Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 59
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 2013 55 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER til hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum um meðvitaða og upplýsta mannauðsstjórnun og nýtingu aðfanga. Þátttakendur lýstu því að stór hluti vinnutíma hjúkrunarfræðinga færi í að leiðbeina starfsfólki og að mikill munur væri á því hversu miklu auðveldara væri að vinna með sjúkraliðum en ófaglærðu aðstoðarfólki þar sem fagþekkinguna skorti. Fjárhagslegar þrengingar hafa ekki síst áhrif á mannaflann og samsetningu hans en slíkt ógnar öryggi og gæðum þjónustunnar. Samkvæmt siðareglum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga eiga hjúkrunarfræðingar umfram allt skyldum að gegna við þá sem þarfnast hjúkrunar og frumskylda þeirra er að virða mannhelgi og velferð skjólstæðinga sinna. Þátttakendur lýstu ástandinu þó eins og þeir væru staddir í öngstræti þar sem þeir leitast við að tryggja gæði hjúkrunar á sama tíma og þrengir að fjárhagslega. Hlutfall hjúkrunarfræðinga í starfshópnum skiptir máli fyrir gæði hjúkrunarmeðferðar þar sem hærra hlutfall hjúkrunarfræðinga leiðir til betri árangurs fyrir sjúklinga (Kim o.fl., 2009; Pekkarinen o.fl., 2006). Sýnt hefur verið fram á að lífsgæði skjólstæðinga á hjúkrunarheimilum eru minni og gæði hjúkrunarmeðferðar lélegri þar sem starfa fáir hjúkrunarfræðingar (Maas o.fl., 2008a; Rantz o.fl., 2004). Maas o.fl. (2008a) benda á að löngu sé sannað að lágt hlutfall hjúkrunarfræðinga og annarra faglærðra starfsmana, svo sem sjúkraliða, á hjúkrunarheimilum hafi neikvæð áhrif á gæði þjónustunnar og skaði í raun heimilisfólk. Segja má að hinn blákaldi raunveruleiki hjúkrunarheimila, þar sem meirihluti umönnunaraðila er í mörgum tilvikum ófaglærður, sé víðs fjarri hinum framsæknu mönnunarlíkönum gæðaráðs Landlæknisembættisins í öldrunarhjúkrun (Landlæknisembættið, 2001). Þar er gert ráð fyrir að eingöngu fagmenn sinni hjúkrun á hjúkrunarheimilum. Þessi raunveruleiki birtist hjúkrunarfræðingum líkt og þeir væru staddir í öngstræti og það getur aftur leitt til togstreitu í starfi. Siðferðileg togstreita á sér stað þegar aðstæður á stofnun gera það næstum því ómögulegt að veita hjúkrun eins og á að gera og sú togstreita er vaxandi vandamál í hjúkrun aldraðra. Hjúkrunarfræðingar, sem einatt finna fyrir siðferðilegri togstreitu, eiga á hættu að geta ekki tekist á við ýmsar aðstæður í vinnu sinni. Sjálfstraust þeirra minnkar og það hefur síðan áhrif á hvernig sjúklingum farnast (Pauly o.fl., 2009). Hin hjúkrunarfræðilega þekking og heildræn klínísk nálgun hjúkrunar er grunnur að árvekni hjúkrunarfræðinga og færni þeirra til að vera greinandi og sjá hlutina í öðru ljósi. Þátttakendur lýstu dæmum um það hvernig þekking hjúkrunarfræðinga gerir þá færa í að hafa alla þræði í hendi sér og bregðast við á réttan hátt. Þeir lýstu því hvernig þeir hafa yfirsýn yfir starfsmenn og heimilisfólk og eru vakandi yfir öllu. Það sem lesa má úr svörum þátttakenda staðfestir að þekking hjúkrunarfræðinga er hinn raunverulegi grunnur að færni þeirra og árangri í starfi (Canam, 2008; Hamilton og Campbell, 2011). Hjúkrun er margþætt starf í breytilegu umhverfi sem felur í sér samvinnu og samþættingu verkefna fyrir einstaklinga og hópa (Allen, 2007; Katrín Blöndal o.fl., 2010). Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar sjálfir, stjórnendur í heilbrigðisþjónustu og ráðamenn geri sér grein fyrir og standi vörð um framlag hjúkrunarfræðinga til gæðaheilbrigðisþjónustu. Með aukinni hjúkrunarþyngd aldraðra á hjúkrunarheimilum þarf að styrkja þjónustu fagmanna í hjúkrun (Lyons o.fl., 2008; Maas o.fl., 2008a, 2008b). Nú þegar gera viðfangsefni hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum tilkall til færni þeirra og þekkingar í stjórnun og forystu og er einsýnt að sú krafa mun eingöngu vaxa í framtíðinni. Þessar niðurstöður eru í takt við niðurstöður erlendra rannsókna sem sýna að markviss stjórnun og fagleg forysta í hjúkrun skiptir sköpum fyrir gæði hjúkrunar á hjúkrunarheimilum (Flynn o.fl., 2010; Heath, 2010; Venturato og Drew, 2010). Þær staðfesta þá hugmyndafræði sem rannsóknin byggist á þar sem gæði taka mið af öryggi og hagkvæmni (Donabedian, 2007). Hlutverk hjúkrunarfræðinga er ekki eingöngu að uppfylla þarfir skjólstæðinga beint heldur einnig að sjá til þess að það sé gert (Henderson, 1976; Nightingale, 1860/1969). Mikilvægt er að taka tillit til þessa í grunnnámi og framhaldsnámi í hjúkrunarfræði og við skipulagningu hjúkrunar og mannahald. Rannsaka þarf betur hvernig best megi styrkja störf hjúkrunarfræðinga og samstarfsfólks þeirra á hjúkrunarheimilum. Vel má vera að endurskoða þurfi verkefni hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum og nýta þannig betur þekkingu þeirra í þau verkefni sem þeir eru sérstaklega menntaðir til. Til þess að það sé unnt þarf að sama skapi að hækka hlutfall reyndra sjúkraliða á hjúkrunarheimilum, nýta starfskrafta sérfræðinga í öldrunarhjúkrun og skipuleggja nýjar leiðir í samstarfi þessara aðila (Ingibjörg Hjaltadóttir o.fl., 2009; Lyons o.fl., 2008). Af niðurstöðunum má ráða að standa þurfi vörð um og efla hjúkrunarfræðinga í stjórnun og forystu svo að hjúkrunarfræðileg þekking og færni nýtist sem best. TAKMARKANIR RANNSÓKNAR Takmarkanir rannsóknarinnar eru fyrst og fremst lítið alhæfingargildi niðurstaðna (Sóley S. Bender, 2003). Yfirfærslugildi þeirra er hins vegar nokkurt þar sem samhljómur var mikill á milli áhersluatriða í rýnihópunum og hóparnar voru alls fjórir. Rannsakendur leituðust við að vera trúir gögnunum, gæta fyllsta hlutleysis og horfa eingöngu á viðfangsefnið út frá því sem fram kom í svörum þátttakenda. Stuðst var við sama spurningarammann í öllum viðtölunum og eykur það á áreiðanleika og traustleika rannsóknarinnar. LOKAORÐ Grundvallarbreyting hefur orðið á hjúkrunarheimilum á undan- förnum árum. Heimilisfólk er veikara, það hefur fjölþætta sjúkdóma og margvísleg annars konar vandamál. Nú búa flestallir á hjúkrunarheimilum til hinstu stundar, ólíkt því sem áður var þegar heimilisfólk var gjarnan sent á sjúkrahús þegar heilsan bilaði og ævilok nálguðust. Rekstur hjúkrunarheimila hefur ekki verið endurskoðaður í ljósi þessara staðreynda. Aðstandendur hafa heldur ekki vitneskju um þetta. Niðurstöður þessarar rannsóknar staðfesta að styðja þarf við og styrkja gæði hjúkrunar á hjúkrunarheimilum með tilliti til veikara heimilisfólks sem þarf fyrst og fremst þjónustu fagmanna. Það þarf ekki frekar vitnanna við, nægar sannanir eru fyrir mikilvægi faglegrar hjúkrunar á hjúkrunarheimilum. Einmitt nú er rétti tíminn til að taka málin föstum tökum en boltinn er hjá ráðamönnum og fjárveitingavaldinu. Þetta staðfesta nýlegar úttektir Landlæknisembættisins á nokkrum hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu (Landlæknisembættið, 2011a, 2011b, 2011c, 2011d). Við þá vinnu mætti nýta tillögur starfshóps Alþjóðaráðs öldrunarlækninga og öldrunarfræða (Tolson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.