Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 33
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 2013 29 á þessum miðlum, hvort sem er með bloggi, í athugasemdakerfum eða á miðlum á borð við fésbók (facebook). Á slíkum vettvangi tjáir fólk skoðanir sínar á mönnum og málefnum líðandi stundar og getur þá stundum hitnað í kolunum. Þegar margt brennur á og uppi er ágreiningur um leiðir að markmiðum er eðlilegt að skoðanaskipti séu lífleg og tíð. Hins vegar er nauðsynlegt að vekja athygli á því að hjúkrunarfræðingar, sem koma fram undir starfsheiti, verða að hafa siðareglur félagsins til hliðsjónar í allri opinberri umræðu og forðast athugasemdir eða ummæli sem brjóta í bága við þær. Ábendingar til siða- og sáttanefndar Siða- og sáttanefnd hafa borist nokkrar fyrirspurnir og athugasemdir vegna ummæla hjúkrunarfræðinga á netinu sem hvorki þykja sæmandi né í takti við siða- reglur. Nefndin hefur rætt þessar ábendingar á fundum sínum og horft sérstaklega til 9. greinar siðareglna hjúkrunarfræðinga þar sem segir: „Hjúkrunarfræðingur ástundar heiðarleg og holl samskipti við samstarfsfólk. Hann sýnir stéttvísi í samskiptum við hjúkrunarfræðinga innan og utan starfsvettvangs.“ Ábendingarnar hafa leitt til þess að siða- og sáttanefnd ákvað að fjalla um þessi mál á vettvangi Tímarits hjúkrunarfræðinga og vekja athygli á mikilvægi þess að hjúkrunarfræðingar gangi af gætni um hina viðsjárverðu netheima. Hjúkrunarfræðingar þurfa að þekkja siðareglurnar og fylgja þeim bæði í leik og starfi. Þær gilda ekki eingöngu á vaktinni heldur alltaf, alls staðar, við öll tækifæri. Til þess að auðvelda hjúkrunarfræðingum aðgengi að siðareglunum hafa þær verið prentaðar í dagbók félagsins 2013 en hún var send hjúkrunarfræðingum með síðasta tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga (5. tbl. 2012). Siðareglur hjúkrunarfræðinga Hjúkrunarfræðingar líkt og margar fagstéttir hafa sett sér skriflegar siðareglur. Helsti tilgangur siðareglna fagstétta er að skilgreina hlutverk fagmannsins í Innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga starfa nú tvær nefndir um siðamál hvor með sitt hlutverkið. Hér er gerð grein fyrir mismunandi verkefnum þeirra. Siða- og sáttanefnd fjallar um meint brot á siðareglum félagsins. Til hennar er vísað kvörtunum og kærum varðandi brot á siðareglunum. Starfsreglur nefndarinnar eru í mótun og vinnur nefndin að nánari útfærslu þeirra. Siða- og sáttanefnd getur eingöngu úrskurðað í kærum sem vísað er formlega til hennar en má bregðast við ábendingum sem henni berast um ákveðin mál eins og kemur fram hér til hliðar varðandi skrif hjúkrunarfræðinga á samfélagsmiðlum. Siðaráð er faglegur farvegur FÍH fyrir siðfræðileg álitamál. Það skal vera stjórn, deildum og nefndum félagsins til ráðgjafar um siðfræðileg álitaefni. Siðaráð er vettvangur hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarfræðinema fyrir siðfræðileg álitamál sem tengjast umönnun sjúklinga, hjúkrun og heilbrigðisþjónustu og skal hafa forgöngu um umræður um siðamál innan félagsins. Eitt hlutverk ráðsins er að endurskoða siðareglur hjúkrunarfræðinga. Ráðið á einnig að kynna og fræða um siðareglur hjúkrunarfræðinga og hafa forgöngu um umræðu um siðareglur og siðfræði innan hjúkrunar og í heilbrigðisþjónustunni. Formaður siðaráðs er Aðalheiður D. Matthíasdóttir. Siðanefnd og siðaráð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.