Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 38
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 201334 haft jafn mikinn tíma aflögu til þess að byggja starfsemina upp eins og þær hefðu óskað. „Við fórum og hittum Elsu og fleiri í félaginu og fengum ráðleggingar hjá þeim. Svo þarf að senda tiltölulega ítarlega tilkynningu til landlæknis. Þetta er ferli sem er mjög gott að fara í gegnum því að á Landspítala er hugsað fyrir mann varðandi hvernig á að varðveita gögn um sjúklinga og allt svoleiðis,“ segir Sólveig Helga. Þær hafa ekki gert markaðsrannsókn en vita nokkurn veginn hversu margir fara í kransæðavíkkun á ári. Hins vegar getur hvaða hjartasjúklingur sem er pantað tíma á móttökunni til þess að láta fylgjast með sér. Spurningin er því hvort þessi göngudeild gæti á endanum sinnt fleirum en bara þeim sem hafa farið í kransæðavíkkun. Þær hafa hins vegar ekki hugsað sér að taka við sjúklingum með annars konar hjartasjúkdóma. „Göngudeild fyrir hjartabilaða á Landspítala hefur til dæmis gengið vel og það er frábært starf sem þar fer fram. Við erum alls ekki að hugsa um að seilast inn í þann hóp heldur viljum við frekar efla samvinnuna,“ segir Hildur Rut. Framtíðin Margt er eftir að gera til þess að móttakan verki eins og þær Sólveig Helga og Hildur Rut vilja hafa hana. „Fólk segir að maður eigi að vera þolinmóður og það tekur auðvitað tíma að byggja þetta upp. Við sjáum samt aukningu frá mánuði til mánaðar. Þetta kemur allt hægt og rólega,“ segir Sólveig Helga. „Maður er stundum svolítið einn að vinna og ég væri til í að sjá meiri þverfaglega samvinnu. Ég held að það væri betra fyrir sjúklinginn. Svo vitum við ekki hvað gerist. Eftir að við fórum út í þetta er eins og það opnist alltaf fleiri og fleiri dyr, þetta vindur upp á sig. Þetta er ótrúlega skemmtileg vinna og gefandi starf. Hér eigum við samtal við sjúklinginn en hjúkrunin hefur breyst svo mikið á hjartadeild. Þar vinnum við oft mjög verkhæfða hjúkrun og hlaupum á milli rúma með lyf en hér fáum við tíma til þess að setjast niður og tala við fólk og hlusta,“ segir Hildur Rut. „Ég vona að eftir tíu ár verðum við komnar í fullt starf við þetta,“ bætir Sólveig Helga við. Heilbrigðismál – kosningamál? Í undanfara alþingiskosninga, sem fara fram í lok apríl, mun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leita svara frambjóðenda við nokkrum spurningum um heilbrigðismál. Fjölda hjúkrunarfræðinga finnst sem heilbrigðismál mæti afgangi í störfum Alþingis og ákvörðunum þess auk þess sem áhugi alþingismanna fyrir stöðu heilbrigðiskerfisins og þjónustu þess virðist hverfandi. Skorið hefur verið kröftuglega niður í heilbrigðiskerfinu og þykir flestum hjúkrunarfræðingum nóg um. Ekki er seinna vænna að velta fyrir sér hvort íslenska ríkið hafi burði til að reka öflugt heilbrigðiskerfi með óþreyttu og vel menntuðu starfsfólki. Sé svo þarf nú þegar að hefja endurreisn þess. Fréttapunktur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.