Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Side 30
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 201326
„nurse practitioner“-menntun núna um
8-9% af öllum hjúkrunarfræðingum. Ég
vil sjá klínískt færari hjúkrunarfræðinga
sem fá að gera meira því stundum er
þeim haldið svolítið niðri. Svo er það
líka undir yfirmönnum komið hvernig
þetta er á hverjum stað,“ segir hún.
Fyrirmyndin er að sögn Helgu Sæunnar
hjúkrunarstýrðar móttökur sem hafa
sprottið upp víðs vegar á síðustu árum.
Þær eru oft fyrir ákveðna sjúklingahópa
eins og hjartasjúklinga, lungnasjúklinga
og sykursjúka en mættu líka vera opnar
móttökur þar sem hjúkrunarfræðingar
geta greint og flokkað, sinnt sumu sjálfir
og sent annað frá sér. Helgu Sæunni
finnst líka að hjúkrunarfræðingar eigi að
geta saumað sár. Til þess þarf námskeið
og samhæfðar verklagsreglur um hvernig
hjúkrunarfræðingar vinna í móttöku.
„Ég vil sjá klínískt færari
hjúkrunarfræðinga sem
fá að gera meira því
stundum er þeim haldið
svolítið niðri.“
Formaður fagdeildar
Helga Sæunn er virk í fagdeild
heilsugæsluhjúkrunarfræðinga og hefur
verið formaður hennar síðan í nóvember
2009. Í því felst að halda utan um
deildina og stjórnina en einnig að vera
andlit deildarinnar. Mikill tími fer í að
skipuleggja fundi, svara fyrirspurnum
og erindum og eiga samskipti við
félagsmenn. Deildin fylgist með því sem
gerist í heilsugæslumálum og hefur einnig
haft frumkvæði að breytingum. „Okkur
finnst heilsugæslan, og þá sérstaklega
á Stór-Reykjavíkursvæðinu, ekki þróast
sem skyldi. Við viljum sjá að það sé
einhver stefna í menntunarmálum. Það
eru til dæmis ekki margir sérfræðingar í
heilsugæsluhjúkrun á landinu. Við höfum
fundað með ýmsum aðilum um þetta
vegna þess að við höfum áhyggjur af
þessu. Við viljum eiga samstarf við
aðra aðila og viljum sjá fleiri fagstéttir
þróast líka innan heilsugæslunnar.
Þá erum við aðallega að tala um
móttökustarfið en það er misjafnt eftir
heilsugæslustöðvum hvað gert er. Sums
staðar gera hjúkrunarfræðingar nánast
ekkert í móttöku en annars staðar gera
þeir talsvert meira. Við funduðum til
dæmis með fólki í velferðarráðuneytinu
2011 og með yfirhjúkrunarfræðingum í
heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Við
afhentum þá tillögur um það sem okkur
finnst að þurfi að gera og skrifuðum
greinar í blöðin.“
Fagdeildin heldur fræðslufundi að
meðaltali einu sinni á ári, oft í sambandi
við aðalfund. Þá er einnig ákveðið hverjir
fá styrk frá deildinni. „Eftir að þessi
stjórn, sem nú situr, tók við bjuggum
við til styrktarsjóð og reglur um hann
og höfum árlega afhent nokkra 40.000
króna styrki,“ segir Helga Sæunn.
Erlent samstarf, og þá sérstaklega við
Norðurlönd, er töluverður hluti af starfinu.
„Í september 2011 var ráðstefna í Ósló
um hjúkrun barna og unglinga og tók
fagdeildin þátt í undirbúningi í samstarfi
við hin löndin.
„Við setjum mikið efni á
Facebook og viljum fá
umræðu.“
Fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga
var fyrsta fagdeildin sem stofnaði
Facebook-síðu. „Við setjum mikið efni þar
inn og viljum fá umræðu. Svo stofnuðum
við líka sér heimasíðu en hættum við hana
af því að fólk fer ekki bæði á Facebook,
heimasíðu okkar og heimasíðu félagsins.
Það má ekki vera of mikið,“ segir
hún. Stjórn fagdeildarinnar ákvað fyrir
nokkrum árum að efla tengslin út á land
og kynnast betur félagsmönnum utan
höfuðborgarsvæðisins. „Við höfum nú
þrjú haust farið út á land en 2010 fórum
við í heimsókn í heilsugæslustöðvarnar á
Akranesi og í Stykkishólmi og hjúkrunar-
fræðingarnir þar sýndu okkur stöðina
og við sögðum frá hvað er að gerast í
fagdeildinni. 2011 fórum við á Selfoss
og Hvolsvöll og 2012 fórum við á
Sauðárkrók og Blönduós. Þá fórum við í
leiðinni á þing svæðisdeildar Norðurlands
og læknafélagsins á Akureyri en þar var
ég með erindi um „nurse practitioners“,“
segir Helga Sæunn.
Nýjasta verkefni fagdeildarinnar er að
taka þátt í störfum vinnuhópa sem
stofnaðir voru á hjúkrunarþinginu í
nóvember sl. Lesa má um þetta í 5.
tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga frá
í fyrra en ætlunin er að ræða og gera
tillögur um annars vegar menntun og
hins vegar hlutverk hjúkrunarfræðinga í
móttöku á heilsugæslustöðvum.
Heilsutengd ferðaþjónusta
Um þessar mundir er Helga Sæunn í
hálfri vinnu þar sem hún er í námi. „Ég
er núna í leiðsögunámi en mig hefur
alltaf langað að læra leiðsögn. Ég er
mikið fyrir að vera úti í náttúrunni og
svo finnst mér líka gaman að vera með
fólki og vinna með fólki. Ég sameina
þar hjúkrun og útivist og langar að gera
eitthvað með það. Ég hef ekki unnið
beint við leiðsögn en maðurinn minn
er hreindýraleiðsögumaður og ég hef
gengið með honum og hjálpað til við
að skipuleggja gistingu og annað fyrir
hópana. Þetta finnst mér mjög gaman.
Draumurinn er að samnýta þetta í eins
konar heilsutengdri ferðaþjónustu. Ég
gæti til dæmis tekið að mér hópa af
gömlu fólki af því að eftir því sem fólk er
eldra eru meiri líkur á heilsuvandamálum.
Þá hentar vel að leiðsögumaðurinn sé
hjúkrunarfræðingur. Ég væri alveg til
í að samhæfa þetta á einhvern hátt
í framtíðinni,“ segir Helga Sæunn að
lokum.