Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 32
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 201328 MÆLIR FACEBOOK MEÐ ÞÉR? Aðalbjörg J. Finnbogadóttir og Hildur Helgadóttir, adalbjorg@hjukrun.is Kjarni hjúkrunar er umhyggja fyrir skjólstæðingnum og virðing fyrir lífi hans og mannhelgi. Hlutverk hjúkrunarfræðings er að efla heilbrigði, bæta líðan og lina þjáningar. Svo segir í siðareglum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og er það hlutverk siða- og sáttanefndar að fylgja því eftir. Siða- og sáttanefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var endurvakin á liðnu ári. Stjórn félagsins var falið að skipa fulltrúa í nefndina til eins árs eða fram að aðalfundi 3. maí 2013 en þá skal kosið í hana. Í nefndina voru skipaðar Guðbjörg Svava Ragnarsdóttir, Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal og Þórgunnur Hjaltadóttir auk tveggja varamanna sem eru Aðalbjörg J. Finnbogadóttir og Hildur Helgadóttir. Hlutverk siða- og sáttanefndar er að fjalla um kvartanir og kærumál sem til hennar er vísað. Stjórn FÍH, hjúkrunarfræðingar, hjúkrunarfræðinemar og sjúklingar geta vísað málum til nefndarinnar er varða brot á siðareglum félagsins. Samkvæmt reglum um nefndina skal hún setja sér starfsreglur sem á að leggja fram á næsta aðalfundi félagsins til samþykktar. Starfsreglur þessar skulu kveða á um hvernig háttað skuli málsmeðferð kæru eða kvörtunar, reglur um trúnað, úrskurð nefndarinnar og valdsvið. Nefndin hefur þegar hafið störf. Umræðan á samfélagsmiðlum Með tilkomu samfélagsmiðla hafa orðið grundvallarbreytingar á því hvernig almenningur tjáir sig á opinberum vettvangi. Í áramótaskaupi sjónvarpsins um nýliðin áramót var með eftirminnilegum hætti vakin athygli á því í hvaða farveg umræðan á samfélagsmiðlunum getur farið. Þótti mörgum nóg um orðbragðið, viðhorfið og virðingarleysið. Enn verra þótti flestum þegar í ljós kom að allt sem þar var sagt var tekið orðrétt úr tilteknu athugasemdakerfi á netinu. Hjúkrunarfræðingar líkt og aðrir lands- menn eru þátttakendur í umræðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.