Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 46
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 201342 Birna Gerður Jónsdóttir, birnagj@landspitali.is Það er mánudagsmorgunn á Land- spítalanum við Hringbraut. Margir eru að mæta í vinnu og margt um að vera á göngum spítalans. Ég geng inn aðalinnganginn og stimpla mig inn. Á hæla mér koma sjúkraflutningamenn með fullorðna konu á sjúkrabörum. Konan er föl og lasleg og maður hennar fylgir henni inn á bráðamóttöku, áhyggjufullur á svip. Á leið minni að kvennadeildinni mæti ég ungum kvíðnum foreldrum með barn sitt í rimlarúmi á leið á skurðstofuna í aðgerð. Ég mæti líka brosandi foreldrum á leið heim með nýfætt barn sitt. Samferða mér upp stigann á fæðingardeildina er ófrísk kona og maki hennar. Konan gerir hlé á göngu sinni og andar sig í gegnum enn eina fæðingarhríðina. Þessir ólíku skjólstæðingar sjúkrahússins hafa eða munu komast í snertingu við hjúkrunarfræðinga eða ljósmæður sem búa yfir dýrmætri og mikilvægri sérþekkingu hver á sinni deild eða sviði. Aðalumönnunaraðili þeirra er hjúkrunarfræðingur eða ljósmóðir sem, þrátt fyrir gífurlegt álag vegna flensufaraldurs og óvissu vegna uppsagna og kjaramála, leggja sig fram um að veita bestu mögulegu þjónustu. Birna Gerður Jónsdóttir er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir á fæðingardeild Landspítalans. Ég fór í hjúkrun af því að ég taldi námið geta veitt fjölbreyttan starfsvettvang auk þess sem ég vildi leggja mitt af mörkum til þess að öðrum liði vel. Nokkrum árum eftir útskrift fór ég í ljósmóðurnám og hef unnið á þeim vettvangi að mestu síðan. Ég hélt áfram að vera hjúkrunarfræðingur enda hefur sá grunnur, sem ég fékk í gamla Hjúkrunarskóla Íslands og þau ár sem ég vann við hjúkrun á Landspítalanum, verið ómetanlegur í mínum störfum sem ljósmóðir. Þegar ég leiði hugann að því hverjir hafa verið fyrirmyndir mínar í starfi, hverjir hafi snert mig á þann hátt að ég vildi líkjast þeim, vil ég nefna Vigdísi Magnúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra og forstjóra Landspítalans. Í samskiptum mínum við Vigdísi fékk ég þá tilfinningu að hún hefði nægan tíma fyrir mig, að hún veitti því athygli sem ég hafði að segja og að hún bæri einlæga umhyggju fyrir mér. Aðrir stjórnendur, deildarstjórar, kennarar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hafa einnig snert mig á þann hátt að ég hef tekið þær mér til fyrirmyndar í samskiptum og starfi. Ljósmóðurstarfið snýst um að styðja við og stuðla að eðlilegu barneignarferli. Á fæðingardeild Landspítalans eru konur í áhættuhópum stór hluti þeirra kvenna sem fæða þar börn sín. Það er hlutverk okkar ljósmæðra að styðja verðandi foreldra í gegnum fæðinguna á þann hátt að reynsla þeirra verði eins góð og hægt er miðað við ástand þeirra og aðstæður. Rannsóknir hafa einmitt sýnt að sá stuðningur, sem konan fær frá sinni ljósmóður, hefur bein áhrif á upplifun konunnar af fæðingunni. Ljósmæður gegna mikilvægu hlutverki í ÞANKASTRIK LJÓSMÓÐURÞANKAR Í þessum orðum mínum leiði ég hugann að þeim áhrifum sem við hvert og eitt höfum í snertingu okkar bæði við fjölbreyttan hóp skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins og við samstarfsfólk okkar. Ég tel viðmót, framkomu og viðhorf okkar skipta sköpum fyrir velferð skjólstæðinganna sem og velferð hvers annars. Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. Í þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.