Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Qupperneq 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Qupperneq 17
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 2013 13 Ríflega helmingur svarenda starfar nú í vaktavinnu en 49,4% svarenda eru í dagvinnu. Starfsumhverfi hjúkrunar- fræðinga hefur samkvæmt þessu tekið verulegum breytingum á undanförnum árum. Sólarhringslegudeildum hefur verið breytt í 5 daga deildir og dag- og göngudeildir. 52,2% svarenda hafa lokið formlegu framhaldsnámi og þar af 35,1% í hjúkrun. Meðalstarfshlutfall hjúkrunarfræðinga er samkvæmt könnuninni 82,5% og ekki er marktækur munur á breytingu á milli ára. Þeir sem starfa einvörðungu í dagvinnu eru í hærra starfshlutfalli, eða 85,6%, heldur en þeir sem eru í vaktavinnu því þeir eru að meðaltali í 79,5% starfshlutfalli. Starfshlutfallið eykst með aukinni ábyrgð og er að meðaltali 90,7% hjá stjórnendum í hjúkrun. Þegar spurt var: „Á hversu mörgum vinnustöðum vinnur þú?“ svöruðu 87,1% að þeir störfuðu á einum vinnustað, 10,3% að þeir störfuðu á tveimur vinnustöðum og 1,7% að þeir störfuðu á þremur vinnustöðum. Dæmi eru um að hjúkrunarfræðingar vinni allt að 130% vinnu til þess að ná endum saman. 31,4% svarenda, sem eru í meira en einu starfi, starfa utan heilbrigðiskerfisins. Þegar spurt var: „Hefur þú unnið erlendis á síðustu 12 mánuðum?“ svöruðu 9,6% spurningunni játandi en 90,4% svöruðu neitandi. Af þeim sem svöruðu játandi höfðu flestir, eða 87,7%, farið til Noregs til starfa. Sem dæmi um athugasemdir í könnuninni þá fékk einn svarandi 318.000 kr. útborgaðar að frádregnum 37% skatti fyrir 60 stunda vinnu í Noregi. 19,5% svarenda höfðu fengið launahækkanir umfram kjarasamnings bundnar hækkanir en það er ánægjulegt og samtímis hvatning til annarra hjúkrunar fræðinga um að fara í launaviðtal við yfir menn sína. 2,6% svarenda segja grunn laun sín hafa lækkað. 17,6% hjúkrunarfræðinga eru í launaflokki 6 og 17,2% í launaflokki 7 en þeir eru algengustu launaflokkarnir. Flestir hjúkrunarfræðingar eru í launaflokkum 5-8 eða 52,9%. Þegar spurt var um álagsflokk kom í ljós að 15,9% voru í álagþrepi 3 og 15,6% í álagsþrepi 5 sem jafnframt eru algengustu álagsþrepin. Stærsti hópurinn er í álagsþrepum 3-6 eða 59,1% svarenda. Meðalgrunnlaun (dagvinnulaun) hjúkrunar fræðinga eru samkvæmt könnuninni 383.153 kr. á mánuði fyrir fullt starf. Meðalgrunnlaun almennra hjúkrunar fræðinga fyrir fullt starf eru 353.708 kr. Þegar þessi laun eru greind niður á aldurs hópa eru meðal grunnlaun hjúkrunarfræðinga á aldrinum 25-34 ára 318.707 kr., 35-44 ára 378.496 kr., 45-54 ára 402.249 kr. og 55-71 árs 402.908 kr. Allar þessar tölur miðast við fullt starf. Greiðslur vegna vaktaálags nema að meðaltali 59.110 á mánuði fyrir fullt starf og hafa samkvæmt könnuninni lækkað um 7,2% á milli ára. Heildarupphæð allra launagreiðslna á launaseðli voru að meðaltali 437.826 kr. fyrir hlutastarf (82,5%) en 529.684 kr. fyrir fullt starf. Heildarupphæð allra launagreiðslna hjá almennum hjúkrunarfræðingum var 398.962 kr. fyrir hlutastarf (82,5%) og 510.440 kr. fyrir fullt starf. Þegar þessar tölur eru skoðaðar með tilliti til aldursdreifingar eru meðalheildarlaun almennra hjúkrunarfræðinga á aldrinum 23-34 ára 478.546 kr., 35-44 ára 543.027 kr., 45-54 ára 542.462 kr. og 55-71 árs kr. 533.120. Þessar tölur miðast allar við fullt starf. Þegar spurt var hvort breyting hefði orðið á viðbótarkjörum kom í ljós að viðbótarkjörum hefur verið sagt upp hjá 4,6 % svarenda en 8% svöruðu því játandi í síðustu könnun. Þegar spurt var hvort viðkomandi hefði fengið uppsögn í starfi svöruðu 97,9% svarenda því neitandi, 0,7% að þeim hefði verið sagt upp starfinu að öllu leyti og 1,5 % að þeir hefðu misst starfið að hluta. Þetta er ómarktæk breyting frá fyrra ári. Kjör félagsmanna

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.