Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Page 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Page 28
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 201324 langaði að fara til enskumælandi lands. Mig langaði að læra enskuna betur og kynnast einhverju nýju. Ég var byrjuð að safna gögnum strax 1994 en fór ekki í nám fyrr en 1996. Þá var ekki alnetið komið, maður skrifaði bara bréf til þess að fá upplýsingar. Svo tekur það eitt til tvö ár að vinna að þessari umsókn af því að maður þarf að taka nokkur próf. Ég þurfti að taka bæði enskupróf, bandaríska hjúkrunarprófið og fylkisprófið. Ég sótti um í nokkrum skólum, hafði mestan áhuga á heilsugæslu en sá að í þessum skóla var eitthvað öðruvísi. Ég hafði aldrei heyrt um þetta áður og það voru meiri kröfur gerðar. Ég hugsaði: Ég ætla í það. Mér finnst svo gaman að gera eitthvað öðruvísi og meira krefjandi. Svo kom í ljós að ég komst inn í alla skólana sem ég sótti um. Ég valdi þennan skóla í Chapel Hill út af þessu námi en einnig af því að hann er á austurströndinni. Þangað er styttra að fara og ódýrara. Ég valdi fullorðins-námsleiðina, það var líka hægt að velja barna- og fjölskylduleið. Á þessum tíma hafði ég meira áhuga á því að sinna 18 ára og eldri. Námið var líka mjög gott og af því að það var um fullorðna þá gat ég einbeitt mér að því. Ég vildi líka leggja áherslu á aldraða í náminu.“ Helga Sæunn var ánægð með hvað námið var klínískt en hún þurfti að skila 18 fullum vikum í verknámi. Hún gerði einnig rannsókn og tók ýmis námskeið en þau voru yfirleitt hagnýt þó að innihaldið var fræðilegt. „Lyfjafræðin var til dæmis mjög klínísk. Það voru tekin dæmi um einhvern sjúkling og svo þurftum við að finna út hvaða lyf hann þurfti. Við gátum valið að einbeita okkur að hjúkrun hjartasjúklinga eða krabbameinssjúklinga og ég valdi hjúkrun krabbameinssjúklinga. Annars var þetta almennt nám um störf eins og þau eru unnin á heilsugæslu þar sem er tekið á móti öllum vandamálum. Mikil áhersla var lögð á forvarnir og fræðslu og hvernig maður tekur viðtal við sjúkling. Þetta var mikið nám, ég þurfti að hafa mig alla við og hefði ekki getað unnið með námi,“ segir Helga Sæunn. Miklar kröfur voru gerðar til nemanda í verknámi um sjálfstæð vinnubrögð og að leggja sig fram. „Það þýddi ekki að bara horfa á og skrifa verkefnisskýrslur. Maður þurfti að einbeita sér að því sem maður var að gera og skoða sjúklingana. Mikil áhersla er í þessu námi á að taka góða sögu og gera gott líkamsmat og góða skráningu og ég fékk mikla þjálfun í því í verknáminu,“ segir hún. Verknámið fór mest fram hjá hjúkrunarfræðingum með „nurse- practioner“-réttindi en einnig hjá læknum. Á göngudeild fyrir krabbameinssjúklinga á háskólasjúkrahúsinu í Duke vann hún með lækni sem þjálfaði hana í líkamsskoðun. Hann hafði margsinnis sagt: „Þú skoðar ekki fólk í fötum þegar þú gerir líkamsmat. Sá líkamspartur, sem þú ert að skoða, þarf að vera ber.“ Einu sinni fór Helga Sæunn inn í skoðunarherbergi til þess að skoða eldri konu. „Ég hafði þetta með fötin í huga en hún neitaði að fara úr sokkabuxunum og ég gat, fannst mér, ekki neytt hana til þess. Svo kom ég fram og átti að kynna fyrir lækninum niðurstöður skoðunar. Hann fór með mér inn til konunnar og sá að hún var í sokkabuxunum. Þá varð hann rauður í andliti, fór með mig fram og skammaði mig, sagði að ef ég væri nemandinn hans þá myndi hann fella mig. Það þýddi ekkert fyrir mig að malda í móinn með það.“ „Þú skoðar ekki fólk í fötum þegar þú gerir líkamsmat.“ Markmiðið með náminu var að þjálfa þessa sérhæfða hjúkrunarfræðinga til þess að vinna sjálfstætt við skoðun og greiningu og námið veitir einnig réttindi til þess að panta rannsóknir, mæla fyrir um meðferð og ávísa ákveðnum lyfjum. Þetta er alltaf gert í samstarfi við lækni og hann á að fara yfir sjúkraskýrslur og önnur gögn. Komið hefur í ljós að störf þessara sérfræðinga í hjúkrun skila sér í styttri biðtíma eftir þjónustu, ánægju þeirra sem njóta þjónustunnar og hagkvæmni í heilbrigðiskerfinu. Sérhæfð hjúkrunarstörf hér á landi Nú eru fimmtán ár síðan Helga Sæunn útskrifaðist úr meistarnáminu en lítið hefur verið gert til þess að veita hjúkrunarfræðingum slík réttindi hér á Helga Sæunn ásamt forystukonum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hún vinnur nú. Fyrir miðju er Sigríður Snæbjörnsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, og til hægri Þórunn Benediktsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.