Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Page 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Page 36
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 201332 HJÚKRUNARMÓTTAKA FYRIR KRANSÆÐASJÚKLINGA Christer Magnusson, christer@hjukrun.is Í júní 2012 lokaði Landspítali göngudeild kransæðasjúklinga en það var hjúkrunarmóttaka fyrir þá sem hafa gengist undir kransæðavíkkun á hjartadeild. Hjúkrunarfræðingunum á hjartadeildinni fannst það ótækt og tveir þeirra ákváðu að opna einkarekna móttöku. Tveir hjúkrunarfræðingar, Hildur Rut Albertsdóttir og Sólveig Helga Ákadóttir, tóku í ágúst sl. á móti fyrsta sjúklingnum á móttöku fyrir kransæðasjúklinga í Læknasetrinu í Mjódd. Þetta bar brátt að og ekki var mikill tími til undirbúnings. „Boltinn fór bara að rúlla,“ segir Sólveig Helga. Þær fóru af stað án þess að hafa hugsað mikið um rekstur, skattamál og þess háttar. „Við ákváðum bara að láta slag standa og halda áfram með þessa starfsemi á nýjum stað. Við höfum svo verið að læra um rekstur á meðan við sinnum sjúklingum,“ segir Hildur Rut. Hildur Rut og Sólveig Helga útskrifuðust báðar frá hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands 2007 og skrifuðu saman loka- verkefni um reynslu karlmanna sem hafa lent í hjartastoppi. Þær vinna báðar á hjartadeild Landspítalans og hafa á nokkrum árum eftir útskrift náð að ljúka framhaldsnámi. Hildur Rut er með meistarapróf í hjúkrun og Sólveig Helga með diplóma í lýðheilsuvísindum. Hildur Rut er að auki formaður fagdeildar hjartahjúkrunarfræðinga.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.