólíkir.“ UMRÆÐA Þemun, sem greindust úr svörum þátttakenda og lýsa viðfangsefnum hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum, eru samtvinnuð og í raun greinar af sama meiði. Því er ekki hægt að fjalla um eitt þeirra án þess að taka hin til umfjöllunar um leið. Umræður taka því á heildarniðurstöðum rannsóknarinnar og hvaða þýðingu þær hafa fyrir hjúkrun aldraðra á hjúkrunarheimilum. Viðfangsefni hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum er fyrst og fremst að hafa alla þræði í hendi sér svo að veita megi þá hjúkrun sem heimilismenn þarfnast. Hjúkrunarfræðingar nálgast viðfangsefni sín með árvekni og yfirsýn og með því að vera vakandi yfir öllu, og með því að vera greinandi og sjá hlutina í öðru ljósi. Þessi yfirsýn og innsýn byggist á hjúkrunarfræðilegri þekkingu og klínískri færni. Þau verkefni, sem hjúkrunarfræðingar á hjúkrunarheimilum sinna, lúta að skipulagi og framkvæmd hjúkrunar þar sem leitast er við að ná árangri og veita gæðahjúkrun. Gerðar eru sífellt meiri kröfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.