Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 36
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 201332 HJÚKRUNARMÓTTAKA FYRIR KRANSÆÐASJÚKLINGA Christer Magnusson, christer@hjukrun.is Í júní 2012 lokaði Landspítali göngudeild kransæðasjúklinga en það var hjúkrunarmóttaka fyrir þá sem hafa gengist undir kransæðavíkkun á hjartadeild. Hjúkrunarfræðingunum á hjartadeildinni fannst það ótækt og tveir þeirra ákváðu að opna einkarekna móttöku. Tveir hjúkrunarfræðingar, Hildur Rut Albertsdóttir og Sólveig Helga Ákadóttir, tóku í ágúst sl. á móti fyrsta sjúklingnum á móttöku fyrir kransæðasjúklinga í Læknasetrinu í Mjódd. Þetta bar brátt að og ekki var mikill tími til undirbúnings. „Boltinn fór bara að rúlla,“ segir Sólveig Helga. Þær fóru af stað án þess að hafa hugsað mikið um rekstur, skattamál og þess háttar. „Við ákváðum bara að láta slag standa og halda áfram með þessa starfsemi á nýjum stað. Við höfum svo verið að læra um rekstur á meðan við sinnum sjúklingum,“ segir Hildur Rut. Hildur Rut og Sólveig Helga útskrifuðust báðar frá hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands 2007 og skrifuðu saman loka- verkefni um reynslu karlmanna sem hafa lent í hjartastoppi. Þær vinna báðar á hjartadeild Landspítalans og hafa á nokkrum árum eftir útskrift náð að ljúka framhaldsnámi. Hildur Rut er með meistarapróf í hjúkrun og Sólveig Helga með diplóma í lýðheilsuvísindum. Hildur Rut er að auki formaður fagdeildar hjartahjúkrunarfræðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.