Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 17
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 2013 13 Ríflega helmingur svarenda starfar nú í vaktavinnu en 49,4% svarenda eru í dagvinnu. Starfsumhverfi hjúkrunar- fræðinga hefur samkvæmt þessu tekið verulegum breytingum á undanförnum árum. Sólarhringslegudeildum hefur verið breytt í 5 daga deildir og dag- og göngudeildir. 52,2% svarenda hafa lokið formlegu framhaldsnámi og þar af 35,1% í hjúkrun. Meðalstarfshlutfall hjúkrunarfræðinga er samkvæmt könnuninni 82,5% og ekki er marktækur munur á breytingu á milli ára. Þeir sem starfa einvörðungu í dagvinnu eru í hærra starfshlutfalli, eða 85,6%, heldur en þeir sem eru í vaktavinnu því þeir eru að meðaltali í 79,5% starfshlutfalli. Starfshlutfallið eykst með aukinni ábyrgð og er að meðaltali 90,7% hjá stjórnendum í hjúkrun. Þegar spurt var: „Á hversu mörgum vinnustöðum vinnur þú?“ svöruðu 87,1% að þeir störfuðu á einum vinnustað, 10,3% að þeir störfuðu á tveimur vinnustöðum og 1,7% að þeir störfuðu á þremur vinnustöðum. Dæmi eru um að hjúkrunarfræðingar vinni allt að 130% vinnu til þess að ná endum saman. 31,4% svarenda, sem eru í meira en einu starfi, starfa utan heilbrigðiskerfisins. Þegar spurt var: „Hefur þú unnið erlendis á síðustu 12 mánuðum?“ svöruðu 9,6% spurningunni játandi en 90,4% svöruðu neitandi. Af þeim sem svöruðu játandi höfðu flestir, eða 87,7%, farið til Noregs til starfa. Sem dæmi um athugasemdir í könnuninni þá fékk einn svarandi 318.000 kr. útborgaðar að frádregnum 37% skatti fyrir 60 stunda vinnu í Noregi. 19,5% svarenda höfðu fengið launahækkanir umfram kjarasamnings bundnar hækkanir en það er ánægjulegt og samtímis hvatning til annarra hjúkrunar fræðinga um að fara í launaviðtal við yfir menn sína. 2,6% svarenda segja grunn laun sín hafa lækkað. 17,6% hjúkrunarfræðinga eru í launaflokki 6 og 17,2% í launaflokki 7 en þeir eru algengustu launaflokkarnir. Flestir hjúkrunarfræðingar eru í launaflokkum 5-8 eða 52,9%. Þegar spurt var um álagsflokk kom í ljós að 15,9% voru í álagþrepi 3 og 15,6% í álagsþrepi 5 sem jafnframt eru algengustu álagsþrepin. Stærsti hópurinn er í álagsþrepum 3-6 eða 59,1% svarenda. Meðalgrunnlaun (dagvinnulaun) hjúkrunar fræðinga eru samkvæmt könnuninni 383.153 kr. á mánuði fyrir fullt starf. Meðalgrunnlaun almennra hjúkrunar fræðinga fyrir fullt starf eru 353.708 kr. Þegar þessi laun eru greind niður á aldurs hópa eru meðal grunnlaun hjúkrunarfræðinga á aldrinum 25-34 ára 318.707 kr., 35-44 ára 378.496 kr., 45-54 ára 402.249 kr. og 55-71 árs 402.908 kr. Allar þessar tölur miðast við fullt starf. Greiðslur vegna vaktaálags nema að meðaltali 59.110 á mánuði fyrir fullt starf og hafa samkvæmt könnuninni lækkað um 7,2% á milli ára. Heildarupphæð allra launagreiðslna á launaseðli voru að meðaltali 437.826 kr. fyrir hlutastarf (82,5%) en 529.684 kr. fyrir fullt starf. Heildarupphæð allra launagreiðslna hjá almennum hjúkrunarfræðingum var 398.962 kr. fyrir hlutastarf (82,5%) og 510.440 kr. fyrir fullt starf. Þegar þessar tölur eru skoðaðar með tilliti til aldursdreifingar eru meðalheildarlaun almennra hjúkrunarfræðinga á aldrinum 23-34 ára 478.546 kr., 35-44 ára 543.027 kr., 45-54 ára 542.462 kr. og 55-71 árs kr. 533.120. Þessar tölur miðast allar við fullt starf. Þegar spurt var hvort breyting hefði orðið á viðbótarkjörum kom í ljós að viðbótarkjörum hefur verið sagt upp hjá 4,6 % svarenda en 8% svöruðu því játandi í síðustu könnun. Þegar spurt var hvort viðkomandi hefði fengið uppsögn í starfi svöruðu 97,9% svarenda því neitandi, 0,7% að þeim hefði verið sagt upp starfinu að öllu leyti og 1,5 % að þeir hefðu misst starfið að hluta. Þetta er ómarktæk breyting frá fyrra ári. Kjör félagsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.