Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Page 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Page 32
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 201328 MÆLIR FACEBOOK MEÐ ÞÉR? Aðalbjörg J. Finnbogadóttir og Hildur Helgadóttir, adalbjorg@hjukrun.is Kjarni hjúkrunar er umhyggja fyrir skjólstæðingnum og virðing fyrir lífi hans og mannhelgi. Hlutverk hjúkrunarfræðings er að efla heilbrigði, bæta líðan og lina þjáningar. Svo segir í siðareglum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og er það hlutverk siða- og sáttanefndar að fylgja því eftir. Siða- og sáttanefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var endurvakin á liðnu ári. Stjórn félagsins var falið að skipa fulltrúa í nefndina til eins árs eða fram að aðalfundi 3. maí 2013 en þá skal kosið í hana. Í nefndina voru skipaðar Guðbjörg Svava Ragnarsdóttir, Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal og Þórgunnur Hjaltadóttir auk tveggja varamanna sem eru Aðalbjörg J. Finnbogadóttir og Hildur Helgadóttir. Hlutverk siða- og sáttanefndar er að fjalla um kvartanir og kærumál sem til hennar er vísað. Stjórn FÍH, hjúkrunarfræðingar, hjúkrunarfræðinemar og sjúklingar geta vísað málum til nefndarinnar er varða brot á siðareglum félagsins. Samkvæmt reglum um nefndina skal hún setja sér starfsreglur sem á að leggja fram á næsta aðalfundi félagsins til samþykktar. Starfsreglur þessar skulu kveða á um hvernig háttað skuli málsmeðferð kæru eða kvörtunar, reglur um trúnað, úrskurð nefndarinnar og valdsvið. Nefndin hefur þegar hafið störf. Umræðan á samfélagsmiðlum Með tilkomu samfélagsmiðla hafa orðið grundvallarbreytingar á því hvernig almenningur tjáir sig á opinberum vettvangi. Í áramótaskaupi sjónvarpsins um nýliðin áramót var með eftirminnilegum hætti vakin athygli á því í hvaða farveg umræðan á samfélagsmiðlunum getur farið. Þótti mörgum nóg um orðbragðið, viðhorfið og virðingarleysið. Enn verra þótti flestum þegar í ljós kom að allt sem þar var sagt var tekið orðrétt úr tilteknu athugasemdakerfi á netinu. Hjúkrunarfræðingar líkt og aðrir lands- menn eru þátttakendur í umræðum

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.